Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Áhyggjur af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu snúast mest um mögulegan ójöfnuð gagnvart sjúkling-um. Eitt af grunngildum íslensks heilbrigðiskerfis er jafnt aðgengi að bestu þjónustu sem völ er á. Um þetta erum við Katrín Jakobsdóttir sammála. Nýr liður í gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands gagnvart aðgerðum hjá konum sem greinast með BRCA-genið er í samræmi við þessi gildi. Hér eru einmitt hagsmunir sjúklinga í fyrirrúmi. Breytingin er í framhaldi af úrskurði Úrskurðarnefndar velferðarmála. Þessi viðbót við gjaldskrá boðar ekki niðurskurð á fjár- framlögum til annarrar heilbrigðisþjónustu. Slíkar ásak- anir eru í besta falli tilraunir til að slá pólitískar keilur. Framlög til heilbrigðiskerfisins hafa aldrei verið hærri, tugum milljarða hærri en þegar Katrín sat í ríkisstjórn. Ég skal hins vegar fyrstur samsinna því að við þurfum að gera enn betur á næstu árum. Það er ekkert nýtt að hægt sé að leita til lækna utan Landspítalans en innan ramma sjúkratrygginga, innan ramma jöfnuðar. Það felst því engin kerfisbreyting í þess- ari viðbót við gjaldskrá heldur kemur það þvert á móti fyrst og fremst sjúklingum til góða. Öðrum spurningum Katrínar er auðsvarað. Í fjármála- áætlun er gert ráð fyrir að auka enn framlög til heilbrigð- isþjónustu á næstu árum. Strax á næsta ári hefst bygging meðferðarkjarna Nýja Landspítalans. Það verður mesta framfaraskref í íslenskri heilbrigðisþjónustu um margra áratuga skeið. Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann tekur til starfa á næsta ári og gjörbreytir aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandendur, sér í lagi utan af landi. Markmið heil- brigðiskerfisins verður áfram að veita bestu þjónustu sem völ er á með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Það eru mér töluverð vonbrigði að sjá formann Vinstri-grænna snúa viðkvæmum og mikilvægum heilsufarsmálum upp í pólitískt keiluspil. Slíkir skot- grafaleikir stjórnmálanna sem draga athyglina frá kjarna máls eru einmitt eitt af því sem við í Bjartri framtíð höfum mikið gagnrýnt. Hættum því. Tölum saman. Hagsmunir sjúklinga eiga að ganga fyrir Markmið heilbrigðis- kerfisins verður áfram að veita bestu þjónustu sem völ er á með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Með öðrum orðum hefur launafólk tekið út kaupmáttar- aukningu heils ára- tugar, sé tekið mið af sögulegu meðaltali, á aðeins tveimur árum. Óttarr Proppé heilbrigðis­ ráðherra og for­ maður Bjartrar framtíðar Gamalkunnugt stef er hafið. Fram undan er umfangsmikil samningalota á vinnu-markaði, ekki hvað síst hjá opinberum starfsmönnum, þar sem 37 kjarasamningar eru lausir í haust. Útlit er fyrir að þar ætli hið opinbera – í enn eitt skiptið – að leiða launaþróun í landinu. Þetta fyrirkomulag er einsdæmi á Norðurlöndum. Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. Verka- lýðsfélög á almenna markaðinum munu taka mið af þeim samningum sem opinberir kjarahópar munu ná og fara fram á sömu launahækkanir í ársbyrjun 2018. Niðurstaða komandi kjaralotu mun því hafa afgerandi áhrif á þróun efnahagsmála og hvort það takist að festa í sessi þann stöðugleika – og kaupmátt – sem náðst hefur. