Fréttablaðið - 12.09.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 12.09.2017, Síða 10
Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Vitað er um fjóra sem fórust er fellibylurinn Irma skall á Flórída. Irma taldist í gær annars stigs hitabeltisóveður. Donald Trump Banda- ríkjaforseti segist munu nýta öll úrræði til að hjálpa íbúum ríkisins. Tjónið af Irmu og Harvey er metið um 30 þúsund milljarðar króna. Við flytjum snilligáfu til þeirra sem rækta hana 16 -2 68 8 – H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Bandaríkin Sex milljónir heimila í Flórída voru án rafmagns í gær eftir að fjórða stigs fellibylurinn Irma gekk þar á land. Þýðir það að heimili um 62 prósenta íbúa voru rafmagns- laus þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Bylurinn var staddur yfir miðju Flórídaríkis í gær og á leið í norð- vestur. Hann hafði þó veikst eftir að hann gekk á land og flokkaðist sem annars stigs hitabeltisóveður í gær. Talið er að fjórir hið minnsta hafi farist í óveðri gærdagsins í Banda- ríkjunum. 37 létu lífið þegar storm- urinn gekk yfir Karíbahafseyjar. Þar af dóu tíu á Kúbu. Rick Scott ríkisstjóri flaug yfir Keys-svæðið, sem er syðst í ríkinu, í gær. Í viðtali við Miami Herald sagði hann að raflínur hefðu slitnað víðs- vegar um ríkið. „Fjölmargir vegir eru einnig ófærir þannig að allir þurfa að sýna þolinmæði á meðan við vinnum okkur út úr þessu.“ Scott sagði að þeir Flórídabúar sem rýmdu svæðið og flúðu til nær- liggjandi ríkja þyrftu að bíða í þó nokkurn tíma áður en þeir gætu snúið heim. Koma þyrfti á rafmagni á ný, gera við vatnslagnir og sam- göngumannvirki. „Fólk þarf að forðast það nú að gera mistök eins og á til að gerast við þessar aðstæður. Fólk fer oft þar sem rafmagnslínur liggja á jörðinni, þar sem er ekki óhætt að vera. Það er svo mikið tjón víðs vegar um ríkið,“ sagði ríkisstjórinn. Samkvæmt Miami Herald mega íbúar Flórída búast við því að far- símar þeirra nái sambandi á ný innan skamms. Hins vegar gætu verið dagar eða jafnvel vikur þar til rafmagn verður komið á að nýju. Segir jafnframt að í Miami-Dade- sýslu sé nærri milljón án rafmagns en tekist hafi að koma því á á um tvö hundruð þúsund heimilum nú þegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að lýsa yfir ham- faraástandi í Flórída og opnaði þar með á að ríkið fengi styrki frá alríkis- stjórninni til að hjálpa til við upp- byggingu. Áður hefur verið fjallað um að sjóðir Almannavarna Banda- ríkjanna séu að tæmast en stutt er frá því fellibylurinn Harvey gekk yfir Texas og Louisiana. „Slæmu fréttirnar eru þær að þetta er einhvers konar risavaxið skrímsli,“ sagði Trump við blaða- menn í gær og bætti því við að tjónið væri afar mikið og dýrt yrði að end- urbyggja ríkið. „Nú höfum við hins vegar bara áhyggjur af mannslífum, ekki peningum,“ sagði forsetinn. Þá lofaði hann síðar um daginn að alríkisstjórnin myndi beita sér af fullum krafti til að hjálpa íbúum Flórída. „Þetta eru gríðarlega alvar- legar hamfarir og við munum nýta öll okkar úrræði til að hjálpa sam- löndum okkar. Þegar Bandaríkja- menn eru í neyð taka Bandaríkja- menn höndum saman. Við erum eitt ríki,“ sagði forsetinn á minningarat- höfn þar sem fórnarlamba hryðju- verkaárásanna sem framdar voru 11. september árið 2001 var minnst. Einkarekna veðurstofan Accu- Weather birti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem tjónið af völdum Irmu og Harvey er metið á um 290 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar um þrjátíu billjónum króna eða 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna. thorgnyr@frettabladid.is Gífurlegt úrhelli fylgdi Irmu þegar fellibylurinn náði til Jacksonville. Afleiðingin var sú að margir óðu vatn upp í mitti en aðrir gripu til fljótandi fararskjóta. Hver dropi til viðbótar viðheldur háu vatnsyfirborði. NordIcpHotos/AFp Þetta eru gríðarlega alvarlegar hamfarir og við munum nýta öll okkar úrræði til að hjálpa samlöndum okkar. Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna 1 2 . s e p t e m B e r 2 0 1 7 Þ r i Ð J U d a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð 1 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 5 -8 0 1 4 1 D B 5 -7 E D 8 1 D B 5 -7 D 9 C 1 D B 5 -7 C 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.