Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 4
Magnaður ljóðabálkur um horfinn heim – verðbúðirnar, frystihús, þorpin, strit, djamm, þúsund þorskar og þúsund farandverkamenn. www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsin s | F i sk i slóð 39 Ný ljóðabók eftir Bubba Reykjavík Fyrir þær 1.750 milljónir króna sem áætlað er að uppsetn- ing glerkápu utan um vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu Reykja- víkur (OR) muni kosta mætti greiða öllum starfsmönnum tíu leikskóla í Reykjavík laun í heilt ár. Glerkápuhugmyndin er bæði ódýrasti raunhæfi möguleikinn sem lagður hefur verið fram og sá sem báðir ráðgjafar OR, Efla verkfræði- stofa og Vahnen Group í Finnlandi, mæla með að verði fyrir valinu. Um er að ræða að byggð yrði glerkápa utan um húsið og útveggir hússins látnir standa. Þeir yrðu þó endurbyggðir að innanverðu og haldið bili upp á einn metra milli kápu og útveggja. Tilgangur kápu yrði að verja húsið gegn ágangi regnvatns. Ráðgjafar OR segja að regnkápu- aðferðin komi best út varðandi líf- tíma, áreiðanleika, kostnað og verk- tíma. Síðan má ekki gleyma að áfallinn kostnaður vegna tilraunaviðgerða OR á húsinu, sem hófust um mitt ár 2016, nemur þegar 460 milljónum króna. Forstjóri OR hefur látið hafa eftir sér að tjónið muni með einum eða öðrum hætti lenda á viðskipta- vinum fyrirtækisins. Fyrirtækið er í eigu þriggja sveitarfélaga; Reykja- víkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Með aðstoð reiknivélarinnar Opin fjármál Reykjavíkurborgar á vef borgarinnar má finna út hvað gera mætti fyrir þær fjárhæðir sem fyrirséð er að viðgerðirnar á vestur- húsinu munu kosta. Þar er hægt að sjá launakostnað hvers leikskóla borgarinnar í fyrra og miðað við það mætti greiða starfsfólki tíu leikskóla laun í heilt ár fyrir rétt um 1.750 millj- Ódýrasta lausn Orkuveitunnar á við launakostnað tíu leikskóla Raunhæfasta viðgerðin á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur kostar á við launakostnað allra starfsmanna tíu leikskóla í Reykjavík í fyrra. Tjónið mun með einum eða öðrum hætti lenda á viðskiptavin- um fyrirtækisins en margir leikskólar boða manneklu og að opnunartímar gætu verið skertir á næstunni. viðskipti Nýbyggðar íbúðir eru ekki mikið áberandi í sölutölum enn sem komið er. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í gær. Samkvæmt þinglýsingargögnum voru einungis seldar 515 eins og tveggja ára íbúðir á höfuðborgar- svæðinu á árinu 2016 og 532 á árinu 2015. Það sem af er árinu hafa einungis verið seldar um 250 nýjar íbúðir. Sé litið á sams konar tölur frá stærstu bæjunum á höfuðborgar- svæðinu á árinu 2007 sést að mun meira var selt af nýjum íbúðum á því ári. Fram kemur í Hagsjánni að almennt sé talið að það þurfi 1.800 til 2.000 nýjar íbúðir inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu í venjulegu árferði en að meira þurfi einmitt nú til þess að mæta uppsafnaðri þörf. – sg Lítið ber á nýbyggingum Leikskólar Launakostnaður '16 Laugasól 212.846.110 kr. Sunnufold 186.982.050 kr. Bjartahlíð 181.311.202 kr. Sunnuás 178.064.824 kr. Miðborg 177.130.700 kr Hálsaskógur 174.185.879 kr. Borg 162.855.663 kr. Sólborg 161.674.955 kr. Suðurborg 161.377.209 kr. Hlíð 160.666.524 kr. Samtals 1.757.095.116 