Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR í BOÐI
LANDSBANKANS
Doi buningatæknir
órólfur Þorsteinsson
hefur verið búninga-
tæknir hjá knattspyrnu-
liði Keflavíkur siðustu fjögur
ár en hann hefur í ein sjö ár
starfað fyrir félagið. Þórólfur,
eða Dói eins og hann er kall-
aður, sinnir búningamálum
liðsins með aðstoð frá Ólrikku
Sveinsdóttur, eiginkonu sinni.
„Þetta verður skemmtilegra með
hverju árinu sem líður,“ sagði
Dói í samtali við Víkurfréttir
en honum hefur þó fundist
skemmtilegast að fara erlendis
með Keflavíkurliðinu. „Þetta
starf mitt stuðlar að því að leik-
mennirnir geta komið áhyggju-
lausir inn í búningsklefa fyrir
leik og ekki gert neitt annað en
að einbeita sér að leiknum,"
sagði Þórólfur sem hefur fulla
trú á því að Keflvíkingar nái ein-
hverjum titli í sumar. „Við erum
ekkert að fara í nein mót nema
með því hugarfari að bæta ein-
hverjum titlum í safnið," sagði
Dói að lokum.
Mffl lÁg ák '
Jmfflk
Sveit Einars sigraði í
Bændaglímunni
Bændaglíman, síðasta
innimót Púttklúbbs Suð-
urnesja, fór fram síðasta
fimmtudag og mættu 26 eldri
borgarar til leiks. Bændur
voru þeir Garðar Jónsson og
Einar Guðmundsson en svo
fór að sveit Einars sigraði með
8 vinninga gegn 6.
Næsta mót Púttklúbbsins
verður styrkt af Eldvörnum og
er tveggja daga mót, íyrra mótið
fer fram þann 1. júní og það
seinna 15. júní og verður haídið
á Mánatúni.
SjS
S/ AÐALFUNDUR
...... ... ......
Aðalfundur Slysavarnadeildarinnar
Þorbjörns, Björgunarsveitarinnar
Þorbjörns og Björgunarbátasjóðs
Grindavíkur verður haldinn
miðvikudaginn 31.maí n.k. kl. 19:00,
í húsi Björgunarsveitarinnar Þorbjörns
í Grindavík við Seljabót 10.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórnir
Sverrir Þór á
skotskónum
Sverrir Þór Sverrisson
gerði bæði mörk Njarð-
víkinga í 2-1 sigri gegn
KS/Leiftri á Njarðvíkurvelli
s.l. sunnudag. Njarðvíkingar
hefðu hæglega getað bætt við
fleiri mörkum en fóru oft illa
að ráði sínu við mark andstæð-
inganna.
Fyrra mark Sverris kom úr
vítaspyrnu en það síðara kom
eftir góða fyrirgjöf frá Guðna
Erlendssyni. Njarðvíkinar eru
í 3. sæti 2. deildar með 4 stig
eftir tvær umferðir og leika næst
gegn Selfyssingum á útivelli á
föstudag kl. 20.
„Ég er bara orðlaus, það sáu það allir sem voru á vellinum að
við vorum rændir hérna,“ sagði Sigurður Jónsson, þjálfari
Grindvíkinga, eftir að Grindvíkingar biðu 2-1 ósigur gegn
Fylki í Árbænum í 2. umferð Landsbankadeildarinnar.
Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum í 1-0 en heimamenn
jöfnuðu 1-1 eftir að Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, hafði
gefið Fylkismönnum vítaspyrnu á silfurfati. Sigurmarkið kom
svo á 94. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra í fagnaðarlátum
heimamanna í bland við óánægjuöskur gestanna. Nokkrir áhan-
gendur Grindavíkurliðsins tóku sig til og brutu sæti í Fylkis-
stúkunni og þurfti lögregluaðstoð við að halda þeim fjarri dómara
leiksins. Þrátt fyrir slæman dag dómarans þá á framkoma af þessu
tagi ekkert skyit við íþróttir.
Árbæjarránið
VF-sport
molar
Klifrar áfram upp
heimslistann
Borðtenniskappinn Jóhann
Kristjánsson náði góðum ár-
angri á mjög sterku móti í
Slóveníu fyrir skemmstu.
Þar endaði hann í 5.-8. sæti
í sínum flokki og í 4. sæti í
tvíliðaleik með keppanda
frá Austurríki. Jóhann hefur
verið á mikilli siglingu und-
anfarið og stefnir hraðbyri
upp stykleikalistann.
Kjaftshögg í VISA
bikarnum
Sandgerðingum var greitt
kjaftshögg í VISA bikarnum
eins og Gunnar Oddsson,
þjálfari Reynis, orðaði það
eftir tap gegn utandeildarlið-
inu Drangi 2-1. Ólafur Ivar
Jónsson gerði mark Reynis í
leiknum. Drangur tryggði sér
sigur á lokamínútum leiksins
og var augljóslega um van-
mat hjá Sandgerðingum að
ræða sem trjóna nú á toppi
2. deildar.
Léttmeti í Njarðvík
Njarðvíkingar kafsigldu ut-
andeildarlið Kjalnesinga 7-1 í
VISA bikarkeppninni í knatt-
spyrnu á fimmtudag. Leik-
urinn fór fram á Njarðvíkur-
velli þar sem einstefna var
að marki Kjalnesinga. Mörk
Njarðvíkinga gerðu þeir Krist-
inn Örn Agnarsson 2 mörk,
Árni Þór Ármannsson, Mikel
Herrero, Sverrir Þór Sverr-
isson, Magnús Ólafsson og
Snorri Már Jónsson.
Hjörtur til Hauka
Hjörtur Harðarson verður
næsti þjálfari körfuknatt-
leiksliðs Hauka í Iceland Ex-
press deild karla en Hjörtur
lék með Grindvíkingum á
síðustu leiktíð. Hjörtur hefur
talsverða reynslu af þjálfun
en hann lék með og þjálfaði
Þórsara á Akureyri tímabilið
2000-1 ásamt því að hafa
þjálfað margfalt Islandsmeist-
aralið Keflavíkurkvenna.
Næsti þjálfari
Keflavíkurkvenna?
Viðræður standa nú yfir hjá
Keflavík við næstu þjálfara-
efni meistaraflokks Kefla-
víkurkvenna í körfuknatt-
leik en eins og Víkurfréttir
hafa þegar greint frá verður
Sverrir Þór Sverrisson ekki
með liðið á næstu leiktíð.
Vonast er til þess að við-
ræðum við þá aðila sem til
greina koma ljúki fyrir mán-
aðamót þannig að allri óvissu
um framhaldið verði eytt.
40 VlKURFRÉTTIR i fÞRÓTTASÍÐUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLECA!