Fréttablaðið - 29.08.2017, Page 12

Fréttablaðið - 29.08.2017, Page 12
Körfubolti „Það var frábær tilfinn- ing að labba svona inn í Leifsstöð. Þetta er vissulega skemmtileg til- breyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði landsliðs- fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í gær- morgun rétt áður en hann steig upp í flugvél til Helsinki. Hann hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og hefur svo sannarlega lifað tímanna tvenna þegar kemur að karlalandsliðinu í körfubolta. Einu sinni var það aðeins fjarlægur draumur að keppa á stórmóti en í gær var Hlynur á leið á sitt annað Evrópu- mót á tveimur árum. Eins og firmalið fyrir tíu árum „Umgjörðin er orðin allt önnur. Ég vildi ekki bera það saman við það þegar ég fyrst byrjaði. Fyrir tíu árum þá var þetta nánast eins og firmalið miðað við það sem er í dag með fullri virðingu fyrir því sem var í gangi þá. Það er stór munur á umgjörðinni og öllu,“ segir Hlynur. Hlynur er ekki sá eini sem upp- lifir breytta tíma á eigin skinni. „Umgjörðin og þetta er allt eitthvað nýtt fyrir okkur. Það var ekki sami pakki þegar við fórum til Berlínar,“ segir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson tekur undir það. „Þetta er bara allt annað og virkilega gaman að sjá stökkið sem við erum búnir að taka frá síðasta Eurobasket. Auðvitað skiptir körfuboltinn meira máli en það er alltaf gaman þegar það er aðeins stjanað við mann,“ segir Martin. Skemmtilegra ef ég væri yngri Hlynur er einn af þeim leikmönnum sem eiga hvað mestan þátt í því að liðið hefur komist svo langt á síðustu árum. „Við sem erum eldri erum stoltir af því að hafa náð því að byrja að koma liðinu á fyrstu stórmótin. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni. Það hefði samt verið skemmtilegra að vera þarna þegar maður var yngri,“ segir Hlynur. Martin Hermannsson, einn af þeim ungu, þekkir samt ekkert annað. „Ég veit ekki af hverju þessir gömlu leik- menn eru ekki löngu búnir að gera þetta. Ég er búinn að vera í fimm ár í landsliðinu og búinn að gera þetta tvisvar,“ segir Martin og skýtur létt á gömlu karlana í liðinu. Íslenska liðið býr vissulega að því að vera að fara á sitt annað Eurobasket á tveimur árum. „Það á eftir að nýtast okkur eitt- hvað, en þegar við mættum til Berl- ínar fyrir tveimur árum þá var þetta allt saman svo nýtt fyrir okkur. Við fórum þetta svolítið á adrenalíni og stemningunni og við megum ekki gleyma því,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Við getum ekki mætt til Helsinki, þóst hafa gert þetta allt saman áður og verið einhverjir töffarar. Við þurfum að fara þetta á stemningunni og íslenska faktornum eins og hefur verið talað mikið um. Við þurfum að upplifa þetta aftur eins og við séum að fara út í einhverja óvissu og út í eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór. Elskum að spila saman Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en mun ekki reynslan frá því í Berlín 2015 hjálpa liðinu núna? „Okkur finnst við eiga heima þarna sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því þá ertu bara ekki sáttur við að vera í einhverjum jöfnum leik. Við vitum það alveg enn þá að við verðum alltaf litla liðið þarna og allt verður að detta með okkur ef við ætlum að vinna,“ segir Hlynur. Jón Arnór segir einu væntingarnar vera að leikmenn íslenska liðsins ætli að leggja sig meira fram heldur en and- stæðingarnir. „Við ætlum að berjast og sýna fólk- inu heima hversu mikið við elskum að spila saman fyrir landsliðið okkar. Við ætlum að gera alla stolta,“ sagði Jón Arnór rétt áður en hann hoppaði upp í flugvél til Helsinki. ooj@frettabladid.is Bjóst ekki við að upplifa þetta Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsi- legum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum. Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hlynur Bæringsson og Brynjar Þór Björnsson á ferðinni í gegnum Leifsstöð í gærmorgun. FréttABLAðið/Ernir Íslenski hópurinn sem keppir á Eurobasket stillir sér upp fyrir framan flug- vélina sem fór með strákana til Helsinki í gærmorgun. FréttABLAðið/Ernir Við ætlum að berjast og sýna fólkinu heima hversu mikið við elskum að spila saman fyrir landsliðið okkar. Við ætlum að gera alla stolta. Jón Arnór Stefánsson ÚTSALAN RISA TAKMARKAÐ MAGN! ÷50% SUMMER GLOW Queen Size (153x203 cm) Fullt verð 278.711 kr. NÚ 139.356 kr. H E I L S U R Ú M A R G H !!! 2 30 81 7 #6 Í dag 19.15 Valur - Afturelding Sport StJArnAn kOMin áFrAM Stjarnan tryggði sér í gær sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 0-1 sigri á Osijek frá króatíu. katrín ásbjörnsdóttir skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu. Stjarnan vann alla leiki sína í undanriðlinum með markatölunni 21-0. Stjörnukonur hafa þrisvar sinnum áður komist í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í öll skiptin hafa þær dregist gegn liðum frá rússlandi og alltaf dottið úr leik. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjir mótherjar Stjörnunnar í 32-liða úrslitunum verða. Undir SMáSJá nEwcAStLE Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að enska úrvals- deildarliðið new- castle United hefði áhuga á Viðari Erni kjartanssyni, framherja Macc- abi tel Aviv. Sagt er að newcastle sé tilbúið að borga átta milljónir punda fyrir Viðar Örn. Selfyssingurinn var marka- hæsti leikmaður Maccabi á síðasta tímabili og hefur byrjað tíma- bilið í ár af krafti. Auk Maccabi hefur Viðar leikið með Vålerenga í noregi, Malmö í Svíþjóð og Jiangsu Sainty í kína síðan hann byrjaði að spila sem atvinnumaður. LiVErpOOL kAUpir kEïtA Liverpool hefur náð samkomulagi við rB Leipzig um kaup á gíneska miðjumanninum naby keïta. Félagaskiptin munu hins vegar ekki ganga í gegn fyrr en í júlí 2018. Liverpool hefur samþykkt að borga riftunarverð í samningi keïtas sem hljóðar upp á 48 millj- ónir punda. keïta sló í gegn með Leipzig á síðasta tímabili. Hann skoraði átta mörk og gaf sjö stoð- sendingar í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Enskir fjölmiðlar greindu einnig frá því í gær að Liverpool hefði boðið í thomas Lemar, leikmann Monaco. tÍMABiLið HEFSt Í kVÖLd Handboltavertíðin hefst formlega í kvöld þegar Valur og Aftur- elding eigast við á Hlíðarenda í Meistarakeppni karla. Íslands- og bikarmeistarar Valsmanna mæta þarna Mosfellingum sem þeir unnu í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Valur hefur styrkt sig í sumar og fengið menn á borð við Snorra Stein Guðjónsson og árna Þór Sigtryggsson heim eftir margra ára dvöl í atvinnumennsku erlendis. Afturelding hefur verið í hópi bestu liða landsins undanfarin ár og metnaðurinn er mikill þar á bæ. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 2 9 . á g ú s t 2 0 1 7 Þ r i Ð J u D A g u r12 s p o r t ∙ f r É t t A b l A Ð i Ð sport 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 8 -D B E 4 1 D 9 8 -D A A 8 1 D 9 8 -D 9 6 C 1 D 9 8 -D 8 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.