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt og lítið atvinnuleysi hefur verð- bólga mælst undir markmiði Seðlabankans í 42 mánuði. Það hefur gefið bankanum færi á að lækka vexti þótt bankinn hafi ekki gengið jafn langt og tilefni er til. Efna- hagsaðstæður nú um stundir, sem grundvallast einkum á miklum viðskiptaafgangi og þjóðhagslegum sparnaði, eru á flesta mælikvarða einstakar í hagsögunni. Það þýðir samt ekki að það séu engar blikur á lofti. Nán- ast linnulaus gengisstyrking síðustu misseri og ár og þær miklu launahækkanir sem um var samið 2015 eru farnar að ógna samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Þannig hefur launakostnaður fyrirtækja hækkað um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands, mælt í sömu mynt, á undanförnum tveimur árum. Í fyrra var hlutfall launa á Íslandi af landsframleiðslu það hæsta á Norður- löndum, eða 62,4 prósent. Seðlabankinn hefur sagt að geta innlendra fyrirtækja til að taka á sig frekari kostnaðar- hækkanir gæti verið „komin að endamörkum“. Frekari hækkun á raungenginu getur því ekki staðist til lengdar líkt og Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, útskýrði í samtali við Markaðinn í vikunni. „Við getum auðvitað ekki hækkað laun meira og hraðar en aðrar þjóðir. Við getum ekki upp á eigið sjálfdæmi ákvarðað laun á þessari eyju. Þau ráðast af samkeppnisstöðunni. Það er undarlegt að í umræðum um kjaramál hér á landi er eiginlega aldrei minnst á framleiðni eða samkeppnisstöðu okkar. Það mætti halda að launin væru ótengd verðmætasköpun,“ sagði Ásgeir. Öllum mega vera ljós þessi sannindi. Það veit einnig Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, enda þótt hann kjósi nú að segja það vera stefnu sambandsins að taka ekki mið af stöðu hagkerfisins í komandi kröfugerð heldur að krefjast sömu launahækkana og kjararáð ákvarðaði fyrr á árinu. Vonandi verður ekkert af þeim hótunum ASÍ. Að ætla að endurtaka þá aðferðafræði að hækka laun langt umfram framleiðniaukningu er fullreynt. Kaupmáttur launa hefur aukist yfir 15 prósent frá 2015. Launafólk hefur því tekið út kaupmáttaraukningu heils ára- tugar, sé tekið mið af sögulegu meðaltali, á tveimur árum. Þær miklu launahækkanir sem um var í samið í síðustu kjarasamningum hleyptu ekki verðbólgunni af stað eins og margir óttuðust. Óvenjulegar aðstæður í efnahagslífinu réðu þar hvað mestu um, einkum mikil gengisstyrking og lágt hrávöruverð á alþjóðamörkuðum. Sá leikur verður ekki endurtekinn. Fjármálaráðherra hefur sagt að það sé stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar að varðveita þann mikla kaup- mátt sem hefur áunnist á undanförnum árum. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Stærsta málið Kosið um varaformanninn Tveir hafa gefið kost á sér í embætti varaformanns VG, eftir að Björn Valur Gíslason tilkynnti á dögunum að hann hygðist ekki gefa kost á sér í embættið á næsta lands- fundi sem fram fer í október. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, reið á vaðið og Óli Halldórs- son fylgdi síðan á eftir í gær. Ef ekki bætist í hópinn er allt útlit fyrir að næsti varafor- maður VG verði talsvert dann- aðri og orðvarari en forveri þeirra, sem þekktur er fyrir að láta gamminn geisa svo flestum þykir nóg um. Pólitísk afskipti Barnaverndarstofa hefur ákveðið að meðferðarheimil- inu Háholti í Skagafirði skuli lokað. Eðlilega er heimamönn- um ekki skemmt enda um atvinnumál fyrir þá að ræða. Auðvitað hlaut því að finnast þingmaður sem sá ástæðu til að boða velferðarráðherra til fundar um málið í velferðar- nefnd. Það væri þó ákjósan- legast ef stjórnmálamenn létu fagmenn á Barnaverndarstofu um stefnumótun og daglega stjórnun þeirra stofnana sem undir stofnunina heyra. Það er ekki endilega til góðs að þing- menn setji kámuga fingur sína á öll þau mál sem þeim mögu- lega dettur í hug. jonhakon@frettabladid.is 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 3 -3 E B C 1 D A 3 -3 D 8 0 1 D A 3 -3 C 4 4 1 D A 3 -3 B 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.