Víkurfréttir - 10.08.2006, Síða 23
Kaupskrárnefnd Varnarsvæða:
Rýr uppskera eftir
mikla fýrirhöfn
Kaupskrárnefnd varnar-
svæða hefur úrskurðað
að laun félagsmanna
í VSFK, sem starfa í mötu-
neyti, ræstingu og sambæri-
legum störfum á varnarsvæð-
inu, skuli hækka um 0,2% frá
fyrsta launatímabili í ágúst
2006. Á sama tíma skulu þeir
fá greidda sérstaka eingreiðslu
upp á 2500 kr. Kristján Gunn-
arsson, formaður VSFK, segir
þessa niðurstöðu mikil von-
brigði.
„Þetta mál er búið að vera
í vinnslu síðan í mars með
miklum bréfaskriftum, funda-
höldum og endalausum fyr-
irspurnum, vinnu við að gera
paraðan samanburð á launum
og hvað eina. Kaupskrárnefnd
er búin reikna þetta út síðan
í mars og loksins þegar hún
kemst að niðurstöðu, er hún á
þennan veg. Heldur var rýr upp-
skeran eftir alla þessa fyrirhöfn
svo ekki sé nú meira sagt,“ sagði
Kristján Gunnarsson í samtali
við VF.
Kristján segir þessa niðurstöðu
mikil vonbrigði ekki síst í
ljósi þess að á sama tíma varð
8% launaskrið á almennum
vinnumarkaði, samkvæmt nið-
urstöðum Kjararannsóknar-
nefndar. Aðspurður segir Krist-
ján að reglum samkvæmt sé
ekkert frekar hægt að aðhafast
í málinu.
Niðurstöðu Kaupskrárnefndar
er hægt að nálgast í heild sinni
á vef VSFK á vefslóðinni www.
vsfkás
Askorun og viðvörun vegna
hraðaksturs í Sandgerði
Mikil umræða er í gangi
um hraðakstur í bæj-
arfélaginu og er sú
skoðun áber-
andi að bæjar-
yfirvöld þurfi
að bregðast
við sem og lög-
regluyfirvöld á
staðnum. Rétt
er og satt að
betra væri ef
lögreglan yrði
hér sýnilegri, en hún er efalítið
að sinna sínum verkefnum í
samræmi við fjármagn og
mannafla. Bæjaryfirvöld hafa
heldur ekki brugðist sínum
skyldum er þetta mál varðar.
Hámarkshraði í bæjarfélaginu
var lækkaður niður í 30 km á
síðasta ári og aðeins Standgatan
hefur 50 km hámarkshraða.
Hér verður að koma til samtaka-
máttur samfélagsins og hugar-
farsbreyting. Hraðanum verður
að ná niður og við verðum að
leggjast á eitt er það mál varðar.
íbúar verða að líta í eigin barm
og sjá til þess að ganga á undan
með góðu fordæmi - nú er
komið að okkur bæjarbúum að
fara að lögum. Hraðahindrun í
einni götu leysir ekki vandann.
Hindrunin getur haft áhrif á
þeim stað þar sem hún er sett
en umferðarhraðinn færist að-
eins til með afleiðingum sem við
viljum ekki horfast í augu við.
En ef heldur fram sem horfir þá
eigum við eftir að upplifa stór-
slys í bæjarfélaginu.
Ef hinsvegar íbúar telja nauð-
synlegt að fá hraðahindrun til
að stöðva lögbrot þá þarf slík
umsókn að koma fram frá meiri-
hluta íbúa viðkomandi götu.
Æskilegt væri að í slíkri umsókn
kæmi fram hvar íbúarnir telji að
hún komi að bestu notum og að
viðkomandi lóðarhafi sætti sig
við slíka hindrun fyrir framan
sitt hús. Umsóknin er síðan
tekin til meðferðar hjá nefnd á
vegum bæjarfélagsins sem fjallar
um umferðarmál.
Umræða er til alls fyrst en við
verðum að koma tillögum til
bæjaryfirvalda með formlegum
hætti í nútímasamfélagi. Það er
markmið bæjarstjórnar að auka
íbúalýðræðið.
Við skulum hinsvegar takast á
við hinn raunverulega vanda
sem er, að það er brot á lögum
að virða ekki hámarkshraðabæj-
arfélagsins.
Sigurður Valur
Asbjarnarson,
bœjarstjóri
STÆRSTA FRÉTTA- OG AllGLÝSiNGABLAÐiÐ Á SUÐURNESJUM
STUÐLABERG
FASTEIGNASALA
Guðlaugur H. Guðlaugsson löggiltur fasteigna- og skipasali
Sölumenn: Halldór Magnússon og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Hafnargötu 29,2. hæð, Keflavík • Sími 420 4000 • fax 420 4009 • sfudlaberg.is
Njarðvíkurbraut 10, Njarðvík.
Um 119m2 einbýli á einni hæð ásamt 50m2
bílskúr. í húsinu eru 3 rúmgóð svefnherbergi.
Eignin býður upp á mikla möguleika.
Háseyla 33, Njarðvík.
Fallegt 116m2 einbýli á einni hæð ásamt
bílskúrsgrunni. Fjögur góð herbergi em í húsinu
og skápar í þremur. Parket er á stofu.
Falleg eign á góðum stað.
Týsvellir 8, Keflavík.
Rúmlega 160m2. Sex herbergja einbýlishús
ásamt 36m2 bílskúr. Rúmgóð eign í alla staði, ný
eldhúsinnrétting ásamt tækjum, parket á flestum
gólfum. Frábær staðsetning innst í bomgötu.
Kjarrmói 4 Njarðvík.
Um 160 m2 fimm herbergja parhús á tveimur
hæðum ásamt ca. 25m2 bílskúr. Góðar
innréttingar, parket og flísar á öllum gólfum.
Glæsileg eign í alla staði á mjög góðum stað.
Melavegur lb, Njarðvík
Glæsilegt nýtt 4ra herb. raðhús á einni hæð.
Eignin er innréttuð á afar skemmtilegan máta.
Innkeyrsla er stipluð með rauðum lit, timbur
verönd og glæsilegur garður er við húsið.
Heiðarendi 4, Keflavík
Glæsileg ný 4ra herbergja 120m2 íbúð á 2. hæð
með sérinngangi. Allar innréttingar úr eik,
granítflísar á gólfi og olíuborið eikarparket.
Lækjarmót 17, Sandgerði.
Tæplega 137m2 fimm herb nýtt parhús ásamt
28m2 innbyggðum bílskúr. Húsið mun skilast
fullklárað að utan sem innan, hellulögð stétt
og tyrfð lóð. Laust fljótlega.
Faxabraut 37-C, Keflavík.
Einkar glæsilegt 132m2 raðhús á tveimur
hæðum ásamt 35m2 bílskúr. Ný vegleg
innrétting er í eldhúsi og allir skápar eru nýjir
sem og allar innihurðir. Nýjir gluggar og búið er
að endumýja allar lagnir í húsinu. Forhitari á
miðstöð. Hellulagðar stéttar með hitalögn.
VÍKURFRÉTTIR : FIMMTUDAGURINN10. ÁGÚST2006| 23