Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2017, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 01.09.2017, Qupperneq 52
Stefán þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is V ið erum með M u m f o r d & Sons, við e r u m m e ð Fleet Foxes, M i c h ­ ael Kiwanuka, við erum með Sigrid, við erum með Ásgeir, við erum með Megas, það eru endalaus bönd. Það er líka hellingur af nýju stöffi – Sigfrid, írsku hipphoppar­ arnir í Hare Squead sem eru frá­ bærir, svo er það náttúrulega Mura Masa, hann er frábær tónlistarmaður sem fer til Akureyrar líka. Svo er það auðvitað allt þetta íslenska og góða,“ segir Grímur Atlason, skipuleggj­ andi hátíðarinnar, aðspurður hverjir séu hápunktarnir í ár. Fleet Foxes Indie folk dúllurnar í Fleet Foxes koma frá Seattle í Bandaríkjunum, þeirri miklu tónlistar- borg. Þessir skeggjuðu og flannelklæddu dreng- ir gáfu út nýja plötu nú í byrjun sumars og munu líklega spila nokkur lög af henni í bland við eitthvað gamalt og gott. Sveitin ætlaði upphaf- lega að spila á tvennum tónleikum á hátíðinni en því miður urðu þeir að fresta öðrum þeirra. Mumford & Sons Folkið verður í hávegum haft en í Mumford & Sons eru Bretar sem hafa verið mjög framarlega í folk- rokk heiminum síðasta áratuginn. Þessi margverð- launaða sveit gaf meðal annars út plötuna Babel árið 2012 en hún seldist svo gríðarlega hratt að hún er sú rokkplata sem hefur selst hraðast á þessum áratug, hvorki meira né minna. Auk þess hafa þeir gefið út bestu bresku plötuna (Sigh no more árið 2011) og hlotið ein sex Grammy-verðlaun, meðal annars fyrir plötur ársins (Babel) og fyrir tónlistar- myndbandið við lagið Big Easy Express. Megas og blásturshljóm- sveit í Þjóðleikhúsinu Meistari Megas spilar í uppblásinni útgáfu, en hann mun koma fram ásamt blásturshljómsveit undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og má alls ekki missa af því enda einstakur viðburður. Sigfrid Hin kornunga, tví- tuga (!) og norska Sig- frid hefur verið að gera allt brjálað með laginu sínu Don’t kill my vibe. Það hefur tíðkast að á Airwaves komi fram listamenn sem síðar verða mjög stórir – það má alveg setja smá pening á að í þetta sinn verði það Sigfrid. Mura Masa Og það eru fleiri upprennandi unglingar að fara að mæta – Soundcloud stjarnan Mura Masa hefur verið að vinna með fólki eins og Stormzy og Charli XCX. Í sumar gaf hann út sína fyrstu plötu þannig að þetta er bara rétt að byrja hjá Mura Masa. Hann ætlar líka að halda til Akureyrar, algjör toppmaður. Michael Kiwanuka Hinn „breski Marvin Gaye“ er af úgönskum ættum og hefur verið lengi í tónlistar- bransanum – hann spilaði sem „session“ gítarleikari fyrir Chipmunk og Bashy áður en hann byrjaði sóló- feril sinn. Michael hitaði upp fyrir Adele á tónleika- ferðalagi hennar Adele Tour árið 2011. Aðdáendur þáttanna Big Little Lies ættu að kannast við kauða enda á hann upphafslag þáttanna, Cold Little Heart. AkureyringAr fá Að tAkA þátt Tónlistarunnendur á Akureyri geta tryllst úr gleði vegna þess að í ár mun hátíðin teygja anga sína alla leið norður yfir heiðar. Þetta verður tveggja daga tónlistarveisla sem Norðan- menn fá og mun það eflaust vekja mikla gleði í hjörtum margra Akur- eyringa sem hafa hingað til þurft að leggja leið sína suður yfir heiðar til að njóta Airwaves-hátíðarinnar. Í ár verður sem sagt hægt að fá sér einn ískaldan Thule beint úr kúnni, skella sér á Mura Masa og klára svo kvöldið með einum McGretzky í Nætursölunni. Nú hefur verið tilkynnt um síðasta holl lista- manna sem koma fram á Iceland Airwaves í byrjun nóvember. Eins og fyrr kennir ýmissa grasa og í fyrsta sinn frá upphafi verður hægt að sækja tónleika á Akureyri. hátíðin Airwaves komin á hreint Grímur Atlason, skipuleggjandi. 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r44 l í F i ð ∙ F r É t t A b l A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 3 -5 7 6 C 1 D A 3 -5 6 3 0 1 D A 3 -5 4 F 4 1 D A 3 -5 3 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.