Fréttablaðið - 12.09.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 12.09.2017, Síða 4
Tækni Búist er við því að Apple muni kynna nýjan og afar dular- fullan snjallsíma í dag samhliða því að kynna iPhone 8 og iPhone 8 Plus. Eins og áður hefur komið fram mun nýi síminn bera nafnið iPhone X en það nafn fannst þegar fjöl- margir tækniáhugamenn grúskuðu í gögnum stýrikerfisins iOS11 sem lak á netið á dögunum. Upplýsingar sem fundust í hinu lekna stýrikerfi gefa ágætis mynd af iPhone X. Má til dæmis nefna þriggja gígabæta vinnsluminni, líkt og er í iPhone 7 Plus, og sex kjarna Apple A11 örgjörva. Þá mun síminn hafa að minnsta kosti eina tólf megapixla myndavél á bakhlið- inni, jafnvel tvær, og sjö megapixla myndavél á framhliðinni. Athyglisverðast þykir hins vegar að gögnin bendi til þess að öll fram- hlið iPhone X verði skjár, líkt og má sjá á Samsung Galaxy S8. – þea Dularfullur iPhone kynntur Fjölmiðlar „Ég vil skila skýrslu til ráðherra í þessum mánuði,“ segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndar sem fjallar um bætt rekstr- arumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Það var Illugi Gunnarsson, þáver- andi mennta- og menningarmála- ráðherra, sem skipaði nefndina hinn 3. janúar síðastliðinn. Illugi sagði að nefndin væri skipuð í fram- haldi af því að fulltrúar einkarek- inna fjölmiðla hefðu vakið athygli stjórnvalda á erfiðleikum sem blasa við í rekstri þeirra. Núverandi ráð- herra, Kristján Þór Júlíusson, tekur við skýrslunni af nefndinni. – jhh Styttist í skil á fjölmiðlaskýrslu Björgvin Guðmundsson Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 SLÁANDI SEPTEMBER AFSLÁTTUR *Tilboðið gildir til 30. september 2017 - 1.000.000 kr. Allir sem kaupa eða panta nýjan Dodge hjá Ís-Band í september, geta fengið sláandi afslátt. Með 1.000.000 kr afslætti. DÆMI: 7 manna lúxusjeppi 9.990.000 kr. MEÐ AFSLÆTTI: 8.990.000 kr. STjórnmál Alþingi kemur saman í dag. Viðmælendur Fréttablaðsins búast við átakavetri. Fyrstu fjárlög sitjandi ríkisstjórnar verða lögð fram á fimmtudaginn, en fjárlög yfirstandandi árs voru afgreidd áður en ríkisstjórnin var mynduð. „Þessi fjárlög hljóta að verða prófsteinn á stjórnarsamstarfið og hvort það haldi, því hún hefur aldrei farið í gegnum fjárlög saman, þessi ríkisstjórn,“ segir Grétar Þór Eyþórs- son, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um ástand og horfur við upphaf þings. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, tekur í svipaðan streng. „Þetta verður fyrsti heili þingvetur ríkisstjórnarinnar og það mun því reyna meira á hana og hún getur ekki skýlt sér á bak við að hún sé nýtekin við,“ segir Birgir. Markmiðið er uppgangur „Það er viðfangsefni ríkisstjórnar- innar í heild að standa þannig að ríkisfjármálum að við getum vænst áframhaldandi uppgangs í stað þess að lenda í einhverjum spíral niður á við,“ segir Birgir og bendir á að það geti verið meiri vandi að stjórna rík- isfjármálum þegar vel árar en þegar herðir að. Birgir bendir einnig á viðkvæma stöðu í kjaramálum og gera megi ráð fyrir að þau verði rædd á þinginu í vetur. „Það ræður miklu um þann árangur sem stjórnin getur náð í efnahagsmálum að vel takist til á vettvangi kjaramála,“ segir hann. Vantar 18 milljarða króna Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt síðastliðið vor án þess að fyllt væri upp í það skarð sem myndaðist þegar fallið var frá því að setja ferðaþjónustuna upp í almenna virðisaukaskattsþrepið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bíða þess nú að sjá hvernig fyllt verður í það skarð og búa sig undir átök um ríkisfjármálin í haust. „Stjórnarflokkarnir eru með 18 milljarða óleysta á milli sín og við sjáum væntanlega hvernig þeir ætla að leysa það þegar bandormurinn kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, og bætir við: „Fjármálaráðherra og hans flokkur vildi sækja þetta til ferðaþjónustunnar en flokkur for- sætisráðherra vildi það ekki og þess vegna var fallið frá því. Talað var um að úr þessu yrði skorið í haust. Þannig að við munum væntanlega sjá það þegar fjárlögin verða lögð fram hvernig það verði leyst.