Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 30
Fallegar háls- festar, armbönd og lyklakippur frá Bambaloo. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Helga Steinþórsdóttir hjá Mýr design. Nýjar og fallegar vörur tilbúnar fyrir gesti Ljósanætur. Falleg og sígild hönnun frá Mýr design. Eva Hrund hjá Bambaloo. Bæjarhátíðin Ljósanótt hófst í Reykjanesbæ á miðvikudag og stendur yfir fram á sunnudag, 3. september. Meðal fjölmargra áhugaverðra viðburða þessa dagana er hönnunar- og myndlistarveisla sem haldin er á Park Inn By Radis- son Keflavík hótelinu sem stendur í miðbæ Reykjanesbæjar. Þar munu hönnuðir af Suðurnesj- um, auk nokkurra frá höfuðborgar- svæðinu, sýna og kynna hönnun sína fyrir gestum hátíðarinnar. Meðal þeirra eru fatahönnuðurinn Helga Björg Steinþórsdóttir hjá Mýr Design og Eva Hrund Gunn- arsdóttir sem rekur skartgripafyrir- tækið Bambaloo. Báðar eru þær Suðurnesjakonur og segjast lítið finna fyrir því að vera staðsettar utan höfuðborgarsvæðis- ins enda selja þær hönnun sína að mestu leyti gegnum Facebook. „Sala gegnum Facebook hefur gengið mjög vel hjá mér. Skartgripirnir eru ekki þungir og því eru þetta léttar og litlar pakkningar sem ég er að senda. Fyrir vikið er enginn sendingarkostnaður hjá viðskipta- vinum mínum,“ segir Eva Hrund. Vinsælasta vara hennar um þessar mundir er hálsfesti fyrir auðkennis- kort en einnig framleiðir hún svipaðar hálsfestar án króks en með dúski og veglegri hálsfestar, arm- bönd í stíl auk þess sem hún hóf nýlega framleiðslu á lyklakippum. Selja gegnum netið Helsti markhópur Evu Hrundar eru konur sem starfa á vinnustöðum þar sem auðkenniskort eru notuð. „Einnig stíla ég inn á konur sem vilja krydda upp á flíkurnar sínar, eða eins og ég segi oft, að „blinga“ sig aðeins upp. Aldursbilið er breitt en aðalaldurshópurinn er á bilinu 35-55 ára.“ Helga Björg tekur undir orð Evu Hrundar og segir litlu máli skipta hvar hún er staðsett. „Ég sel út um allt land í gegnum netið, þá aðallega Facebook. Einnig er mjög vinsælt hjá bæði hópum og einstaklingum að koma við hjá okkur á vinnu- stofunni á Ásbrú en þar er öll okkar hönnun framleidd af fagfólki. Ég hanna einungis kvenmannsföt, þá helst kjóla, jakka og pils og er markhópurinn konur á aldrinum 30-70 ára.“ Byrjuðu smátt Upphafið að Bambaloo er nokkuð skondin saga segir Eva Hrund. Á Ljósanótt fyrir tveimur árum var hún að rölta í miðbænum og tók eftir föndurbúð sem seldi fallegar perlur sem hún heillaðist af. Hún keypti slatta og bjó til nokkrar hálsfestar fyrir sjálfa sig. „Ég var svo ánægð afraksturinn að ég póstaði myndum af föndrinu mínu á Facebook síðuna mína. Mér til mikillar undrunar urðu viðbrögðin sú að vinir og vandamenn báðu mig um að gera hálsfestar fyrir sig. Áður en ég vissi af var ég byrjuð að framleiða fyrir aðra og komin með aðstöðu hjá frumkvöðlasetrinu Eldey fyrir síðustu jól.“ Helga Björg byrjaði sjálf með eina saumavél fyrir nokkrum árum og gat því einungis framleitt eina og eina flík í einu. „Ég hafði því takmarkaðan tíma til að hugsa út hönnunina á þessum tíma. Eftir að ég réði fyrst saumakonu og síðar kjólameistara í fullt starf gat ég leyft mér að einbeita mér að hönnun- inni. Fatnaðurinn okkar er frekar klassískur og úr vönduðum efnum. Sum sniðin halda sér ár eftir ár með breytingum þó og við leikum okkur með efni og liti. Samt sést strax að þessi fatnaður er frá Mýr Design.“ Nóg af vörum Helga Björg mun sýna nýja línu af kjólum á Ljósanótt. „Þetta eru Hönnunarveisla á Ljósanótt Boðið verður upp á hönnunar- og myndlistarveislu í miðbæ Reykjanesbæjar á Ljósanótt. Þar munu m.a. hönnuðir af Suðurnesjum sýna framleiðslu sína og kynna fyrir gestum hátíðarinnar. kjólar sem henta við öll tækifæri, síðkjólar og jakkar í stærðum 36-54.“ Eva Hrund segist hafa nýtt allan frítíma síðustu þrjár vikurnar í framleiðslu. „Það ætti því að vera nógu mikið úrval af hálsfestum fyrir auðkenniskortin, slatti af annars konar fallegum hálsfestum, arm- bönd og svo að auðvitað lyklakipp- urnar.“ Upplýsingar um alla sýnendur má finna á Facebook (ljosanottkef). Sýningin verður opin í dag milli kl. 16 og 21, á laugardag milli kl. 13 og 19 og á sunnudag milli kl. 13 og 17. RÚNAR RÓBERTS Rúnar Róberts styttir þér stundirnar með bestu tónlistinni. ALLA VIRKA DAGA MILLI 13:00 OG 16:00. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . S E p t E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 3 -5 2 7 C 1 D A 3 -5 1 4 0 1 D A 3 -5 0 0 4 1 D A 3 -4 E C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.