Fréttablaðið - 12.09.2017, Page 21

Fréttablaðið - 12.09.2017, Page 21
Núvitund eða gjörhygli er þýðing á enska orðinu mindfulness og er einfald- lega það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Að einsetja sér að beina athyglinni að núverandi augnabliki, hlutlaust og taka því eins og það er,“ útskýrir Bridget Ýr, eða Bee eins og hún er ávallt kölluð, en hún hefur kennt núvitund á Heilsustofnun NLFÍ frá árinu 2006. „Oft gleymist reyndar að tala um að auk þess að vera með athyglina í núinu snýst núvitund einnig um að lifa í augnablikinu án þess að dæma. Það þýðir að við lærum að taka á móti hugsunum okkar, tilfinningum og líkamlegum einkennum, án þess að lenda í baráttu,“ segir hún. Námskeiðið, sem stendur í átta vikur, er fyrir alla þá sem vilja bæta líðan sína og líf sitt. Þó sérstaklega fyrir þá sem eru að fást við einhver vandamál, andleg eða líkamleg. „Æ fleiri rannsóknir hafa birst á allra síðustu árum sem hafa sýnt fram á að núvitund nýtist afar vel fólki sem er að berjast við verki, háþrýsting, svefnerfiðleika, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Núvitund nýtist einnig við sál- fræðilegum vandamálum, á borð við endurtekið þunglyndi, streitu, kulnun, kvíða og ofsakvíða.“ Læra að lifa í núinu Bridget Ýr „Bee“ McEvoy kennir nám- skeiðið Núvitund – mindfulness hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Bridget Ýr „Bee“ McEvoy hefur kennt fjölmörg námskeið um núvitund hjá Heilsustofnun NLFÍ. Rósa Richter, sálfræðingur og list- meðferðarfræðingur. Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á að EMDR er hrað-virkasta meðferð sem völ er á þegar fólk er að fást við smá eða stór áföll. Stofnanir á borð við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og APA, samtök sálfræðinga í Bandaríkjunum, mæla með EMDR sem fyrsta vali við úrvinnslu áfalla, atvika eða upplifana sem áttu sér stað í fortíðinni en hafa ennþá töluverð áhrif á lífsgæði við- komandi,“ útskýrir Rósa Richter sálfræðingur og listmeðferðar- fræðingur. Hún hefur sjálf unnið mikið með EMDR meðferð og hefur árangur- inn komið henni á óvart. „Þetta er öflugasta meðferð sem til er við áföllum,“ segir Rósa sem fannst þó leiðinlegt að geta aðeins boðið upp á slíka meðferð til þeirra sem hefðu efni á sálfræðimeðferð. „Þá rakst ég á upplýsingar um suður- ameríska sálfræðinga sem þróað höfðu hópmeðferð í EMDR með góðum árangri. Ég ákvað síðan í samvinnu við Heilsustofnun NLFÍ að bjóða upp á hópmeðferð þar sem ég gæti blandað saman EMDR og listmeðferð og hefur árangurinn verið mjög mikill.“ Rósa bendir á að EMDR virki ekki aðeins eftir áföll heldur einn- ig við öðrum kvillum á borð við þunglyndi, kvíða og fleiri raskanir. „Sérfræðingar eru farnir að tengja flestar þessar raskanir við einhvers konar áföll sem fólk hefur orðið fyrir. Þess vegna virkar EMDR mjög vel og fólk nær að vinna á vandanum sem það á að etja við í dag með því að takast á við rót vandans.“ Námskeiðið hentar því einnig þeim sem hafa endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri, hafa svo dottið í sama farið aftur en eru tilbúnir að skoða rót vandans. „Námskeiðið gerir fólki kleift að öðlast dýpri skilning á því sem liggur að baki hegðun- inni og gefur fólki verkfæri til að vinna bug á henni,“ segir Rósa. Á námskeiðinu lærir fólk: l aðferð sem hjálpar við að breyta hegðun. l að öðlast innri ró og frið með hjálp hugleiðslu og slökunar. l að hafa gaman, leika sér og sleppa tökunum. Nánari upplýsingar á www.heilsu- stofnun.is Tekist á við rót vandamálanna Á námskeiðinu „Aukið frelsi – aukin hamingja“ á Heilsu- stofnun NLFÍ sameinar Rósa Richter vestrænar meðferðir eins og EMDR og listmeðferðarfræði og aldagamlar leiðir eins og hugsleiðslu, dans og sköpun. Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða á netfangið heilsa@heilsustofnun.is Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Helgarnámskeið með Rósu Richter sálfræðingi og listmeðferðarfræðingi Aukið frelsi - aukin hamingja Núvitund – mindfulness Námskeiðið hentar þér ef þú hefur endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri en hefur svo dottið í sama farið aftur og aftur. Með hjálp listarinnar og EMDR meðferð munt þú læra einfalda en mjög virka aðferð sem þú getur notað eftir námskeiðið til að fást við erfiðar tilfinningar. Rósa mun einnig kenna grunn í hugleiðslu og núvitund. Á námskeiðinu verður sungið, dansað, leirað, málað, hlegið og sköpunarkraftinum gefinn laus taumur. Listin kallar fram allan tilfinningaskalann og endurvekur barnið og skapandann sem býr innra með okkur. Einnig er innifalið: ljúffengur og hollur matur, gisting í tvær nætur, aðgangur að baðhúsi og sundlaugum. Verð: 59.000 kr. Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð. Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna. Á námskeiðinu eru lögð áhersla á að að beina athyglinni að núverandi augnabliki, hlutlaust og taka því eins og það er. Núvitund nýtist afar vel fólki sem er að berjast við verki, háþrýsting, svefnerfiðleika, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Núvitund nýtist einnig við sálfræðilegum vandamálum, s.s. endurteknu þunglyndi, streitu, kulnun og kvíða. Kennari er Bridget “Bee” McEvoy, RPN, en hún hefur kennt núvitund á Heilsustofnun frá árinu 2006. Öll námskeiðsgögn eru innifalin, aðgangur að sundlaugum á námskeiðstímanum og matarklúbbskort sem veitir 30% afslátt af hádegis- og kvöldverði. Verð: 59.000 kr. Næstu námskeið verða 22.-24. september og 8.-10. nóvember 2017 Næstu námskeið hefjast 11. október 2017 og 7. febrúar 2018 Átta vikna námskeið, kennt á miðvikudögum kl.15:30-17:30 Grænumörk 10, 810 Hveragerði Sími 483 0300 - www.heilsustofnun.is KYNNINGARBLAÐ 5 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 2 . s E p t E M B E R 2 0 1 7 NÁMsKEIÐ 1 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 5 -8 9 F 4 1 D B 5 -8 8 B 8 1 D B 5 -8 7 7 C 1 D B 5 -8 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.