Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 40
Innan um helling af glærum blöðrum er listafólk að undirbúa sýningu dansverks í Tjarnarbíói. Hópurinn gerir hlé þegar Fréttablaðsfólk ryðst inn í salinn og þegar ljósmyndarinn hefur smellt af er Valgerður Rúnarsdóttir stjórnandi króuð af í viðtal. Hún brýnir fyrir samstarfsfólkinu að halda áfram, nota tímann enda frumsýning að bresta á, hún er í kvöld, föstudag, klukkan 20.30. Verkið heitir Kæra manneskja og Valgerður er titlaður höfundur. „En þó ég sé að stýra þessu þá eru allir þátttakendurnir meðhöfundar því margar hendur og margir hausar koma að því,“ tekur hún fram. „Ein- hver kemur með fræ sem hann sáir inn í hópinn og það fer kannski að spíra hjá einhverjum öðrum. Hugmyndirnar fæðast hver af ann- arri og renna saman þannig að að lokum man maður ekki hver kom með hverja. Svo höfum við horft á myndir saman, hlustað á tónlist sem hreyfði við okkur og kannski einhver fundið ljósmynd eða blaða- grein sem hefur komið að notum.“ Valgerður viðurkennir þó að hafa átt upphaflegu hugmyndina. Hana rekur hún til fæðingar dóttur sinnar fyrir tæpum þremur árum. „Móðir mín er dáin og þar sem ég sat með ósjálfbjarga hvítvoðung- inn minn fór ég að hugsa um allt sem hún gerði fyrir mig og amma gerði fyrir hana og langamma … Allar höfðum við gengið í gegnum það sama, innan í okkur óx líf sem við vildum vernda og hlúa að. Það helltust yfir mig hugmyndir um allar kynslóðirnar sem koma og fara og þá hringrás sem stöðugt er í gangi. Líka í stærra samhengi, til dæmis í umgengni okkar við móður jörð. Hvað með framtíðarkynslóðir. Munu þær hafa það gott?“ Valgerður bendir á að vestrænn heimur sé ansi frekur á umhverfið og segir hugmyndir að dansverkinu hafa orðið til í samhengi við þá staðreynd. „Við vinnum til dæmis með andardráttinn, þessa einföldu gjörð að anda inn og anda út – og þá kemur líka við sögu hverju við öndum út – koltvísýringnum. Þarna er allt undir, allt frá því að fæðast og deyja og yfir í jörðina og umhverfið.“ Allt er þetta túlkað með hreyf- ingum, ljóðum og tónlist á sviðinu í Tjarnarbíói. „Þó verkið sé í sjálfu sér fullmótað nú þá verða engar tvær sýningar nákvæmlega eins, því þar eru opnir kaflar og alltaf er eitthvað lífrænt að gerast í ferlinu.“ Nú vil ég vita hvaða tilgangi blöðrurnar gegna í sýningunni Kæra manneskja. Eru þær bara til skrauts eða hafa þær dýpri merkingu? „Þar sem við vorum að vinna með andardráttinn og loftið fannst okkur blöðrurnar túlka þetta stóra vanda- mál sem mengunin er. Þó við viljum ekki mála skrattann á vegginn þá eru blöðrurnar okkar sýnileg meng- un. Þær eru koltvísýringurinn. Svo eru þær líka plasthaf og túlka það sem maðurinn er að láta frá sér.“ Valgerður vill líka undirstrika titilinn, Kæra manneskja. „Við mættum hugsa um það oftar að sýna kærleika, bæði samborgurunum og umhverfinu. Þannig getum við reynt að bjarga stóru, yfirvofandi vanda- máli.“ Þó sýningin sé í Tjarnarbíói þá hefur hún verið æfð á dansverk- stæðinu við Skúlagötuna, þar sem sjálfstætt starfandi dansarar og danshöfundar hafa haft húsnæði. Nú hefur því verið lokað, að sögn Valgerðar og það er henni áhyggju- efni. „Dansinn á Íslandi er heimilis- laus um þessar mundir, þrátt fyrir velgengni bæði hér heima og á erlendri grundu.“ Hún bendir á að dansinn sé blómstrandi grein hér á landi og fari víða. „Íslenskir dansarar og dans- höfundar ferðast með sína list og hafa unnið sigra erlendis því dans- inn er ekki bundinn við neitt tungu- mál. Ég hef til dæmis unnið mikið með danshöfundi í Belgíu og farið heimshorna á milli. Það er auðvitað frábært að fá að sýna hér í Tjarnarbíói en það eru bara svo margir sjálfstæðir sviðs- listahópar í landinu að það er setið um þetta hús. Best væri ef við ættum okkar hús sem væri helgað dans- inum.“ Mættum hugsa oftar um kærleikann Kæra manneskja er nýtt dansverk sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld. Það er unnið undir handleiðslu Valgerðar Rúnarsdóttur danshöfundar en skapað í nánu samstarfi hóps listamanna. Aðstandendur sýningarinnar: Védís Kjartansdóttir dansari, Valgerður Rúnarsdóttir, stjórnandi og dansari, Snædís Lilja Ingadóttir dansari, Ragnar Ísleifur Bragason sviðslistamaður, Sigrún Huld Skúla- dóttir, leikkona og dramatúrg, Ragnheiður Maísól Sturludóttir myndlistarkona og Áskell Harðarson tónlistarmaður. FRéttABLAðIð/Anton BRInK Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Það hellTusT yfiR mig hugmyndiR um allaR KynslóðiRnaR sem Koma og faRa og Þá hRing- Rás sem sTöðugT eR í gangi. líKa í sTæRRa samhengi, Til dæmis í umgengni oKKaR Við móðuR jöRð. hVað með fRamTíðaRKynslóðiR. munu ÞæR hafa Það goTT? 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r32 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 3 -4 D 8 C 1 D A 3 -4 C 5 0 1 D A 3 -4 B 1 4 1 D A 3 -4 9 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.