Fréttablaðið - 12.09.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.09.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@frettabladid.is Skítugt skólp Í nýrri skýrslu Umhverfisstofn­ unar kemur fram að árið 2014 hafi fjórðungur landsmanna ekki búið við neina skólphreins­ un. Þrátt fyrir að öll þéttbýlis­ svæði hafi átt að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun í lok árs 2005. Gagnrýnir stofnunin fyrir­ komulagið sem stuðst er við og segir að skýra þurfi ábyrgðar­ skiptingu á milli sveitarfélaga sem rekstraraðila fráveitna, fyrirtækja, heimila í dreifbýli og eftirlitsaðila. Óásættanlegt er að ríki sem býr yfir jafnmiklum fjármunum og Ísland hreinsi ekki skólp og dæli því óhreinsuðu út í náttúr­ una. Betur má ef duga skal. Flautað til leiks Þingsetning á morgun og heill vetur af frumvörpum, umræðum og ályktunum fram undan. Eitt sem vekur áhuga er hvort frum­ varp um breytingar á lögum um mannanöfn verði lagt fram á þinginu. Dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurn Áslaugar Örnu Sigur­ björnsdóttur um stöðu frum­ varpsins á föstudag og sagði markmið sitt að leggja það fram á komandi vetri. Foreldrar sem vilja skíra börn sín nöfnum sem þykja nú algjörlega óboðleg sjá sér leik á borði. Til dæmis væri hægt að skíra börn sín stór­ undarlegum nöfnum með z­um og c­um. thorgnyr@frettabladid.is Allur borðbúnaður fyrir veitingahús gsimport.is 892 6975 Íslenskt samfélag hefur tekið umtalsverðum breyt-ingum til hins betra frá því að Alþingi hlaut löggjafar-vald í ýmsum sérmálum með stjórnarskránni árið 1874. Fyrir það fyrsta, þá var Ísland enn hluti af danska konungsveldinu og átti stjórnmálabaráttan eftir að litast af þeirri stöðu. Þjóðartekjur á mann voru með því lægsta í Evrópu á þessum tíma. Að sama skapi voru allir þingmenn þjóðarinnar 36 talsins karlmenn. Ljóst er að samfélagsleg þróun hefur verið okkur Íslendingum hag- stæð þegar litið er til vaxtar þjóðartekna og að þingið í dag endurspeglar mun betur samfélag sitt, til að mynda er hlutfall kvenna og karla á þingi jafnt. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í dag eru af öðrum toga en viðfangsefnið er alltaf hið sama, þ.e. hvernig bætum við íslenskt samfélag. Hvernig tryggjum við að gæði velferðarsamfélagsins séu á meðal þess besta sem gerist í veröldinni? Vinna þarf betur að ýmsum málum. Leyfi ég mér að nefna þrennt sem ætti að vera forgangsmál á komandi þingvetri: efla þarf heilbrigðis- þjónustu og minnka þarf greiðsluþátttöku sjúklinga, bæta þarf stöðu eldri borgara og styðja verður betur við menntakerfið. Við munum hins vegar ekki bera gæfu til þess að ná árangri nema að við tryggjum að grunnat- vinnuvegir þjóðarinnar séu samkeppnishæfir. Stöðugt hagkerfi og traust efnahagsstjórn er lykilforsenda þess. Áhrif þingsins og þverrandi traust á það hefur verið til umræðu undanfarin misseri. Þetta er stórvarasöm þróun því að hún grefur undan þrískiptingu valdsins í lýðræðisþjóðfélögum. Ef löggjafarvaldið er veikburða hefur það áhrif á alla stjórnmálaþátttöku, þ.e. áhugi á stjórnmálum sem hreyfiafli fer dvínandi og áhrif þess eru ófyrirséð. Hvað er til ráða? Að mínu mati er fram- vindan í höndum þingmanna þjóðarinnar. Þingmenn hafa það í valdi sínu að koma fram með umbótamál og vinna þeim fylgi. Efling löggjafarvaldsins liggur fyrst og síðast hjá okkur þingmönnum. Þeir þingmenn sem reyna að varpa ábyrgðinni á aðra eru á villigötum. Allur þingheimur þarf að huga að því mun betur hvernig megi auka traust og ásýnd þingsins. Það verður best gert með málefnalegri framgöngu og leita leiða til að bæta sam- félagið okkar. Betra samfélag Lilja Alfreðsdóttir þingmaður Fram- sóknarflokksins Þingmenn hafa það í valdi sínu að koma fram með umbóta­ mál og vinna þeim fylgi. Enn er of snemmt að segja hvort mann-anna verk hafi átt sinn þátt í hamförun-um vestanhafs á undanförnum vikum. Ógnarkraftur fellibyljanna Harveys og Irmu var slíkur að annað eins hefur ekki sést öldum saman. Loftslagsvísindin eru þess eðlis að það mun taka langan tíma að skera úr um hvort losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi breytingar á veðrakerfum hafi magnað styrk fellibyljanna. Þó bendir margt til að svo sé. Samkvæmt skýrslu milli- ríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar er líklegt að hlýnun af manna völdum leiði til öflugri fellibylja víða um heim. Áætlað er að styrkur þeirra aukist um 2 til 11 prósent á næstu áratugum og að úrkomumagn þeirra aukist um 10 til 15 prósent. Þrátt fyrir hinar miklu hörmungar í Houston, Flórída og ekki síst Karíbahafi, þar sem heilu byggð- irnar þurrkuðust út, þá tókst að bjarga þúsundum mannslífa með samstilltu átaki opinberra stofnana, hjálparstofnana og bandarískra yfirvalda. Bandaríkin eru hins vegar ekki í framvarðarlínu þeirra sem koma til með að mæta áhrifum loftslags- breytinga af manna völdum. Þróunarríkin – einmitt þau ríki sem minnst hafa losað af gróðurhúsaloft- tegundum – eru þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir breytingum á veðrakerfum plánetunnar. Sem fyrr fellur það þeim í skaut sem minna mega sín að axla byrðarnar. Fátækt fólk mun bera hitann og þungann af loftslagsbreytingum, einfaldlega vegna þess að það býr frekar á suðræðum breiddar- gráðum en efnaðir einstaklingar. Það eru þessi suðrænu svæði sem munu ganga í gegnum lengri og verri þurrka, hitabylgjur, skógarelda, fellibylji og flóð. Systkinin Harvey og Irma ættu að vera áminning til okkar um þær áskoranir sem blasa við okkur og komandi kynslóðum. Þróunarríkin ættu ekki að þurfa að axla byrði loftslagsbreytinga einsömul. Í raun er það siðferðileg skylda vestrænna ríkja að aðstoða þau í yfirvofandi breytingum, um leið og þjóðir heims freista þess að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Mildun loftslagsbreytinga ætti að vera jafn mikilvægt markmið og að aðlagast þeim. Það sem liggur til grundvallar er nefnilega ekki sú hugmynd að orkuskipti og umhverfisvænni lifnaðar- hættir geri samfélag okkar betra. Frekar ætti leiðar- ljós okkar að vera það viðhorf að óbreytt ástand kemur verst niður á þeim sem minna mega sín, nátt- úrunni og auðvitað kynslóðum framtíðar innar. Það er sjaldan hægur leikur að fyrirgefa syndir feðranna, en við getum í það minnsta lært af þeim. Syndir feðranna Fátækt fólk mun bera hitann og þungann af loftslags­ breytingum. 1 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 1 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 5 -7 B 2 4 1 D B 5 -7 9 E 8 1 D B 5 -7 8 A C 1 D B 5 -7 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.