Fréttablaðið - 12.09.2017, Side 2

Fréttablaðið - 12.09.2017, Side 2
Veður Norðaustankaldi á Vestfjörðum, en annars hægari norðaustlægur vindur. Rigning í flestum landshlut- um, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti 4 til 14 stig. sjá síðu 18 DANMÖRK Danskar stórútgerðir hafa selt fjórum sænskum útgerð- um 23 prósent af kvóta sínum. For- maður félags strandveiðimanna, Søren Jacobsen, segir þetta afar slæmt. Undanfarinn áratug hafi 49 litlum höfnum verið lokað vegna þess að kvótarnir eru komnir á svo fáar hendur. Jacobsen segir í viðtali við danska ríkisútvarpið að fiskurinn sé sam- eiginleg auðlind þjóðarinnar sem verið sé að selja úr landi. Þar með tapist mörg störf. Sænskar útgerðir eiga nú danska síldar- og makríl- k v ó t a u p p á r ú m l e g a einn milljarð d a n s k r a króna. – ibs Reiði vegna sölu á kvóta til Svía Allt til reiðu á Alþingi Starfsmenn Alþingis lögðu í gær lokahönd á undirbúning fyrir störf þingsins sem sett verður í dag eftir sumarhlé. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár verður lagt fram á fimmtudag. Búist er við að sveitarstjórnarkosningar í vor liti starfið inni á þingi eftir áramót. Sá nánar á síðu 4 Fréttablaðið/SteFán Danskar útgerðir selja kvóta úr landi.2x10 PI PA R\ TB W A • S ÍA Láttu mæla í þér sjónina Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 stjóRNsýslA Átta ráðuneyti eyddu alls tæplega 2,7 milljónum króna í leigu- bílaferðir fyrir starfsfólk sitt í ágúst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti sem birt hefur verið á vefsíð- unni opnirreikningar.is sem tekin var í gagnið í gær. Tilgangur nýju vefsíðunnar er að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins þar sem skoða má yfirlit yfir greidda reikninga úr bókhaldi ráðu- neyta nánast í rauntíma. Í gær var birt yfirlit yfir ágústmánuð og þar er ein þjónusta sem virðist koma oftar fyrir en aðrar. Það eru reikningar fyrir viðskipti starfsfólks ráðuneytanna við leigubílafyrirtækið Hreyfil. Ríkið er með tveggja ára samning um leigubílaakstur við Hreyfil eftir útboð Ríkiskaupa í fyrra. Leigubílana notar starfsfólk í erindagjörðum við- komandi ráðuneyta, til dæmis ef komast þarf til fundar og er ætlast til að leigubílar séu notaðir á stórhöfuð- borgarsvæðinu. Ef um lengri ferðir út á land er að ræða ber þó að leigja bílaleigubíla samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Af þessum átta ráðuneytum sem nýttu sér þjónustu Hreyfils í síðasta mánuði stendur utanríkisráðuneytið upp úr. Starfsfólk þess eyddi lang- mest allra ráðuneyta, eða tæplega 1,6 milljónum króna. Munar þar mest um reikning frá 9. ágúst sem nemur alls ríf- lega 886 þúsundum króna. Næst á eftir er velferðarráðuneytið með 377 þúsund krónur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eyddi 220 þúsund krónum og innanríkisráðu- neytið 132 þúsundum. Fréttablaðið leitaði skýringa á miklum kostnaði hjá utanríkisráðu- 2,7 milljónir í leigubíla frá ráðuneytum í ágúst Átta ráðuneyti greiddu hátt í þrjár milljónir króna fyrir leigubílaferðir í ágúst. Utanríkisráðuneytið eyddi nær 1,6 milljónum. Leigubílar eru notaðir í ýmis erindi á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ber að leigja bílaleigubíla fyrir lengri ferðir. Stöðugur straumur leigubíla virðist liggja að ráðuneytunum. Fréttablaðið/Vilhelm leigubílaferðir ráðuneyta 1. til 31. ágúst ráðuneyti Fjöldi reikninga Upphæð kr. Utanríkisráðuneyti 22 1.571.825 Velferðarráðuneyti 16 377.793 Atvinnuvega- og nýskráðun. 3 220.869 Innanríkisráðuneyti 12 132.478 Fjármála- og efnahagsráðun. 12 115.989 Forsætisráðuneyti 7 92.521 Umhverfis- og auðlráðun. 9 90.214 Mennta- og menningarmálar. 10 84.763 alls kr. 2.686.452 neytinu sem segir eðlilegt að kostn- aður vegna leigubíla sé mun hærri þar en hjá öðrum ráðuneytum. „Hluti af skyldum ráðuneytisins þegar kemur að heimsóknum erlendra gesta er að sjá um akstur.“ 886 þúsund króna reikningurinn er sagður hafa fallið til í júní og sé tilkom- inn vegna tveggja viðburða. Annars vegar fundar utanríkisráðherra Eystra- saltsráðsins og móttöku aðmírálanna Johnstones og Townsends. Drjúgur hluti heildarupphæðarinnar komi til vegna hátíðarhaldanna 17. júní sem fjöldi erlendra sendiherra sótti. Bent er á að viðkomandi reikningar hafi verið bókaðir og greiddir í ágúst, en mestur kostnaður fallið til fyrr í sumar. Ef kostnaður vegna leigubílaferða ráðuneytanna í ágúst er dæmigerður fyrir aðra mánuði er ljóst að ráðuneyt- in verja ríflega 32 milljónum í fargjöld með leigubílum á ári. mikael@frettabladid.is NOREGuR Ríkisstjórn Ernu Sol- berg, forsætisráðherra Noregs, hélt velli í þingkosningum í Noregi í gær. Er Fréttablaðið fór í prentun var búið að telja ríflega tvo þriðju hluta greiddra atkvæða og höfðu stjórnarflokkarnir þá 87 þingmenn en stjórnarandstaðan 82 þingmenn. Niðurstaðan er vonbrigði fyrir Verkamannaflokkinn sem mældist með um fjörutíu prósenta fylgi í könnunum fyrir nokkrum vikum. Úr kjörkössunum fékk flokkurinn þó aðeins um 27 prósent. Jonas Gahr Støre, formaður flokksins, verður því ekki forsætisráðherra. Hægriflokkur Solberg og Fram- faraflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn síðustu fjögur árin með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Venstre. Smærri flokkar landsins koma ekki til með að vera í odda- sæti við stjórnarmyndun líkt og kannanir höfðu bent til. – jóe Stjórn Solberg hélt meirihluta sAMFÉlAG „Þó að embætti Ríkislög- reglustjóra fari fram á þetta þá getur Útlendingastofnun í raun sagt nei og þar við situr,“ segir Guðmundur Karl Karlsson, fjölskylduvinur Mal- eki feðginanna Haniye og Abrahim. Ríkislögreglustjóri fór í gær fram á að brottflutningi þeirra úr landi yrði frestað vegna formgalla á birtingu ákvörðunar um hann. Útlendinga- stofnun á eftir að taka afstöðu. Í dag verður lagt fram frumvarp um ríkisborgararétt handa feðginunum og annarri fjölskyldu sem einnig er fyrirhugað að fari úr landi á fimmtu- dag. – jóe Óvíst hvort frestun fæst haniye maleki 1 2 . s E p t E M b E R 2 0 1 7 Þ R I ð j u D A G u R2 F R É t t I R ∙ F R É t t A b l A ð I ð 1 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 5 -7 1 4 4 1 D B 5 -7 0 0 8 1 D B 5 -6 E C C 1 D B 5 -6 D 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.