Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 20
Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við laga- deild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnar- skrárdrögin. Í þetta sinn lítum við á aðra teg- und af gagnrýni sem beint hefur verið að stjórnarskrárdrögunum. Menn hafa fundið að þeirri leið sem farin var til þess að semja þau stjórnarskrárdrög, sem nú liggja fyrir Alþingi. Þessi gagnrýni tekur til kvartana yfir þeirri krókaleið sem ferlið lenti í á milli mismunandi opinberra stofnana, enn fremur því hversu opin (eður ei) umræðan og undirbúningsvinnan var, og að ágreiningsatriði hafi verið snið- gengin. Slíkar kvartanir eru lítils virði, enda í andstöðu hver við aðra, en það eitt sýnir að ferlið var í jafn- vægi. Ólíkir hópar tóku þátt í ferl- inu, og árangurinn varð skjal sem nýtist Íslandi best til að festa í sessi grundvallargildi og grundvallarlög- gjöf. Gagnrýnendur stjórnarskrár- draganna benda á ýmsar hindranir sem stjórnarskrárdrögin urðu fyrir í stjórnsýslunni og segja þær sönnun þess að þau séu gölluð. Hæstiréttur Íslands ógilti kjör stjórnlagaþings. Loks var nýtt stjórnlagaráð tilnefnt af Alþingi en ekki kosið. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin var tiltölulega lítil miðað við kjörsókn á Íslandi almennt. Þó sigruðust Íslendingar á öllum þessum hindrunum og þær staðfestu að stjórnarskrárdrögin endurspegla sameiginleg gildi íslensku þjóðarinnar. Hagsmunaaðilar komu líka að málinu. Stjórnlagaþingið þurfti ekki að hefja vinnuna við stjórnarskrár- drögin frá grunni. Tekið var mið af undirbúningsvinnu stjórnlaga- nefndar, núgildandi stjórnarskrá Íslands og öðrum nýlegum stjórn- arskrám. Þáttur Alþingis fólst m.a. í því að samþykkja lög um stjórn- lagaþing og tilnefna fulltrúa í stjórn- lagaráð. Borgararnir tóku virkan þátt í að semja stjórnarskrárdrögin meðan á ferlinu stóð. Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var aðeins til marks um það að þeir sem sátu heima vísuðu málinu til þeirra sem greiddu atkvæði. Stjórnarskrár- drögin voru samþykkt með 67% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu, og telst það yfirgnæfandi meirihluti hvernig sem á málið er litið. Jafnvægi tryggt Sumir fundu að því að ferlið hefði verið of opið. Aðrir kvörtuðu undan því að það hefði ekki verið nógu opið. Aðfinnslur og kvart- anir af þessu tagi eru í andstöðu hvor við aðra. Í upphafi var blásið til almennra kosninga þar sem fólk var valið til þess verks að skrifa nýja stjórnarskrá. Tilteknir einstaklingar voru loks skipaðir til þess að semja heildstæð stjórnarskrárdrög. Þann- ig þróuðust stjórnarskrárdrögin frá því að vera hópvirkjunarverkefni í það að verða stjórnarskrárdrög stjórnarskrárnefndar, sem tilnefnd var af löggjafanum, og er lokagerðin í höndum sjálfs Alþingis. Þessir áfangar skerptu enn á stjórnarskrár- drögunum, þannig að jafnvægi var tryggt milli opins ferlis og aðkomu sérfræðinga. Allt þetta samþykktu kjósendur sjálfir með yfirgnæfandi meirihluta. Hefði nokkurt ferli getað reynst betur, þrátt fyrir króka- leiðirnar til núverandi draga? Loks hafa sumir kvartað undan því að ágreiningsmál hafi verið snið- gengin og það skorti á að þau hafi verið rædd á sínum tíma, og sé því margt óljóst í stjórnarskrárdrög- unum. Nú er það svo, að stjórnar- skrá er grundvallarskjal og henni er ætlað að endurspegla viðhorf heillar þjóðar. Stjórnarskrá er ekki svar við öllum spurningum, síst þeim sem eru svo umdeildar að ekki næst um þær samstaða innan hóps sem er mun afmarkaðri en þjóðin sjálf. Þess vegna er löggjöf nauðsynleg. Hlut- verk hennar er einmitt að tryggja að umræða fari fram og samstaða myndist. Stjórnarskrá ber að endur- spegla þau gildi sem flestir samein- ast um. Lög henta betur til þess að leysa úr ágreiningsatriðum. Að því er varðar ofangreindar aðfinnslur og kvartanir eru þær einmitt til marks um hvað ferlið heppnaðist vel, þannig að árangurinn varð stjórnarskrárdrög sem allir hags- munaaðilar komu að, og sem endur- spegla íslensku þjóðina í heild sinni. Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Þriðji hluti Brandon V. Stracener sérfræðingur við California Constitution Center í laga- deild Berkeley háskóla Nú er það svo, að stjórnar- skrá er grundvallarskjal og henni er ætlað að endur- spegla viðhorf heillar þjóðar. Stjórnarskrá er ekki svar við öllum spurningum, síst þeim sem eru svo umdeildar að ekki næst um þær samstaða innan hóps sem er mun afmarkaðri en þjóðin sjálf. Þess vegna er löggjöf nauð- synleg. Það var hreint og klárt „banka-lán“ fyrir Landsbankann að fá Benedikt Bogason hæsta- réttardómara sem dómsformann í innheimtumáli gegn mér nýverið. Þrátt fyrir að bankinn væri með allt á hælunum í málatilbúnaðinum gegn mér, þá fór Benedikt létt með að dæma honum í vil. Í fyrri grein minni rakti ég sam- skiptin við Landsbankann. Í stuttu máli hafði Landsbankinn hundsað fyrirmæli mín á árinu 2008 um að selja hlutabréf til að greiða upp yfir- dráttarlán. Ég taldi að bankinn ætti að bera hallann af því að fara ekki eftir þessum skýru fyrirmælum, sem að sjálfsögðu voru hljóðrituð í bankanum. En bankinn gaf sig ekki og höfðaði innheimtumál á hendur mér árið 2014. Skýr niðurstaða héraðsdóms Ég varði mig sjálfur gegn Lands- bankanum. Þar gerði ég einkum kröfu um að bankinn framvísaði hljóðritunum af símtölum mínum við starfsfólks hans, þar sem ég gaf fyrirmæli um að skuldin yrði gerð upp með sölu hlutabréfanna. Dómari í héraðsdómi var Jón Finn- björnsson. Hann gaf bankanum þrjá mánuði til að finna þessar upptökur, enda hefur lengi verið vinnuregla þar að hljóðrita öll símtöl sem snúa að fjárhagslegum ákvörðunum. Bankinn sagðist engar upptökur finna. Dómarinn spurði hvort ég vildi reyna að sanna máls- vörn mína á annan hátt og þáði ég það. Kom þá í ljós að ég gat fundið tvö vitni að þessum samskiptum mínum við bankann. Annað var vitni að símtali sem ég átti við starfs- mann bankans og hitt vitnið mætti í bankann með mér á tilteknum degi þar sem ég ítrekaði kröfu mína um sölu bréfanna. Dómarinn tók fram- burð vitnanna góð og gild og sýkn- aði mig af kröfu bankans. Hraksmánarleg vinnubrögð hæstaréttardómara Landsbankinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þar var Jóhanna Claessen, yfirmaður lánadeildar Landsbankans, svo ljónheppin að fá Benedikt Bogason sem dómsfor- mann. Skemmst er frá því að segja að halda mætti að Benedikt hafi varla kynnt sér gögn málsins þegar hann kvað upp dóminn. Hæstaréttardómarinn sagði ósannað að ég hefði gefið bank- anum fyrirmæli um að selja hluta- bréfin til að borga upp lánið. Hann sagði að það væri mitt vandamál að bankinn fyndi ekki hljóðupptökur af símtölunum, þar sem ég gat ekki munað við hvaða starfsmenn ég hefði talað á sínum tíma. Ábyrgðina á varðveislu símtalanna og að finna þau flutti Benedikt sem sagt frá bankanum yfir til mín. Hann gerði enga kröfu til bankans um að finna hljóðupptökurnar sem þó eiga að vera til. Benedikt bankavinur hafði að engu framburð vitnanna um sam- skipti mín við bankann. Þannig gaf hann skít í hið faglega mat Jóns Finnbjörnssonar héraðsdómara á frásögn þeirra. Jón hafði yfirheyrt vitnin mjög rækilega til að vera viss um sannleiksgildi frásagnar þeirra. Rökrétt hefði verið af Hæstarétti að sýkna mig af kröfu Landsbank- ans, eða vísa málinu aftur í hérað til að gefa bankanum annað tækifæri til að framvísa hljóðupptökunum. Niðurstaða Benedikts Bogasonar Landsbankanum í hag er vægast sagt stórfurðuleg. Hann horfir alfar- ið framhjá upplýsingum sem fram komu í héraðsdómi og styðja mitt mál að öllu leyti. Hin „æskilega“ niðurstaða Líklega á lýsing Jóns Steinars Gunn- laugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, ágætlega við um þessa bankafyrir- greiðslu Benedikts Bogasonar. Jón Steinar kemst svo að orði í nýlegum pistli á Pressunni: „Ef dómari finnur ekki gildan rök- stuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann að gerast að komist sé að „æskilegri“ niðurstöðu án rök- stuðnings.