Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 30
Fær tvo fatagáma að gjöf Fataflokkunarstöðin í Hafnarfirði, sem er eins- konar söfnunarmiðstöð fyrir höfuðborgarsvæðið færði Suðurnesjadcild Rauða kross fslands tvo fatagáma í síðustu viku. Þetta eru svokallaðir skúffugámar og eru mjög þægi- legir í notkun. Samstarf er á milli Fataflokk- unar Suðurnesjadeildar og Fata- flokkunarstöðvarinnar í Hafnar- flrði, deildin sendir ca. 1 tonn af fatnaði í hverri viku til Hafnar- fjarðar, og sjá þeir síðan um að senda hann erlendis. Gríðarlegt magn af fatnaði berst deildinni í viku hverri og er mikil vinna að fara í gegnum pokana sem sjálfboðaliðar sinna af miklum dugnaði. Eru þetta sjö konur sem koma þrisvar í viku til flokka fötin. Mikið af fatnaðinum fer í hill- urnar í húsnæði deildarinnar að Smiðjuvöllum 8, það sem eftir er fer síðan til Hafnarfjarðar eins og áður sagði. Formaöur deildarinnar, framkvæmdastjóri, hluti af stjórn, sjálfboða- liðar í fataflokkun og tveir frá Fataflokkunarstöðinni i Hafnarfirði. Nýtt Reykjanes.is opnað Ferðamálasamtök Suður- nesja hafa opnað nýjan og endurbættan vef, www.reykjanes.is. Vefurinn er upplýsinga- og þjónustuvefur um ferðaþjónustu og afþrey- ingu á Suðurnesjum. Á vefnum er að finna upplýsingar um að- ila í ferðaþjónustu og tíðindi af öllu því helsta sem er að ger- ast á Suðurnesjum í ferðaþjón- ustu, mannlífi og menningu. Það er hugbúnaðarfyrirtækið Dacoda sem færði Reykjanes. is í nýjan búning fyrir Ferða- málasamtök Suðurnesja. Vef- urinn hefur nú verið opnaður formlega en það var Árni Sig- fússon sem opnaði vefinn að viðstöddum stjórnarmönnum í FSS, ásamt fulltrúum Dacoda og Víkurfrétta. Víkurfréttir munu sjá um að uppfæra frétta- hluta síðunnar, en ætlunin er að birta fréttir af viðburðum á Suðurnesjum sem ferðafólk og heimamenn gætu haft áhuga á að kynnast nánar. Að sálfsögðu er vefurinn ekki tæmandi en markmiðið að byggja áfram upp öflugan upp- lýsingamiðil fyrir ferðafólk og heimamenn. Myndin er frá formlegri opnun síðunnar. VOGAR l'vhflrfiiniur vegna bæjarstjómarkosninga í Sveitarfélaginu Vogum 27. maí 2006. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Kosið verður í Stóru-Vogaskóla. Gengið inn af leikvelli. Talning atkvæða fer fram að kjörfundi loknum. Sérstök athygli kjósenda er vakin á 55. gr. laga nr 5/1998, með síðari breytingum. „Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhendir fulltrúi í kjörstjórn honum einn kjörseðil". Eftirtaldir listar eru í framboði til bæjarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Vogum 27. maí 2006: E - Listi Strandar og Voga 1. Birgir Örn Ólafsson 2. Inga Rut Hlöðversdóttir 3. Hörður Harðarson 4. Anný Helena Bjarnadóttir 5. Bergur Álfþórsson 6. Brynhildur Hafsteinsdóttir 7. Þorvaldur Örn Árnason 8. Áshildur Linnet 9. Guðmundur Viktorsson 10. Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir 11. Gordon H.M. Patterson 12. Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir 13. Kristinn Sigurþórsson 14. Hafsteinn Snæland H - Listi óháðra borgara. 1. Inga Sigrún Atladóttir 2. Sigurður Kristinsson 3. (ris Bettý Alfreðsdóttir 4. Jón Gunnarsson 5. Sigríður Ragna Birgisdóttir 6. Jón Elíasson 7. Jóhanna Lára Guðjónsdóttir 8. Ragnar Davíð Riordan 9. Sigurður Karl Ágústsson 10. Geir Ómar Kristinsson 11. Þórður Guðmundsson 12. Sigurður Rúnar Símonarson 13. Sonja Ingibjörg Kristensen 14. Hanna Helgadóttir Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga VOGAR - færast í vöxt Hjólað hringinn til styrktar langveikum börnum á Islandi Fulltrúar Brunavarna Suðurnesja og lögregl- unnar í Keflavík ætla í sumar að hjóla hringveginn til styrktar Umhyggju, styrktar- félags langveikra barna. Það verða þeir Sigmundur Eyþórs- son, slökkviliðsstjóri BS,Jó- hannes A. Kristbjörnsson, rannsóknarlögreglumaður og Þriðji maðurinn er Júlíus Júlíusson slökkviliðsmaður sem munu hjóla 1550 kíló- metra hver. Lagt verður af stað að morgni Hvítasunnudags. Áætlað er að hjólatúrinn taki 10 daga en hjólaðir verða 150-200 kílómetrar á dag. Sigmundur sagði i samtali við Víkurfréttir að þetta verkefni sé hugmynd sem hafi vaknað eftir samskipti við kraftmikið fólk. Á meðan hringferðinni stendur verður safnað fé til styrktar lang- veikum börnum. Nú er unnið að því að fá styrktaraðila að ferð- inni og fjárgæsluaðila. Greint verður frá ferðalaginu daglega á vef Víkurfrétta í formi dagbókar og mynda. Þeir Sigmundur og Jóhannes vonast til að fyrirtæki og einstak- lingar á Suðurnesjum taki ferða- lagi þeirra vel og láti eitthvað að hendi í gott og þarft málefni. Átakið verður kynnt nánar í Vík- urfréttum þegar nær dregur. VÍKURFRÉTTIR Á NETiMU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 30 IVÍKURFRÉTTIR i 21. TÖLUBLAÐ . 27.ÁRGANCUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.