“ Undir þetta tekur Logi Már Ein- arsson, formaður Samfylkingarinn- ar. Hann telur að stjórnin muni líka eiga erfitt með landbúnaðarmálin, sjávarútvegsmálin og Evrópumálin. Fleiri nefna landbúnaðarmál. Sér- staklega vanda sauðfjárbænda sem Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að stjórninni gæti orðið skeinuhættur. „Mér sýn- ist hann gæti vafist fyrir stjórnar- samstarfinu svona miðað við yfir- lýsingar sem menn eru að gefa.“ Kosningavetur fram undan Kosið verður til sveitarstjórna næsta vor og eiga menn von á að það muni setja nokkurn svip á seinni hluta þingvetrarins. „Auðvitað hefur það alltaf ákveð- in áhrif á störf þingsins. Þá má vænta þess að flokkarnir á þinginu reyni eftir bestu getu að stilla sér þannig upp og haga málflutningi sínum þannig að það nýtist sam- herjum þeirra á sveitarstjórnar- stiginu og búast má við því að það verði meira áberandi eftir því sem nær dregur,“ segir Birgir. Grétar Þór á þó helst von á því að borgarmálin geti haft áhrif í þing- inu. „Þróun mála í Reykjavík og kosningabaráttan þar gæti farið að hafa áhrif eftir áramót,“ segir Grétar og nefnir einnig að staðan í Reykja- nesbæ og pólitíkin þar geti haft áhrif inn í þing vegna þeirrar stöðu sem þar hefur verið uppi. adalheidur@frettabladid.is Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. Ríkisráð kom saman á Bessastöðum í gær og Alþingi verður sett í dag. Búist er við átakavetri. FRéttABlAðið/SteFán Þróun mála í Reykjavík og kosningabaráttan þar gæti farið að hafa áhrif eftir áramót. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði STjórnSÝSla Nemi við Háskóla Íslands fær ekki fæðingarstyrk námsmanna frá Fæðingarorlofssjóði. Ástæðan er sú að hún féll í áfanga. Konan eignaðist barn síðari hluta árs 2016. Í nóvember sótti hún um fæðingarstyrk námsmanna en var synjað þar sem hún hafði ekki verið í fullu námi samfellt í að minnsta kosti sex af síðustu tólf mánuðum. Konan komst að þungun sinni í miðri prófatíð á vorönn ársins 2016. Þá önn hafði hún verið í 26 einingum í skólanum en stóðst próf í sextán einingum. Sagði hún meðal annars að uppgötvunin hefði haft þau áhrif á hana að hún gat ekki einbeitt sér í því prófi sem hún féll í. Ekki var í boði fyrir hana að taka endurtektarpróf. Haustönnina á undan hafði hún staðist 30 einingar. Fullt nám telst vera 22-30 einingar. Fæðingarorlofssjóður mat það svo að konan hefði ekki verið í fullu námi á vorönn 2016. Þá taldi sjóðurinn að tiltekin tímalengd náms hennar á haustmisseri 2015 og haustmisseri 2016 að fæðingardegi barnsins næði ekki sex mánuðum. Konan lagði fram vottorð frá læknum sem í stóð að hún sýndi einkenni þunglyndi og kvíða. Sérfræðilæknir Fæðingarorlofs- sjóðs var á annarri skoðun og því voru ekki talin skilyrði til að veita styrkinn af heilsufarsástæðum móðurinnar. Þessi niðurstaða var staðfest af úrskurðarnefnd velferðar- mála. – jóe Fær ekki fæðingarstyrk námsmanna því hún féll í einum áfanga námskonan eignaðist barn undir lok síðasta árs. nORDiCPHOtOS/GettY 1 2 . S e p T e m b e r 2 0 1 7 Þ r i ð j U D a G U r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 1 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 5 -8 5 0 4 1 D B 5 -8 3 C 8 1 D B 5 -8 2 8 C 1 D B 5 -8 1 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.