Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 12
Bandaríkin Tíu voru lagðir inn á spítala í borginni Houston í Texas í gær eftir að hafa verið í nágrenni við Arkema-efnaverksmiðjuna sem spýr nú eitruðum reyk eftir að hafa orðið fyrir barðinu á hitabeltisstorminum Harvey. Brock Long, yfirmaður ham- farastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að útblásturinn væri „ótrúlega hættu- legur“. Um miðjan dag í gær hóf verk- smiðjan að spýja frá sér umræddum útblæstri en fyrr um daginn urðu nærstaddir varir við sprengingu í verksmiðjunni. Lögreglustjórinn Ed Gonzales sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að útblásturinn væri þó ekki talinn tengjast umræddri sprengingu. Yfirvöld rýmdu íbúðarhús í 2,4 kílómetra radíus frá verksmiðjunni en Arkema varaði við því að hætta væri á eldsvoða og sprengingum snemma í gær. Bilanir í verksmiðjunni má rekja til hins gífurlega mikla regnvatns sem féll á Houston þegar stormurinn gekk yfir. Bilaði þá kælibúnaður í verk- smiðjunni sem leiddi til fyrrnefnds útblásturs og sprenginga. Starfsemi verksmiðjunnar hafði þó verið stöðv- uð áður en stormurinn skall á. Um 102 sentimetrar regnvatns féllu á svæðið og flæddi einnig inn á rafala verksmiðjunnar. Arkema-verksmiðjan framleiðir meðal annars efni sem notuð eru til lyfjagerðar og getur hluti þeirra orðið einkar hættulegur við hátt hitastig. „Vatnsmagnið á svæðinu og skort- ur á rafmagni verður þess valdandi að við getum ekki komið í veg fyrir eldsvoða,“ sagði framkvæmdastjór- inn Richard Rowe í gær. Á blaðamannafundi í Washing- ton í gær sagði Brock Long að það væri ekki víst hvort eða hvenær starfsmenn FEMA gætu skoðað verksmiðjuna til að meta umfang útblástursins og hættuna sem stafar af honum. „Við viljum meta hvert reykurinn mun stefna og svo byggja rýming- aráætlanir okkar á því. Við værum ekki að gera það ef útblásturinn væri ekki ótrúlega hættulegur,“ sagði Long. Arkema sendi einnig frá sér yfir- lýsingu í gær. „Við viljum að íbúar séu meðvitaðir um að vörur okkar eru geymdar á nokkrum stöðum á svæðinu og því er hætta á frekari sprengingum. Vinsamlegast snúið ekki aftur á hið rýmda svæði fyrr en yfirvöld segja að það sé óhætt.“ Harvey stefnir nú frá Louisiana og í átt að Kentucky en tala látinna í Texas hélt áfram að hækka í gær. Storminn hefur lægt verulega og flokkast hann í núverandi mynd sem hitabeltislægð, ekki hitabeltis- stormur eða fellibylur. Texas-ríki varð verst úti en í gær var talið að 33 hið minnsta hefðu látið lífið í hamförunum. thorgnyr@frettabladid.is Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Spreng­ ingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. írak Tekist hefur að hrekja liðs- menn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki frá íraska héraðinu Níníve. Þetta fullyrti Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, í gær eftir að íraska hernum tókst að endurheimta Tal Afar-borg og bæinn Ayadiya, en þangað höfðu ISIS-liðar flúið frá Tal Afar. „Við erum mjög hamingjusöm. Sigurinn ber að dyrum og Níníve- hérað er algjörlega í okkar hönd- um,“ segir í yfirlýsingu sem forsætis- ráðherrann sendi frá sér í gær. Íslamska ríkið sölsaði undir sig stóra hluta Níníve árið 2014. Þar á meðal héraðshöfuðborgina Mósúl. Þaðan voru hryðjuverkamenn hraktir fyrr á árinu. Íraski herinn tók Tal Afar á sunnu- dag og flúðu ISIS-liðar þá til Ayad- iya eins og áður segir. BBC greinir frá því að orrustan um Ayadiya hafi verið stutt en einkar harðskeytt. Lýsti Kareem al-Lami ofursti því í samtali við BBC að það hafi verið líkt og að opna dyr helvítis þegar fyrst var ráðist inn í Ayadiya. En þrátt fyrir að tekist hafi að vinna sigur á ISIS á svæðinu lýsti hernaðarbandalagið gegn ISIS því yfir í gær að hættuleg vinna væri fram undan. „Það verður hættulegt starf að fjarlægja sprengjur, bera kennsl á ISIS-liða sem eru í felum og uppræta sellur þeirra á svæðinu,“ sagði í yfirlýsingu bandalagsins í gær. – þea ISIS-liðar hraktir frá Níníve-héraði Bretland Enginn markverður árangur hefur náðst í lykilatriðum í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu. Frá þessu greindi Michel Barnier, sem fer fyrir samninganefnd ESB, í gær. Sagði hann að enn bæri mikið í milli og ekki væri hægt að hefja viðræður um væntanlega fríverslunarsamn- inga í bráð. David Davis, Brexitmálaráðherra Bretlands, hvatti Evrópusambandið í gær til þess að vera sveigjanlegra í nálgun sinni á viðræðurnar. Sagði hann að að sínu mati hefði einhver árangur náðst í þriðju lotu samn- ingaviðræðna sem fóru fram í Bruss- el nýverið. Davis og Barnier héldu sameigin- legan blaðamannafund í gær og þótt málflutningur Barniers hafi þótt neikvæður sagði hann að einhver árangur hefði þó náðst í viðræðum um samband Írlands og Norður- Írlands. Barnier sagðist orðinn óþolin- móður. „Ég er ekki reiður, ég er óþolinmóður og ég er staðráðinn í að ná einhverjum árangri í þessum viðræðum,“ sagði hann. „Í júlí viðurkenndi Bretland að ríkið þyrfti að virða skuldbindingar sínar eftir útgöngu en nú hefur Bret- land útskýrt þá afstöðu sína að þær skuldbindingar hverfi með síðustu greiðslu til Evrópusambandsins fyrir útgöngu,“ sagði hann enn fremur. – þea Brexit-viðræður ganga illa Flóðvatn heldur áfram að hrylla íbúa Houston-borgar í Texas í Bandaríkjunum en stormurinn Harvey stefnir nú í áttina frá Louisiana og Kentucky. NordicpHoTos/AFp Bardagar hafa geisað víðs vegar um Níníve-hérað. NordicpHoTos/AFp Ég er ekki reiður, ég er óþolinmóður og ég er staðráðinn í að ná einhverjum árangri í þessum viðræðum. Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB Vatnsmagnið á svæðinu og skortur á rafmagni verður þess valdandi að við getum ekki komið í veg fyrir eldsvoða. Richard Rowe, framkvæmdastjóri Arkema 1 . s e p t e m B e r 2 0 1 7 F Ö s t U d a G U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 3 -5 7 6 C 1 D A 3 -5 6 3 0 1 D A 3 -5 4 F 4 1 D A 3 -5 3 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.