Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 37
Aðsent efni: postur@vfis Jón Gunnarsson skrifar: Góðir hlutir að gerast í Vogunum að er gaman að eiga heima í Vogunum í dag og upplifa allan þann kraft og bjartsýni sem ríkir hjá bæjarstjórn og flest um í b ú u m . Margra ára und ir bún- ingur er nú að skila sér i formi nýrra og glæsi- legra þjónustubygginga og auk- innar þjónustu á öllum sviðum og markvisst hefur verið unnið að því að gera góða þjónustu betri. Það var ekki venjan að sveitar- félög stæðu í markaðssetningu þegar ákveðið var af meirihluta H-listans að ráðast í sérstakt átak til að fjölga íbúum og sókn undir slagorðinu Vogar færast í vöxt var hleypt af stokkunum. Átakið gekk vonum framar og nú er svo komið að Vogar eru orðinn afar eftirsóttur búsetu- kostur fyrir fólk á öllum aldri. Það er skoðun okkar sem skipum H-listann að enn verði að gera átak til íjölgunar íbúa og ekki megi slaka á, því mik- ilvægt er að ná íbúatölunni upp í u.þ.b. 2000 íbúa til þess að tryggja áfram til framtíðar grundvöllinn fyrir fyrsta flokks þjónustu eins og nú er verið að veita. Þegar flutt verður inn í þau hús sem eru í byggingu og hafa verið seld, þá mun íbúa- fjöldinn nálgast 1.350 til 1.400 manns og ef horft er til fyrsta áfanga Grænuborgarhverfis sem nú er í skipulagsmeðferð þá ætti að takast að ná íbúatölu, sem tryggir hagkvæman rekstur þjónustu innan næsta kjörtíma- bils. Þegar er hafinn undirbún- ingur að því að geta tekið á móti viðbótar íbúum á sama hátt og áður hefur verið gert, þ.e. með fullri þjónustu. Nýir íbúar hafa streymt til okkar og sóst eftir búsetu við þau skilyrði sem við bjóðum -f- Cyyócar Pizzutilboð nr.1 12"pizza m/2 álegg +1/2 Itr.Coke kr. 1.350, Pizzutilboð nr.2: 16"pizza m/2 álegg +2 Itr.Coke Ath. Sendum ekki heim milli kl. Kjúklingasalat +1/2 Itr.Toppureða Coke Light kr. 1.050,- Hamborgari,franskar, sósa og 1/2 Itr.Coke í dós kr.750,-1 14 og 17 virka daga. eingöngu sótl eðu í sal Hafnaraötu 62 • 230 Keflavík • Sími 421 4777 STÆRSTA FRÉTTA- OC AUGLÝSiNGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM og tekist hefur að láta þjónust- una vaxa með bænum þannig að ekki hafa myndast biðlistar eða skortur á þjónustu við þá sem þurfa á að halda. Það hefur verið algjört forgangsverkefni hjá bæjarfulltrúum H-listans að tryggja nýjum íbúum frá upp- hafi búsetu, fulla þjónustu á öllum sviðurn. Það hefur ekki verið auðvelt þegar bærinn hefur stækkað eins ört og raun ber vitni en tekist með sam- stilltu átaki allra. Verkefni sem unnið hefur verið að lengi eru nú að sjá dagsins ljós og framkvæmdir hafnar á viðbyggingu við íþróttamiðstöð- ina til að tryggja betri aðstöðu þar og einnig mun sú bygging gjörbylta aðstöðu frístundaskól- ans og félagsmiðstöðvarinnar. Einnig hefur verið byrjað á fram- kvæmdum við nýjan búsetukost fyrir aldraða, sem tryggir þeim möguleika á að búa heima mun lengur en nú er og þjónusta við þá íbúa aukin verulega frá því sem nú er. Við sem höfum komið að verki erum stolt yfir þeim árangri sem náðst hefur á yfirstandandi kjör- tímabili og hyggjumst ótrauð halda áfram af krafti og bjart- sýni ef kjósendur veita okkur brautargengi í komandi kosn- ingum. Það er bjart framundan í Vogunum ef rétt er á spilunum haldið. Tvöföldun Reykjanes- brautar mun skila okkur ótal sóknarfærum á næstunni og mikilvægt að vel verði að verki staðið við að nýta þau. Niður- rif, neikvæðni og illt urntal eins og borið hefur á í kosningabar- áttunni skilar engu í þá veru og alveg óhætt að viðurkenna það sem vel hefur verið gert þó stutt sé til kosninga. Verum stolt af sveitarfélaginu okkar, það er full ástæða til. Jón Gunnarsson, forseti bœjarstjórnar skipar baráttusœti H-listans í Vogum