Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 24
Fótbolti Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði tvö ógleymanleg mörk á árinu 2016. Það fyrra kom í 2-1 sigri á Englendingum í 16 liða úrslitum EM í Frakklandi en það síðara í 3-2 sigri á Finnum í Laugar- dalnum. Nú eru Ragnar og félagar mættir til Finnlands þar sem fram undan er svokallaður skyldusigur í harðri baráttu íslenska liðsins fyrir sínum fyrsta farseðli í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið rétt slapp með skrekkinn í fyrri leiknum við finnska liðið og Finnar eru sýnd veiði en ekki gefin. „Við ætlum að reyna að fá ekki á okkur mörk sem við gerðum síðast. Við fengum á okkur tvö mörk á móti Finnum sem er ekki okkur líkt. Það er það fyrsta sem við þurfum að bæta. Síðan þurfum við að halda okkar striki og gera það sem við erum góðir í að gera. Við vitum að við skorum alltaf og ef við höldum hreinu þá ætti þetta að vera í traustum höndum,“ segir Ragnar sem segir finnska liðið geta strítt íslenska liðinu. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Mér hefur alltaf fundist Finn- arnir vera erfiðir. Þeir eru duglegir, pirrandi og góðir í fótbolta. Þetta verður erfitt,“ segir Ragnar. Búumst við sigri Íslenska liðið á eftir fjóra leiki og er eins og er í öðru sæti riðilsins á verri markatölu en topplið Króata. Íslenska liðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum á árinu 2017, þann fyrri í Kosóvó í mars og þann seinni á móti Króötum í Laugardalnum í júní. „Við erum akkúrat á þeim stað sem við ætluðum okkur að vera á þessum tíma sem var að eiga mögu- leika á að vinna riðilinn. Við lítum á þessa tvo næstu leiki sem leiki sem við eigum að vinna. Íslenska lands- liðið er bara orðið svoleiðis. Við búumst við sigri,“ segir Ragnar og bætir við. „Finnarnir eru lið í dag sem við eigum að vinna. Svo eigum við heimaleik á móti Úkraínu. Úkraína á að vera sterkara lið heldur en bæði við og Finnar. Við vitum hins vegar hvað við erum góðir á heima- velli. Við erum að fara í þetta til að vinna,“ segir Ragnar. Í frábæru formi Ragnar er nú aftur kominn til Rúss- lands eftir misheppnað tímabil með Fulham í ensku b-deildinni. Fulham lánaði hann til Rubin Kazan. „Staðan á mér er frábær. Ég er kominn til Rubin og ég sá það strax Var alfarið sjálfum mér að kenna Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. Ragnar Sigurðsson í leik með Rubin Kazan gegn Anzhi Makhachkala í rússnesku úrvalsdeildinni. noRdicphotoS/getty að ég átti að fara beint inn í liðið. Svo meiddi ég mig á fyrstu æfingu og missti af þremur leikjum af því að ég var smá meiddur. Ég spilaði í hálftíma í þar síðasta leik og spilaði allan leikinn síðast. Ég er í formi og það er ekkert hægt að setja út á formið á mér,“ segir Ragnar sposkur en það var mikið til umræðu í síð- asta landsleik á móti Króatíu. Sigurmark Ragnars í fyrri leiknum á móti Finnum á Laugardals- vellinum kom á sjöttu mínútu í uppbótartíma. Fyrir vikið vann íslenska liðið sinn fyrsta leik í undankeppninni og fékk þrjú dýrmæt stig í hús. Án þeirra væri íslenska í fjórða sæti riðilsins í stað þess að vera við hlið Króata á toppnum. „Við vorum bara svolítið heppnir á móti Finn- unum eins og við höfum talað áður um. Markvörð- urinn þeirra átti samt bara einn besta l e i k s e m ég hef séð markmann spila. Hann varði og v a r ð i allan leik- inn. Við hefðum getað verið búnir að skora fleiri mörk áður en við skoruðum þessi tvö mörk í endann. Stundum þurfa mið- verðirnir að hjálpa til fram á við,“ sagði Ragnar brosandi. tók þetta ekki nógu alvarlega Hann fer e k k e r t í f e l u r þ e g a r t a l i ð berst að tímabil- inu með Fu l h a m s e m v o r u vonbrigði fyrir mann sem hafði slegið í gegn á EM í Frakklandi sum- arið áður. „Ég hef haft rosalega mikinn tíma til að hugsa um þetta. Ég sé það bara að þetta var alfarið sjálfum mér að kenna. Ég tók þetta ekki alveg nógu alvarlega þegar ég kom þarna,“ sagði Ragnar og hlífir ekki sjálfum sér. „Eftir EM þá var maður svolítið hátt uppi og ég hugsaði bara að ég gæti komið þarna og rúllað þessu upp án þess að reyna alltof mikið á mig eða eitthvað. Ég lít þannig á það að þetta hafi alfarið verið mín sök,“ sagði Ragnar og bætti við: „Í endann hafði þjálfarinn enga trú á mér lengur. Það var ekki honum að kenna heldur bara sjálf- um mér. Maður verður að líta raun- sætt á þetta því það þýðir ekki að fara að blekkja sjálfan sig í algjöru bulli,“ sagði Ragnar hreinskilinn að lokum. ooj@frettabladid.is Ég tók þetta ekki alveg nógu alvarlega þegar ég kom þarna. Ragnar Sigurðsson KR-sigur í stórleiknum Drjúgir Danir KR komst upp í 3. sæti Pepsi-deildarinnar með 0-1 sigri á FH í gær. Daninn Tobias Thomsen skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá landa sínum, Morten Beck, sem er hér með boltann. FRéttABlAðið/eyþóR 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r24 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 3 -7 5 0 C 1 D A 3 -7 3 D 0 1 D A 3 -7 2 9 4 1 D A 3 -7 1 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.