Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 48
Þú munt finna lausnir Elsku Hrúturinn minn. Þú átt svo marga aðdáendur sem líta upp til þín, dýrka þig og dá enda átt þú það til að vera svo ofsalega ákafur eins og nýfætt hrútslamb og hressa hvaða fýlupoka sem er við. Þú hefur svo marga óendanlega kosti. Það er spenna í loftinu; þú getur kallað það streitu, en ég vil frekar nota orðið spenna. Þú ert eitthvað að mikla fyrir þér aðstæður en sérð eftir 10-15 daga að þær hindranir sem þú heldur að séu til staðar eru bara til þess að beina þér í sterkari átt og fá þig til að koma með lausnir. Þú sigrar það sem er að stríða þér þessa dagana. Þú ert bæði hæfileikaríkur og gáfaður og í ástamálunum laðast að þér ótrúlega ólíkir einstaklingar svo þú gætir átt erfitt með að velja ef þig langar að binda þig. Það eru miklar breytingar í sambandi við ný kynni á persónum sem hjálpa þér að klífa þann metorðastiga sem þig langar að klífa. Mottó: Ég er sterkari en steinninn. Spáin gildir fyrir september Lengri útgáfa af stjörnuspá á visir.is/SiggaKling Septemberspá Siggu Kling 21. mars–19. apríl Hrúturinn 20. apríl–20. maí Nautið 21. maí–20. júní Tvíburinn Krabbinn 23. júlí–22. ágúst Ljónið 23. ágúst–22. september Meyjan 23. september–22. október Vogin 23. október–21. nóvember Sporðdrekinn 22. nóvember–21. desember Bogmaðurinn 22. desember–19. janúar Steingeitin 20. janúar–18. febrúar Vatnsberinn 21. júní–22. júlí 19. febrúar–20. mars Fiskarnir Spáin birtist fyrsta föstudag hvers mánaðar. Ekki ofhugsa hlutina Elsku Nautið mitt. Það má sannarlega segja að þú sért hafið yfir fjöldann en þú verður að muna að mont og stolt eru systur. Þú þarft þess vegna að æfa þig meira að vera montið með þig eins og þú ert með fjölskyldu þína og vini. Þú mátt líka skilja að þú ert með miklu meiri hæfileika en þú gerir þér grein fyrir. Fyrir þá sem eru að hugsa um ástina, þá þarftu að skilja orðið ást; þráhyggja er alls ekki ást eða tengd henni á nokkurn hátt. Ástin tengist því að hafa félaga sem styður þig í blíðu og stríðu. Þú átt erfitt með að fyrirgefa mistök annarra gagnvart þér tengd ástinni. Því mun það aldrei ganga að þú sért með mann- eskju sem er þér ótrygg eða ótrú, því þótt þú fyrirgefir á yfirborðinu áttu erfitt með að hafa skilning á vitleysunni í öðrum. Ekki ofhugsa þótt það sé mikið að gera, mundu frekar að þetta reddast. Mottó: Þetta reddast. Ekki hanga í leiðindum Elsku Tvíburinn minn. Þú ert svo klár og ástríðufullur og getur verið með mörg verkefni á sama tíma. Margir færu í „burnout“ eða kulnun við svoleiðis aðstæður. En þú býrð yfir krafti á við bestu þotur WOWair, mundu þó að það sem knýr þoturnar áfram er einfaldlega eldsneyti. Það sem þú þarft að skoða í þessu samhengi er að vera ekki í hrút- leiðinlegri vinnu eða skóla sem hefur á þér fastatök. Það er nefnilega frelsið sem skapar þessa glimrandi skemmtilegu manneskju sem þú ert. Ástríða einkennir bjartsýnan Tvíbura og þá líður þér eins og drottningu eða kóngi á fal- legu taflborði og finnur að þú hefur ekkert að óttast þótt þú takir áhættu í ástamálum. En þið sem eruð í sambandi skuluð byggja upp skemmtilegra ástalíf, dekra við makann og hrósa honum, halda spennunni gangandi Mottó: Líttu upp í ljós. Þú velur fólkið þitt sjálft Elsku Ljónið mitt. Þegar þú ert í essinu þínu og skjallar og hrósar fólkinu þínu er enginn eins fagur og þú. Og þú hefur yfir þér svo mikla reisn alveg sama hversu mölbrotið þú ert. Það mikilvægasta fyrir næstu mánuði er að tengja þig betur við fólkið í kringum þig og bara alla, ýmist þá sem þú þekkir vel, þá sem þú hefur haft lítið samband við og þá sem þú sérð að muni passa lífsorkunni þinni. Lífið er bara leikrit, þú velur persónur og leikendur sem þér líkar vel við og þá þarftu að gera vel við það fólk … ef einhver kann það þá ert það þú. Þú átt ekki að spila í vörninni heldur ertu týpan sem er markaskorari. Þú þarft að einangra það í huga þínum hvernig þú ætlar að skora mörk næstu mánaða. Þú þarft því nauðsynlega á því að halda að hafa liðs- heildina í lagi til að fá boltann á réttan stað, þá verður allt miklu auðveldara. Setningin þín er: Er ekki