Ingimundur Þ. Guðnason skrifar: Garðmenn - verkin tala Nú styttist í að við göngum að kjörborð- inu og veljum okkur fulltrúa í næstu bæjarstjórn. Ágæti kjósandi í Garði. Við í F-listanum höfum farið með stjórn sveitarfélagsins s.l. átta ár og bendum á að verkin tala. Hvert sem litið er blasa við fram- kvæmdir og uppbygging. Fólk sem flutti í Garðinn á síðustu misserum hefur tekið eftir þeim mikla krafti sem er í sveitarfélag- inu. Við erum öll stolt af Garðinum. Kjósendur þekkja F-listann og vita að þeir geta treyst því, að stefnuskrá sem sett er fram verður framkvæmd. Við í F-listanum höfum haft það fyrir reglu, að vera með málefnalegan málflutning bæði í rituðu máli og í umræðum manna á milli. Við bendum á okkar verk og hvað við viljum gera á næsta kjör- tímabili. Ágæti kjósandi í Garði. Við í F-listanum höfum á að skipa framboðslista sem hefur góða reynslu í sveitarstjórnarmálum ásamt nýju fólki sem kemur nú til liðs við okkur. Hér er um góða blöndu að ræða sem mun reynast okkur vel. Ég vona að þið treystið okkur í F-listanum áfram til að fara með forystu til áframhaldandi uppbygg- ingar og framfara. Garðurinn á svo sannarlega glæsilega framtíð sem sjálfstætt sveitarfélag ef rétt er haldið á og staðið að málum. Kjósandi góður settu X-ið framan við F-ið, með því tekur þú enga áhættu um framtíð eða sjálfstæði Garðsins okkar. X-F Framfarir til framtíðar og öryggi fyrir sjálfstæðu sveitarfélagi, GARÐINUM. Ingimundur Þ. Guðnason Oddný Harðardóttir skrifar: Garðbúar - grípum tækifærið! Nú er kosningaundirbúningur senn á enda. N-listinn í Garði kynnti stefnu- skrá sína og helstu áherslur þann 26. mars síðastliðinn. Aðdrag- andi framboðsins var nokkuð sérstakur og endaði með því að boðinn var fram þverpóli- tískur listi með konum í meiri- hluta. Áður en ákveðið var að bjóða fram til sveitarstjórn- arkosninga hafði N-listinn mótað helstu áherslur í öllum málaflokkum þannig að þegar fulltrúar voru valdir á listann ríkti einhugur um að hverju skyldi stefnt. Meginmarkmið N-listans eru í stuttu máli að innleiða faglega og nútímalega stjórnunarhætti í stjórn bæjarfé- lagsins og tryggja það að gott mannlíf þrífist í góðu umhverfi. Mikill kraftur og virkni hefur verið í starfi N- listans bæði meðal frambjóðenda og stuðnings- manna. Við höfum fundið fyrir vaxandi fylgi við N-listann og erum bjartsýn á framtíðina. Garð- búar vilja að ferskir vindar blási í stjórn bæjarins þannig að ný viðhorf og ný sýn á samfélagið fái að njóta sín. Við trúum því að í hjarta sínu finni Garðbúar að tími sé kominn til að skipta um meirihluta í bæjarstjórn og að N-listinn valdi betur því mikilvæga verkefni að gera Garðinn að enn betri bæ. Framtíðarsýn N-listans er skýr í öllum mála- flokkum og mikil þekking og metnaður býr með frambjóðendum. Með vönduðum og faglegum vinnubrögðum og stjórnunarháttum sem gera ráð fyrir lýðræðislegri þátttöku íbúa, mun N-listinn gera Garðinn að fyrirmyndar bæjarfélagi. Það er einlægur ásetningur N-Íistans að vera traustur og trúverðugur málsvari sveitarfélagsins og vinna að hagsmunamálum Garðbúa af heilindum. Ég hvet Garðbúa til að kynna sér stefnuskrá N-list- ans á heimasíðu hans www.nlistinn.is. Þar gefst einnig tækifæri til að senda fyrirspurnir til fram- bjóðenda sem þeir svara um hæl. Kosningaskrif- stofan er í Sæborgu og þangað eru allir velkomnir í spjall yfir kaffi og meðlæti. Frambjóðendur N-listans þakka þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa lagt hönd á plóginn í kosningabaráttunni. Garðbúar. Grípum tækifærið! Setjum X við N þann 27. maí. Oddný Harðardóttir bœjarstjóraefni N-iistans Vl'KURFRÉTTIR MIÐVIKUDAGURINN 24. l\AAi 20061 37

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.