Fréttablaðið - 12.09.2017, Qupperneq 26
Þótt geitungurinn sé tekinn
í burtu úr glasinu er ekki
æskilegt að drekka drykkinn.
l Að það er jafn mikið af bakter
íum á hraðbönkum og almenn
ingssalernum? Þær eru líka af
svipuðum toga.
l Að ef þú ert þreytt/þreyttur er
fátt sem jafnast á við hreyfingu?
Þó þú getir varla hugsað þér
að fara á æfingu eftir langan
og strangan vinnudag þá gefur
hreyfingin þér aukna orku.
Ástæðan er sú að hún eykur
blóðflæði og þar með súrefnis
flæði um líkamann sem verður til
þess að þú hressist.
l Að það að skrifa glósur á blað
hjálpar þér að muna? Ástæðan
er sú að þú nærð aldrei að skrifa
allt og verður því að hlusta og
ná aðalatriðunum. Ef þú slærð
minnisatriðin inn á tölvu er
auðveldara að gera það vélrænt
og án þess að taka eftir því sem
verið er að segja.
l Að hægt er að fyrirbyggja meira
en 30 prósent krabbameina með
því að forðast áfengi og sígar
ettur, borða hollt og hreyfa sig
reglulega?
l Að mataræði föður fyrir
getnað getur haft áhrif á heilsu
afkvæmis?
l Að með því að hreyfa sig í hálf
tíma á dag sex daga vikunnar má
draga úr líkum á ótímabærum
dauða um allt að 40 prósent?
l Að það að vinna lengur en til 65
ára aldurs lengir lífið?
l Að neglur á höndum vaxa hraðar
en táneglur? Ástæðan er talin
sú að hendurnar fá meiri sól en
fætur sem er talið örva vöxtinn.
Vissir þú...?
Það eru margir geitungar á sveimi þessa dagana. Þeir sækja sérstak-lega í sætan mat og drykki, eins og
bjór og gos. Ef þú færð geitung í drykk-
inn þinn ættirðu ekki að drekka meira
úr glasinu, jafnvel þótt þú fjarlægir hann,
að því er deildarstjóri hjá meindýraeftir-
liti norska landlæknisembættisins segir
í samtali við vef NRK. „Það er vel hægt
að taka geitunginn upp með gaffli, hann
stingur engan eftir sundið. Hins vegar er
rétt að hella drykknum. „Geitungurinn
gæti hafa verið á dauðu dýri þótt það sé
ósennilegt. Að minnsta kosti vill maður
ekki drekka drykk sem gæti innihaldið
bakteríur frá flugunni. Ekki hafa sætmeti
á borðum þar sem geitungar sveima.
Geitungar eru rándýr og veiðimenn. Þeir
sækja í kjöt fyrri hluta sumars en verða
sælkerar þegar haustar.“
Er fluga í drykknum?
Gróft brauð með lárperu og tóm-
ötum er kjörinn morgunmatur.
Eftirfarandi uppskrift að rúgkökum
er einföld og þægileg.
5 dl heitt vatn (42 gráður)
2 tsk. salt
2 msk. sykur
½ dl ólívuolía
11 g þurrger
5 dl rúgmjöl
4 dl heilhveiti
Hitið ofninn í 220 gráður. Blandið
saman rúgmjöli, heilhveiti og þurr-
geri í skál. Hitið vatn að 42 gráðum
og blandið salti, sykri og olíu í
vatnið. Blandið svo þurrefnunum
út í vatnið og hrærið vel með sleif.
Deigið er frekar mjúkt.
Leggið bökunarpappír á plötu og
stráið hveiti yfir. Skóflið deiginu
yfir á plötuna og fletjið út í stóran
ferning og skiptið honum niður
í minni ferninga með pitsahjóli.
Einnig er hægt að móta langa hleifa
eða skífur eftir smekk. Látið lyfta
sér undir stykki í 30 mínútur. Bakið
í 20 mínútur.
Brauðið geymist vel í nokkra daga.
Einnig gott að frysta og skella í
brauðristina á morgnana.
kiddieliciouskitchen.com
Rúgkökur í
morgunmat
Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir
íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu
lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is
Fyrir okkur
sem fögnum
haustinu
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . s e p t e m B e R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
B
5
-9
D
B
4
1
D
B
5
-9
C
7
8
1
D
B
5
-9
B
3
C
1
D
B
5
-9
A
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K