Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 8
hafnarfjörður „Nýlegir atburðir sýna okkur bara að Ísland er ekki jafn saklaust og margir halda fram,“ segir ungmennaráð Hafnarfjarðar sem leggur til að sjálfsvörn verði hluti af íþróttakennslu bæjarins. „Íslendingar þurfa að fara að átta sig á því að allt getur gerst á okkar litla landi og við getum gert eitthvað í því. Að kenna sjálfsvörn myndi einnig auka öryggi og minnka hræðslu við að labba um götur landsins,“ segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði einróma til nánari umfjöllunar í fræðsluráði Hafnar- fjarðar. Í tillögunni segir að allir hafi gott af því að kunna grunn í sjálfsvörn til að koma í veg fyrir ákveðnar aðstæður. Íþróttakennsla sé afar einhæf og að allir eigi að finna eitt- hvað við sitt hæfi í íþróttum. „Margir eru á móti því að kenna sjálfsvörn og segja að þetta muni auka ofbeldi en ég held því fram að það hafi einmitt öfug áhrif, ungmenni munu þá geta varið sig gagnvart ofbeldi,“ segir höfundur tillögunnar. „Ekki er ég að tala um að kenna mjög hættulega hluti en grunnurinn er nauðsynlegur. Íþróttir kenna þér að kasta bolta og hlaupa þar til þú missir andann og krefst ég þess að kennt verði eitthvað sem er gagnlegt og gæti bjargað mannslífi.“ Ungmennaráðið hefur áhuga á forvörnum almennt og nefnir hugleiðingar um fría smokka eða smokka sjálfsala á almennings- salernum. „Þar sem ungmenni eru líklegri til að nota smokka ef hægt er að kaupa þá án auglits ann- arra og mikillar fyrirhafnar,“ segir ráðið sem kveður forvarnafræðslu mismikla eftir skólum. „Í sumum skólum er lítil sem engin fræðsla um ákveðin málefni svo sem fíkniefni, kynlíf, kvíða og þunglyndi.“ – gar Krakkarnir læri sjálfsvörn Íslendingar þurfa að fara að átta sig á því að allt getur gerst á okkar litla landi og við getum gert eitthvað í því. Ungmennaráð Hafnarfjarðar Ég náttúrlega í bjartsýniskasti leit bara svo á að fiskur sé bara fiskur og flakaði dýrið og skellti honum í frystinn. Kolbrún Sveins- dóttir á Norður- Reykjum Að kenna sjálfsvörn myndi minnka hræðslu við að labba um götur, í ljósi nýlegra atburða, segir ungmennaráð Hafnarfjarðar. FréttAblAðið/SteFán Vetrarfatnaður fyrir börnin Keilir snjóbuxur Verð 8.990.- Keilir snjógalli. Verð 14.990.- Keilir vetrarúlpa Verð 11.990.- Icewear Keilir 3x20 fbl.pdf 2 30.8.2017 10:06 náttúra „Þetta er í fyrsta og von- andi eina skipti sem ég fæ hnúðlax. Ég veit ekki til þess að hann hafi veiðst í Hvítánni fyrr,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir á Norður-Reykjum í Borgarfirði, sem á dögunum fékk ófrýnilegan hnúðlax í net fyrir landi sínu. Kolbrún, sem búið hefur á Norð- ur-Reykjum í yfir þrjá áratugi og er fædd og uppalin í nágrenninu, segist lengi hafa stundað lítilsháttar neta- veiði á laxi og silungi seinnipart sumars. Bærinn er langt inni í landi, aðeins þrettán kílómetrum neðan við náttúruperlurnar Hraunfossa og Barnafoss og ekki langt frá Húsafelli. Það er því ljóst að hnúðlaxinn sækir nú djúpt í vatnakerfi Borgarfjarðar þar sem ekki er fiskgengt upp fyrir fossana. „Ég náttúrlega í bjartsýniskasti leit bara svo á að fiskur sé bara fiskur og flakaði dýrið og skellti honum í frystinn. Svo fór ég nú að átta mig á að líklega ætti ég að tilkynna svona veiði og gerði það en var þá búin að henda dálknum og hausnum,“ segir Kolbrún sem gerði Sigurði Má Einars syni, fiskifræðingi hjá Veiði- málastofnun, viðvart um kvikindið og sendi honum flökin til rann- sóknar. „Hann er víst óætur hvort sem er.