Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 22
Körfubolti Íslenska körfubolta- landsliðið byrjaði ekki annað Euro- basket-ævintýri sitt vel í Helsinki í gær. 29 stiga tap á móti sterku grísku liði, 61-90, var uppskeran en léleg hittni flesta skyttna liðsins og alltof ódýrir tapaðir boltar stærstan hluta leiksins buðu hættunni heim. Frábær annar leikhluti, sem íslenska liðið vann með tólf stigum (23-11) sýndi hins vegar hvað strák- arnir geta gert þegar þeir ná sínum takti. Vörnin á hálfum velli gekk líka vel lengstum en Grikkir smjöttuðu á mistökum strákanna sem sést vel á því að þeir skoruðu 22 hraðaupp- hlaupsstig gegn 2 í leiknum og voru alls með 31 stig í kjölfarið á töpuðum boltum íslenska liðsins. Martin Hermannsson hefur verið aðalmaðurinn í sóknarleik liðsins í lokaundirbúningnum ekki síst vegna fjarveru Jóns Arnórs Stefánssonar og Hauks Helga Pálssonar vegna meiðsla. Sú staðreynd fór ekkert fram hjá Grikkjunum sem gerðu Martin lífið leitt allan leikinn. Að hika er sama og tapa og það átti vel við í gær. Haukur Helgi Pálsson var sá eini sem lét vaða og skilaði hann 21 stigi í leiknum. Það var ekki eins og hann hafi verið sjóðandi heitur heldur miklu frekar að hann keyrði á Grikkina og lét þá hafa virki- lega fyrir sér. Haukur fékk meðal annars tíu víti sem hann nýtti öll. „Haukur var sá eini af okkur sem spilaði á pari. Það eru margir í liðinu sem eiga mikið inni og þá sérstaklega ég. Ég er hundsvekktur út í sjálfan mig og er staðráðinn í að koma tvö hundruð prósent til baka á laugar- daginn,“ sagði Martin eftir leik. „Þeir vissu alveg hvað þeir ætl- uðu að gera og ég fann það strax í byrjun þegar þeir voru byrjaðir að gefa olnboga og voru ekkert að hjálpa mér. Þeir gerðu vel og ég gef þeim kredit fyrir það. Ég þarf að vera klókari og ég hef nægan tíma til að hugsa um það fyrir laugar- daginn,“ sagði Martin. Hann fékk nú að kynnast því sem Jón Arnór Stefánsson hefur oft lent í. Grikkir voru búnir að skoða hann vel og lögðu ofurkapp á að stoppa „fljót- andi“ leik hans. Jón Arnór hefur ekki áhyggjur af Martin. „Martin þarf bara að finna út úr því og hann gerir það. Hann er hörku góður og hefur sýnt það. Hann þarf bara stíga upp í sínum leik eins og við allir. Við þurfum að finna grúvið okkar því það er þarna. Við eigum alveg helling inni og það er það eina sem maður er svolítið daufur með því við getum svo miklu miklu betur. Við náðum ekki alveg að sýna það í dag nema í þennan stutta tíma,“ sagði Jón Arnór og vísar þar til ann- ars leikhlutans. Martin var næststigahæstur í íslenska liðinu á eftir Hauki ásamt fjórum öðrum en allir skoruðu þeir sjö stig. „Það voru alltof mikið af töpuðum boltum og hraðaupphlaupum í kjöl- farið. Það er rosalega dýrt fyrir okkur sérstaklega því við megum ekki gefa svona mikið af svona auðveldum körfum,“ sagði Martin. Hann faldi sig ekki fyrir sinni ábyrgð enda með sex tapaða bolta. Hræðileg þriggja stiga skotnýting var ekki heldur að hjálpa mikið (2 af 23, 9 prósent). „Það er mjög gott að vita af því að Haukur var sá eini sem var að gera eitthvað sóknarlega en samt erum við inn í leiknum fram í þriðja leik- hluta. Ef allir ná að smella á laugar- daginn þá getur allt gerst," sagði Martin að lokum. Skrifar frá Helsinki Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is Úrslit A-riðill Ísland - Grikkland 61-90 Stig Íslands: Haukur Helgi Pálsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 7, Jón Arnór Stefánsson 7, Hlynur Bæringsson 7, Martin Hermannsson 7, Kristófer Acox 7, Pavel Ermolinskij 3, Tryggvi Snær Hlinason 2. Slóvenía - Pólland 90-81 Frakkland - Finnland 84-86 B-riðill Þýskaland - Úkraína 75-63 Litháen - Georgía 77-79 Ítalía - Ísrael 69-48 EM í körfubolta Finnar gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka, 84-86, eftir framlengingu í síðasta leik gærdagsins í A-riðli. Jamar Wilson var hetja Finna. Hann kom liðinu í framlengingu og skor- aði svo sigurkörfuna þegar fimm sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sannarlega óvæntur sigur hjá heimaliðinu. 61 Ísland 90 Grikkland Fráköst Stoðsendingar Skotnýting 3 stiga skot Vítanýting Tapaðir boltar Fráköst Stoðsendingar Skotnýting 3 stiga skot Vítanýting Tapaðir boltar 32 - 46 32% - 54% 2/23 - 7/16 17 - 22 72% - 68% 22 - 20 Maður leiksins Haukur Helgi Pálsson bar af í íslenska liðinu. Hann skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsend­ ingar. Átti eina eftirminnilega troðslu yfir varn­ armann Grikkja í fyrri hálfleik. tölfræði leiksins Hundsvekktur út í sjálfan mig Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leik- hluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38- 79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. Ætla ekkert að hika á þessu móti „Við hittum illa. Við hittum á rosalega lélegan skotdag. Mér fannst við fá skot en við settum þau bara ekki niður. Það þarf að breytast. Svo þurfum við að passa boltann og þá er þetta í flottum málum,“ sagði Haukur Helgi Pálsson eftir leikinn gegn Grikkjum í gær. Hann segir að það þýði ekki að svekkja sig á úrslitunum. „Þetta er fimm leikja mót og við þurfum eiginlega að gleyma þessum leik sem fyrst. Við eigum Pólland næst og það er leikur sem við ætlum að vinna. Við þurfum að mæta vel stemmdir til leiks og gera þetta fyrir áhorfend­ urna okkar,“ sagði Haukur Helgi. Hann hikaði hvergi í leiknum í gær og spilaði af krafti. „Ég ætla ekkert að hika á þessu móti. Það gengur ekkert á móti þessum liðum. Við þurfum að setja kassann út, skjóta okkar skotum og lifa og deyja með því,“ sagði Haukur Helgi. Hlynur Bæringsson stóð í ströngu undir körfunni í leiknum gegn Grikkjum. Hann skoraði sjö stig og tók þrjú fráköst. FréttABLAðið/ernir Pepsi-deild karla FH - Kr 0-1 0­1 Tobias Thomsen (67.). efst Valur 37 Stjarnan 30 KR 26 FH 25 Grindavík 25 KA 24 neðst Breiðablik 24 Víkingur R. 22 Fjölnir 19 Víkingur Ó. 19 ÍBV 16 ÍA 10 Í dag 15.50 Kasakstan - Svartfj.l. Sport 18.30 Dell technologies Ch. Golfst. 18.35 Malta - england Sport 18.35 tékkland - Þýskal. Sport 2 18.35 Danmörk - Pólland Sport 3 20.45 HM markasyrpa Sport 22.30 Cambia Portland Cl. Golfst. Pepsi-deild kvenna Stjarnan - FH 2-0 1­0 Katrín Ásbjörnsdóttir (12.), 2­0 Harpa Þorsteinsdóttir (67.). efst Þór/KA 38 Breiðablik 33 Valur 31 ÍBV 31 Stjarnan 30 neðst FH 19 Grindavík 14 KR 12 Fylkir 8 Haukar 1 inkasso-deildin Haukar - Leiknir F. 5-3 efst Keflavík 40 Stjarnan 39 Haukar 33 Þróttur 33 HK 33 Þór 30 neðst Leiknir R. 29 Fram 26 Selfoss 24 ÍR 16 Grótta 9 Leiknir F. 7 1 . s e P t e m b e r 2 0 1 7 f ö s t u D A G u r22 s P o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð sport 0 1 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 3 -7 9 F C 1 D A 3 -7 8 C 0 1 D A 3 -7 7 8 4 1 D A 3 -7 6 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.