Fréttablaðið - 12.09.2017, Page 26

Fréttablaðið - 12.09.2017, Page 26
Þótt geitungurinn sé tekinn í burtu úr glasinu er ekki æskilegt að drekka drykkinn. l Að það er jafn mikið af bakter­ íum á hraðbönkum og almenn­ ingssalernum? Þær eru líka af svipuðum toga. l Að ef þú ert þreytt/þreyttur er fátt sem jafnast á við hreyfingu? Þó þú getir varla hugsað þér að fara á æfingu eftir langan og strangan vinnudag þá gefur hreyfingin þér aukna orku. Ástæðan er sú að hún eykur blóðflæði og þar með súrefnis­ flæði um líkamann sem verður til þess að þú hressist. l Að það að skrifa glósur á blað hjálpar þér að muna? Ástæðan er sú að þú nærð aldrei að skrifa allt og verður því að hlusta og ná aðalatriðunum. Ef þú slærð minnisatriðin inn á tölvu er auðveldara að gera það vélrænt og án þess að taka eftir því sem verið er að segja. l Að hægt er að fyrirbyggja meira en 30 prósent krabbameina með því að forðast áfengi og sígar­ ettur, borða hollt og hreyfa sig reglulega? l Að mataræði föður fyrir getnað getur haft áhrif á heilsu afkvæmis? l Að með því að hreyfa sig í hálf­ tíma á dag sex daga vikunnar má draga úr líkum á ótímabærum dauða um allt að 40 prósent? l Að það að vinna lengur en til 65 ára aldurs lengir lífið? l Að neglur á höndum vaxa hraðar en táneglur? Ástæðan er talin sú að hendurnar fá meiri sól en fætur sem er talið örva vöxtinn. Vissir þú...? Það eru margir geitungar á sveimi þessa dagana. Þeir sækja sérstak-lega í sætan mat og drykki, eins og bjór og gos. Ef þú færð geitung í drykk- inn þinn ættirðu ekki að drekka meira úr glasinu, jafnvel þótt þú fjarlægir hann, að því er deildarstjóri hjá meindýraeftir- liti norska landlæknisembættisins segir í samtali við vef NRK. „Það er vel hægt að taka geitunginn upp með gaffli, hann stingur engan eftir sundið. Hins vegar er rétt að hella drykknum. „Geitungurinn gæti hafa verið á dauðu dýri þótt það sé ósennilegt. Að minnsta kosti vill maður ekki drekka drykk sem gæti innihaldið bakteríur frá flugunni. Ekki hafa sætmeti á borðum þar sem geitungar sveima. Geitungar eru rándýr og veiðimenn. Þeir sækja í kjöt fyrri hluta sumars en verða sælkerar þegar haustar.“ Er fluga í drykknum? Gróft brauð með lárperu og tóm- ötum er kjörinn morgunmatur. Eftirfarandi uppskrift að rúgkökum er einföld og þægileg. 5 dl heitt vatn (42 gráður) 2 tsk. salt 2 msk. sykur ½ dl ólívuolía 11 g þurrger 5 dl rúgmjöl 4 dl heilhveiti Hitið ofninn í 220 gráður. Blandið saman rúgmjöli, heilhveiti og þurr- geri í skál. Hitið vatn að 42 gráðum og blandið salti, sykri og olíu í vatnið. Blandið svo þurrefnunum út í vatnið og hrærið vel með sleif. Deigið er frekar mjúkt. Leggið bökunarpappír á plötu og stráið hveiti yfir. Skóflið deiginu yfir á plötuna og fletjið út í stóran ferning og skiptið honum niður í minni ferninga með pitsahjóli. Einnig er hægt að móta langa hleifa eða skífur eftir smekk. Látið lyfta sér undir stykki í 30 mínútur. Bakið í 20 mínútur. Brauðið geymist vel í nokkra daga. Einnig gott að frysta og skella í brauðristina á morgnana. kiddieliciouskitchen.com Rúgkökur í morgunmat Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is Fyrir okkur sem fögnum haustinu 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . s e p t e m B e R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 5 -9 D B 4 1 D B 5 -9 C 7 8 1 D B 5 -9 B 3 C 1 D B 5 -9 A 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.