Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 34
1910 Kveikt er á gasljósum í fyrsta sinn á götum Reykja- víkur. 1930 Kvikmyndahúsin í Reykjavík hefja sýningar talmynda. 1958 Fiskveiðilögsagan er færð úr 4 í 12 sjómílur. Í kjölfarið fylgja deilur við Breta en þeim lýkur með samkomulagi í mars 1961. 1971 Bann við hundahaldi í Reykjavík tekur gildi. Hunda- hald er leyft með skilyrðum þrettán árum síðar. 1972 Fiskveiðilögsagan er færð út í 50 sjómílur. Bretar fallast ekki á útfærsluna fyrr en haustið 1973. 1972 Fischer sigrar Spassky í heimsmeistaraeinvíginu í skák í Reykjavík með 12,5 vinningum gegn 8,5. 1978 Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, sú síðari undir for- sæti hans, tekur við völdum. 1988 Berglind Ásgeirsdóttir, 33 ára sendiráðunautur, tekur við starfi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu en hún er fyrst kvenna til að gegna slíku embætti. Merkisatburðir Bann við hundahaldi tók gildi árið 1971. NORDICPHOTOS/GETTY Samfélagsmiðlastofan Sahara er eins árs í dag og Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri Sahara, segir viðburðaríkt ár að baki. „Við byrjuðum fyrir ári síðan og þá var ég eini starfs- maðurinn. Þá vorum við að taka minni verkefni að okkur en fengum fljótt stærri fyrirtæki til okkar,“ segir Sigurður. Spurður út í hvers konar fyrirtæki Sahara sé nákvæmlega segir hann: „Á ensku kallast þetta „social media agency“ en á íslensku er það „samfélags- miðlastofa“. Grunnþjónustan okkar er að við sjáum um samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki. Við birtum færslur, kostum þær og allt þar á milli. Við sköpum líka efni fyrir samfélagsmiðla fyrirtækja, sem sagt tökum ljósmyndir, myndbönd og annað. Allt sem tengist markaðssetn- ingu á netinu, það sjáum við um.“ Aðspurður hvort það hafi verið ein- hver áhætta á sínum tíma að stofna fyrir- tæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum svarar Sigurður neitandi. „Nei, við vorum búnir að vera á markaðnum, sem starfsmenn í þessum bransa, nokkuð lengi,“ segir Sigurður sem starfaði fyrir Red Bull áður en hann hóf störf hjá Sahara. Samhliða því starf- aði hann einnig hjá Símanum í átta ár. „Við vorum öruggir um að það væri vöntun á markaðnum fyrir svona fyrir- tæki, en okkur grunaði kannski ekki að það yrði tekið svona vel í þessa þjónustu. Við sáum tækifæri og stukkum á það.“ Eins og áður sagði var Sigurður eini starfsmaður Sahara fyrir ári að undan- skildum stofnendum, mikið hefur breyst síðan þá. „Nú erum við sex starfsmenn og hópurinn býr yfir víðtækri þekkingu á öllu sem snýr að samfélagsmiðlum og markaðssetningu á netinu.“ Markaðurinn breyst ótrúlega á einu ári Sigurður segir kúnnahóp Sahara hafa stækkað og þróast mikið á þessu eina ári sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Hann segir fólk almennt vera orðið meðvitaðra um mikilvægi þess að sinna samfélagsmiðlum vel. „Á þessu einu ári hefur markaðurinn breyst alveg ótrú- lega mikið. Fyrirtæki hafa mun meiri skilning á mikilvægi þess að vera sýnileg á samfélagsmiðlum. Kostnaðurinn við markaðssetningu á þessum miðlum er töluvert minni en gengur og gerist og við finnum fyrir miklu meiri áhuga, ekki spurning. Til að mynda höfum við tekið að okkur verkefni þar sem við höfum náð að lækkað markaðskostnað umtals- vert en á sama tíma aukið sýnileika og sölu fyrirtækis með skipulögðum aðgerðum.