kominn tími til að tengja? Segðu bless við óöryggi Elsku magnaða Meyjan mín, mikið er ég þakklát fyrir að þú sért til, það ert þú sem svo sannarlega skrifar söguna fyrir okkur. Undir einbeittu yfirborði þínu býr svo margbreyti- legur andi sem þú sýnir ekki mörgum. Margir í kringum þig halda að þú sért svona og hin- segin en fæstir vita hvernig þú ert í raun. Ég bið þig svo sannarlega að skoða að ef þú ert þreytt á vinnunni og búin að bíða lengi, lengi eftir viðurkenningu þá skaltu athuga að sú vinna eða skóli er trúlega alls ekki þinn vænsti kostur. Þú skalt alls ekki sýna óöryggi eða undirgefni í neinu sem tengist ástinni. Þegar þú mætir á svæðið vita allir að þú ert komin. Um leið og þú skilur að þú hefur þennan X-faktor þá halda þér engin bönd. Að binda Meyju niður ætti að vera lögbrot! Þú stendur á merkilegum tímamótum nákvæmlega núna og sú orka endist í þrjá mánuði. Þegar þú lítur yfir þennan tíma í desember þá getur þú séð skýrt hvernig árið þitt verður. Mottó: Þetta er minn tími! Þú lendir á fótunum Elsku Vogin mín. Þó að það sé svolítil ókyrrð í hjarta þínu og tilfinningunum þá er orkan í kringum þig og lífið alveg með besta móti. Möguleikarnir eru margir en þú þarft bara að átta þig á að kvíðahnúturinn í hjarta þínu er mögulega ekki út af neinu sem þú getur skýrt. En þessi hnútur getur valdið pirringi og fljótfærni svo segðu ekkert við fólk í kringum þig nema þú sért búin að hugsa vel hvað þú meinar raunverulega með orðum þínum Smáatriði eiga ekki að hafa áhrif á þig á neinn máta því þú ert hátt yfir það hafin. Þú blómstrar þegar hlutirnir eru stabílir þótt þú sért orka hugmynda og framfara. En moldin þarf að vera frjósöm til þess að þú blómstrir eins og þú þarft. Haustmánuðir gefa þér það að þú ferð að leita að fyllingu í hjarta þínu og lífsgæðum. Þegar líða tekur á haustið tekur þú þá stórt stökk og lendir svo gjörsamlega á fótunum, þá mun þér finnast eins og þú hefðir fyrir löngu átt að taka þetta stökk! Setningin þín er: Ég fer mína einstöku leið! Slökktu á síma og tölvu Elsku Sporðdrekinn minn, þó þér finnist þú sjá líf þitt á næstu mánuðum í þoku þá er það akkúrat sá tími sem gefur þér mesta kraftinn til að hugsa og framkvæma rétta hluti. Hin venjulega íslenska þoka kyrrir hugann og sameinar orkuna í fólki. Hún hefur áhrif á mann eins og hugleiðsla og þessi áhrif munu valda því að þér líður líkamlega miklu betur og áhyggjur minnka með mánuðunum. Þok- unni fylgir ró og rónni fylgir traust um að ver- öldin hugsi vel um þig og viti hvað er þér fyrir bestu. Þú þolir illa ofsagang og læti og skríður eins og snigill inn í kuðung þegar vesen og læti eru í kringum þig. En þetta er akkúrat að gerast núna. Þú ert samt sem áður að efla kraft þinn og orku og besta hugleiðslan fyrir þig er að hvíla þig aðeins frá áreiti; aftengja þig frá tölvum og símum. Þessi tæki gefa þér nefnilega meiri pirring heldur en fólki sem er staðsett í hinum ellefu merkjunum. Í ástinni skaltu ekki taka nein skref fyrr en þú lærir að elska sjálfan þig fyrst. Setningin þín: Ég dansa og er stórkostlegur. Veldu fyrirmyndir vel Elsku Bogmaðurinn minn, það er svo sterkt í eðli þínu að vera með fullkomnunaráráttu og orðið fullkomnunarárátta er afskaplega leiðinlegt orð. En þetta er bara vegna þess að þú vilt gera allt svo vel, stundum of vel. Svo það er mikilvægt að þú sýnir sjálfum þér meiri þolinmæði og reynir ekki að vera alltaf með allt á hreinu. Ef þú sleppir takinu þá birtast þér miklu fleiri möguleikar. Þér mun aldrei líða vel ef þú festist í vana og vani er bara þannig; eitthvað sem maður venur sig á og festist svo í. Þannig að það er því þín eina hindrun á komandi haust- mánuðum, ekki flækja þig of mikið í viðjum vanans. Þú ert í eðli þínu ævintýramanneskja og þarft að hafa möguleikann á að vera færanlegur í lífinu. Að geta hoppað frá einum steini til annars þegar þú ert að komast yfir lífsins fljót. Þú ert spegilmynd af þeim sem eru fyrirmyndir þínar, svo vandaðu valið og skoðaðu vel hverjum þú leyfir að hafa áhrif á þig. Setningin til þín er: Ekki láta berast með straumnum. Hleyptu birtunni inn Elsku fallegi Krabbinn minn, þetta er búið að