“ Sigurður Már segir óvenju mikið hafa verið um hnúðlax í íslenskum ám í sumar, tilkynnt hafi verið um allt að sjötíu slíka fiska um allt land. Hnúðlaxinn, sem er Kyrra- hafstegund, eigi rætur að rekja til sleppinga við Kólaskaga í Rússlandi á sjöunda áratugnum þar sem hefja átti hafbeit. Eftir það hafi borið á flækingum. „Það er að koma óvenju mikið í Evrópu núna og greinilega óvana- leg góð skilyrði fyrir þá, hvort sem það er vegna hlýnunar í hafinu eða einhvers annars,“ segir Sigurður Már sem aðspurður hvort hnúðlax gæti hrygnt hérlendis kveður vera stað- fest að hnúðlax hafi hrygnt í ám á Kólaskaga og í Noregi. „Það er ekk- ert óhugsandi að þetta hafi verið að gerast á Íslandi en það er ekki stað- fest. Við erum að spá í hvort það geti verið.“ Sigurður Már segir að ef hnúðlax myndi hrygna í íslenskar ár yrðu áhrifin á laxastofna ekki mikil en kannski meiri á bleikjuna. „Þetta er fiskur sem hrygnir gjarnan neðar- lega í vatnakerfum og seiðin fara út næsta vor og lenda því ekki mikið í samkeppni við laxaseiði. En það er kannski meiri samkeppni við urriða og bleikju neðarlega í kerfunum.“ Að sögn Sigurðar Más er lítið hægt að gera til að sporna við því að hnúðlax nái fótfestu. „Ég held að það sé mjög erfitt. Hnúðlaxinn er svolítið sérstakur. Hann hefur bara eins árs lífsferil í hafinu og eitt ár í ferskvatninu þannig að það mynd- ast stofnar af honum sitthvort árið sem hittast aldrei.“ gar@frettabladid.is Kyrrahafsfiskurinn hnúðlax í stórsókn og nálgast Barnafoss Fiskifræðingur segir ekki óhugsandi að Kyrrahafstegundin hnúðlax hrygni í íslenskum ám. Óvenju mikið hefur verið um laxinn víða um land í sumar. Kolbrún Sveinsdóttir á Norður-Reykjum veiddi á dögunum slíkan fisk mjög ofarlega í Hvítá í Borgarfirði. „Ég veit ekki til þess að hann hafi veiðst í Hvítánni fyrr.“ Hnúðlaxinn á eldhúsvaskinum á norður-reykjum áður en húsfreyjan flakaði hann, afhausaði og skellti laxinum svo í frystinn. Mynd/Kolbrún SveinSdóttir DÓMSMáL Hæstiréttur staðfesti á mánudag niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði frá fyrr í sumar kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Mangement yrði bannað að nota heitið GAMMA í fasteigna- viðskiptum. Var það niðurstaða dómsins að Gamma ehf. hefði ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um kröfuna. Fasteignafélagið krafðist þess að Gamma Capital Management yrði meinað að nota heitið GAMMA í atvinnustarfsemi sinni þegar kæmi að umsjón með íbúðarhúsnæði, leigu þess og öðrum fasteignavið- skiptum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Gamma Capital Management hefði notað vörumerkið til slíkra viðskipta. Kom meðal annars fram í dómnum að krafa Gamma ehf. hefði ekki verið rökstudd með því að hitt félagið hefði notað heitið í atvinnu- starfsemi eða hygðist gera það. Gamma Capital Management á og rekur Almenna leigufélagið, annað stærsta leigufélag landsins á almennum markaði, en Gamma ehf. á og leigir út fasteignir í miðbæ Reykjavíkur. – kij Kröfu Gamma ehf. vísað frá í Hæstarétti valdimar ár- mann, forstjóri Gamma Capital Management 1 . S e p t e M b e r 2 0 1 7 f ö S t u D a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 3 -7 0 1 C 1 D A 3 -6 E E 0 1 D A 3 -6 D A 4 1 D A 3 -6 C 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.