“ Bankalánið Benedikt Bogason Einar Valur Ingi- mundarson umhverfisverk- fræðingur Ábyrgðina á varðveislu sím- talanna og að finna þau flutti Benedikt sem sagt frá bank- anum yfir til mín. Hann gerði enga kröfu til bankans um að finna hljóðupptökurnar sem þó eiga að vera til. Þegar sú stund rann upp í sögu Evrópu að Sovétríkin voru formlega lögð niður árið 1991 var ég stjórnmálaritstjóri og leiðara- höfundur dagblaðsins Tímans, aðal- málgagns Framsóknarflokksins. Þess er að minnast að Framsóknar- flokkurinn var þá mikilvægt stjórn- málaafl sem lét til sín taka. Mér er vitaskuld minnisstætt að ég ritaði ýmislegt um þessa þróun heimsmála og fagnaði ekki síst því sem næst stóð að Eystrasaltsþjóð- irnar öðluðust sjálfstæði og þjóð- frelsi eftir margra ára innlimun í Sovétríkin. Ekki lét ég undir höfuð leggjast að bera lof á Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fyrir skörulega framgöngu og frum- kvæði þess að Ísland varð í raun fyrst allra vestrænna ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasalts- landanna. Mér bjó einnig mjög í hug að benda á, að nú væri að því komið, að vestrænar þjóðir mótuðu skýra stefnu um friðvænleg samskipti við hið nýja Rússaveldi, viðurkenndu þá breytingu sem orðin var í stjórn- kerfi þess, líta á þróunina sem upp- haf að raunverulegum Evrópufriði, þar sem Rússland fengi viðurkenn- ingu sem Evrópuríki, en ekki litið á það sem einhverja fjarlægja „austur- blokk“. Eðlilegar ríkisþarfir Til þess að gera slíka friðarstefnu gildandi var að sjálfsögðu nauðsyn- legt að virða stöðu og eðlilegar ríkis- þarfir Rússlands, sýna því skilning um það sem hlaut að vera því sam- boðið. Þar kemur margt til greina, m.a. það að króa ekki ríki Rússa af sem landlukt óvinaflæmi. Litháar áttu í snörpum deilum um sam- bandsslitin við Sovétveldið , en þeir unnu það til friðar að sínu leyti að afmarka skika lands kringum Kalin- ingrad (Königsberg) sem flotastöð fyrir Rússa! Allt annað var uppá teningnum hvað varðaði samninga við Úkra- ínu, þar sem Gorbatsjov sá fyrir það sem nú er orðið, að hatrammar deilur standa um Krímskagann sem Rússaveldi hlaut að vera í mun að ekki væri lokað fyrir aðgang þess að Svartahafi og þær sjóleiðir sem þaðan liggja. Um þetta hef ég ekki fleiri orð að sinni, en bið góðan les- anda að geta í eyðurnar, sjá þróun- ina í ljósi raunsæis. En lesandi góður! Nú ætla ég, mér til skemmtunar og þér trúlega til furðu, að venda mínu kvæði í kross. Sú kúvending er vel við hæfi, því allt er þvers og kruss í evrópskri friðar- pólitík og býsna fjarlæg því sem ég vonaði á þeirri minnistæðu stund þegar Sovétríkin leystust upp fyrir meira en aldarfjórðungi. Sú von mín brást að ráðandi menn í Evrópu og Bandaríkjunum ynnu það til friðar- ins að virða Rússland sem stórveldi í Evrópu, hvað sem Sovéttímanum leið. Um þetta er öll von úti. Rúss- land er nú óvinur Evrópu númer eitt. Í stað þess að halda áfram að skrifa eins og leiðarahöfundur eða stjórnmálaskýrandi ætla ég að segja sögu af skrýtnum körlum, m.a. drykkfelldum belsebúbum og hrekkjalómum að hætti Íslenskrar fyndni. Framhald greinarinnar mun birtast síðar undir nafninu Sagan af Jeltsín og Pútín. Rússland, Óvinur Evrópu – Fyrri hluti Ingvar Gíslason fv. alþingismað- ur og ráðherra Til þess að gera slíka friðar- stefnu gildandi var að sjálf- sögðu nauðsynlegt að virða stöðu og eðlilegar ríkisþarfir Rússlands, sýna því skilning um það sem hlaut að vera því samboðið. Þar kemur margt til greina, m.a. það að króa ekki ríki Rússa af sem landlukt óvinaflæmi. 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 3 -6 6 3 C 1 D A 3 -6 5 0 0 1 D A 3 -6 3 C 4 1 D A 3 -6 2 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.