kr. ✿ Launatölur leikskólanna Vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu Reykavíkur við Bæjarháls er ónýtt vegna raka og myglu. FRéttaBlaðið/PjetuR ónir króna. Þetta eru leikskólarnir Laugasól, Sunnufold, Bjartahlíð, Sunnuás, Miðborg, Hálsaskógur, Borg, Sólborg, Suðurborg og Hlíð. Frá mörgum leikskólum borgar- innar berast nú þau skilaboð til foreldra barna að mannekla muni að líkindum koma niður á skóla- starfi í vetur. Eru margir leikskóla- stjórar ýmist að fara, eða að íhuga, að skerða opnunartíma til að mæta þeim vanda sem við þeim blasir. mikael@frettabladid.is Uppsetning glerkápu er ódýrasti raunhæfi möguleik- inn en kostar þrátt fyrir það um 1.750 milljónir króna samkvæmt áætlunum OR. LÖGReGLUMÁL Héraðssaksóknari telur að ætlaður hagnaður af hluta- bréfaviðskiptum, sem gerð voru á grundvelli innherjaupplýsinga frá yfirmanni hjá Icelandair, sé um 47,6 milljónir króna. Yfirmaðurinn, sem var sendur í tímabundið leyfi vegna rannsóknar málsins, er grunaður um að hafa látið öðrum manni í té upp- lýsingar sem hann bjó yfir um versn- andi afkomu félagsins skömmu áður en það birti afkomuviðvörun sem varð til þess að hlutabréfin hríðféllu í verði. Þetta kemur fram í dómi Hæsta- réttar sem staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms í málinu. Héraðsdómur hafði hafnað kröfu yfirmannsins um að aflétt yrði haldi á 3,9 milljónum króna á bankareikningi hans í Arion banka. Alls lagði saksóknari hald á 6,9 milljónir króna. Telur saksóknari að fyrir hendi sé sterkur grunur um bæði innherjasvik og peningaþvætti sem hvort um sig geti varðað allt að sex ára fangelsi. – kij Ávinningurinn í innherjamáli um 48 milljónir saMféLaG Ríkið hefur enga aðkomu að reglum um nafngiftir á íslenskum hestum sem skráðir eru í uppruna- ættbók íslenska hestsins, World- Feng. Þetta segir í bréfi sem Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggs- stöðum, hefur fengið frá innanríkis- ráðuneytinu. Guðrún vildi nefna merina sína Mósuna en tveggja manna nefnd hafnaði því nafni, eins og Frétta- blaðið greindi frá. Samkvæmt lögum Alþjóðasam- taka um íslenska hestinn, FEIF, frá því í febrúar mega hross ekki heita hvað sem er. Á sama fundi voru nafnareglurnar samþykktar með formlegum hætti. Ráðherra hefur enga aðkomu að störfum eða reglum þessarar „nafnanefndar“ segir í bréfinu. Gæsalappirnar eru frá ráðuneytinu. „Varðandi umkvörtun þinnar til ráðuneytisins vegna ákvörðunar „nafnanefndar“ er það afstaða ráðu- neytisins að það geti ekki hlutast til um ákvörðunina,“ segir enn fremur í svarinu. Guðrún segir að samkvæmt þessu svari megi byrja að vinna eftir reglum áður en þær séu formlega samþykktar. „Þar eð ég byrjaði að reyna skrá Mósuna fyrir um tveimur árum, en þessi hestanafnanefnd var ekki formlega stofnuð fyrr en í febrúar síðastliðnum.“ – bb Íslenska ríkið valdalaust gagnvart hestanafnanefnd Mósan ásamt Guðrúnu Björgvins- dóttur. MYND/KOlBRÚN HRaFNSDÓttiR 250 nýjar íbúðir hafa selst á höfuðborgarsvæðinu á árinu. 1 . s e p t e M b e R 2 0 1 7 f Ö s t U D a G U R4 f R é t t i R ∙ f R é t t a b L a ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 3 -4 8 9 C 1 D A 3 -4 7 6 0 1 D A 3 -4 6 2 4 1 D A 3 -4 4 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.