“ En hvernig sér Sigurður framtíð Sahara fyrir sér? „Þetta er erfið spurning. En miðað við þróunina undanfarið þá vona ég að við fáum tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni eins og þau verkefni sem við höfum verið að fást við síðasta árið. Ég veit að í framtíðinni verður gerð enn meiri krafa um að fyrirtæki séu sýnileg á netinu.“ Það er skemmtileg helgi fram undan hjá starfsfólki Sahara því afmælinu verður fagnað í Frakklandi. „Við ætlum að skella okkur til Parísar í dag, afmælið verður bara tekið alla leið,“ segir Sigurð- ur og hlær. Hann segir starfsmenn fyrir- tækisins eiga þetta inni. „Við erum búin að vinna okkur inn fyrir þessu og ætlum því að gera vel við okkur.“ gudnyhronn@365.is Grunaði ekki að svo vel yrði tekið í þjónustuna Í dag fagnar Samfélagsmiðlastofan Sahara eins árs afmæli. Fyrirtækið hefur þróast og stækkað mikið á einu ári að sögn framkvæmdastjórans, Sigurðar Svanssonar. Góðum árangri og eins árs afmælinu verður fagnað vel og vandlega í París yfir helgina. Við ætlum að skella okkur til Parísar í dag, afmælið verður bara tekið alla leið. Það hefur mikið gerst hjá Sahara á einu ári að sögn Sigurðar Svanssonar. MYND/ÁSa STEINaRS Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Bryndís Bjarnason lést á Landspítalanum Hringbraut 30. ágúst sl. Útför tilkynnt síðar. Pétur Bjarnason Herdís S. Gunnlaugsdóttir Elísabet Bjarnason Ingi Bjarnar Guðmundsson Bryndís Bjarnason Þórður Jóakim Skúlason Hildur Bjarnason Ómar Halldórsson Hörður Bjarnason Hrönn Benediktsdóttir Garðar Sverrisson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Sveinsson frá Sveinsstöðum, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 23. ágúst sl. Útförin fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 6. september kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á starfsemi Reykjadals hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Margrét Jörundsdóttir María Aldís Kristinsdóttir Haraldur G. Blöndal Friðgeir Sv. Kristinsson Aðalheiður S. Jörgensen Jörundur Kristinsson Hafdís Þorsteinsdóttir Jóhannes Kári Kristinsson Ragný Þóra Guðjohnsen Sveinn Valgeir Kristinsson Svanhildur Guðbjartsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir, bróðir og mágur, Páll Ragnar Sigurðsson vélaverkfræðingur, Hlíðarbyggð 11, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans þann 24. ágúst sl. Útför hans fer fram í Vídalínskirkju þann 6. september kl. 13.30. Stefanía Pálsdóttir Ólafur Pálsson Arna Pálsdóttir Ágúst Úlfar Sigurðsson Erla Þórðar Halldóra Sunna Sigurðardóttir Sigrún Lóa Sigurðardóttir Jón Gunnar Jörgensen Sigurður Hreinn Sigurðsson Elvira Mendes Pinedo Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Valdísar Brandsdóttur Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir mjög góða umönnun síðustu ár. Brandur St. Guðmundsson Edda Ríkharðsdóttir Margrét Guðmundsdóttir Þórhallur Halldórsson Ríkharður Þór Brandsson Guðrún Sigurbjörnsd. Cooper Lilja Brandsdóttir Valdís Guðrún Þórhallsdóttir Halldór Bjarni Þórhallsson Mikael Aron Ríkharðsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Soffía Jónsdóttir Hólavegi 29, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, laugardaginn 19. ágúst. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. september kl. 14.00. F.h. aðstandenda, Jósep Reykdal Þóroddsson 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r26 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 3 -7 9 F C 1 D A 3 -7 8 C 0 1 D A 3 -7 7 8 4 1 D A 3 -7 6 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.