vera merkilegt sumar sem hefur gefið þér sjálfstraust á svo marga vegu. En núna ertu mikið að hugsa um að þú þurfir og viljir vera handviss um að þú sért að gera rétt og hafir lagt þig allan fram. Þú ert sú týpan sem vilt borga borðið á veitingahúsunum og „tríta“ vini þína með gjöfum, en líka til að sýna hversu mikinn klassa þú hefur. En þegar þú gefur of mikið eða meira en þú átt getur það nálgast yfirborðsmennsku. Það fær þig til að finnast eins og þú sért með holu í hjartanu. Svo hleyptu þeim inn sem langar svo sannar- lega að hjálpa þér áfram, deila með þér lífinu og hleypa birtu inn í það. Þú ert eins og bambusinn: þú getur bognað en brotnar aldrei. Margt hefur gerst undan- farin misseri og hvort sem þér hefur þótt það erfitt eða létt felur það í sér lykilinn að góðu ári. Mottó: Vertu glaður! Þú stýrir eigin hamingju Elsku Steingeitin mín, þú ert fædd til að ganga hamingjusaman veg en flækir þig svo oft í viðhorfum til lífsins og þú treystir fáum þó þú eigir stóran vinahóp. Okkar stærstu og merki- legustu leiðtogar eru fæddir í þessu merki en til þess að þú náir að vera sá leiðtogi sem þú vilt vera (og átt að vera) verður þú að læra að treysta, það er lykillinn að því að hamingjan geti búið í þér. Ég á eina ofsalega góða vin- konu sem er búsett í þessu merki og hún sagði einu sinni við mig: „köld eru kvennaráð“ en í því var hún bara að meina að ég geri hvað sem ég þarf til að passa upp á þá sem eru fjölskyldan mín og þá sem ég elska. Margir mafíuforingjar eru fæddir í þessu merki og ef náinn vinur þinn myndi biðja þig um að grafa lík í garðinum þínum myndir þú gera það. Þess vegna er svo mikilvægt að vera vinur þinn þó ekkert lík þurfi nú að grafa. Í ástinni þarftu að hafa hreint og tært hjarta því það mun skila sér eins og stærsti lottó- vinningurinn. Setningin þín er: Hamingjan er í þínum höndum! Ný tækifæri með haustinu Elsku Vatnsberinn minn, þú ert svo heillandi og heitur að jöklar gætu bráðnað í návist þinni. Þú hefur svo stóran faðm og svo mikla umhyggju fyrir lífinu og tilverunni, þetta er það sem gerir þig svo dásamlega einstakan. Þú hefur svo miklar, fágætar og góðar hug- myndir um hvernig þú vilt skapa framtíðina. En það er svo ríkt í þér að taka of mikið tillit til annarra og passa að þú eyðileggir ekki neitt fyrir neinum og þess vegna ganga hlut- irnir oft hægar en þú vilt. Að mínu mati er alltaf öld Vatnsberans en þið þurfið sjálf að sækja ykkar réttindi og það sem ykkur ber, án þess að láta tengsl eða tilfinningar rugla ykkur í ríminu. Ef ég má líkja ykkur við bifreið, þá eruð þið á rosalega góðum dekkjum. Þannig að smá fyrirstaða, drulla eða pollar, verða ekki til þess að stoppa ykkar farartæki. Haustmánuðir gefa þér tækifæri til að taka u- beygju í lífi þínu. Þeir gefa þér val um að taka það fólk þú elskar með þér í nýja átt. Mottó: Þú ert líf og litur. Veislustjóri að eðlisfari Elsku Fiskurinn minn, það er svo ríkt í eðli þínu að vera veislustjóri alveg sama í hvaða partíi þú ert. Sumir kalla það stjórnsemi en það er þér í blóð borið að redda og bjarga svo allt gangi vel, helst hjá öllum. Að hafa svo magnaðan húmor, eins og þann sem þú hefur, er ekki á allra færi. Kaldhæðni svífur oft yfir setningunum þínum og eins og Winston Churchill sagði þá er það að segja brandara háalvarlegt mál. Það eru bara þeir sem hafa sterka tilfinningagreind sem geta tvistað á þessum sviðum eins og þú getur, elskan mín. Það er mikilvægt að þú athugir að hvert ár sem bætist við líf þitt gefur þér þroska og byggir upp þetta kómíska sjálfstraust þitt. Þegar þú finnur til óöryggis, elskan mín, er það bara vegna þess að þér finnst grunnurinn ekki nógu sterkur. Sá aðili sem á að vera með þér í ástinni er sá sem lætur þér líða eins og hann sé tryggt og öruggt bakland sem fær þig til að vaxa og vera afslappaður á sama tíma Setningin þín er: Hugurinn leiðir mig til sigurs. 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r40 l í F i ð ∙ F r É t t A b l A ð i ð Lífið 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 3 -7 0 1 C 1 D A 3 -6 E E 0 1 D A 3 -6 D A 4 1 D A 3 -6 C 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.