Fréttablaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 40
„Þrátt fyrir þriggja ára háskólanám og tveggja ára starfsreynslu þá er langt í frá að ég sé orðin einhver fullskapaður listamaður en mér finnst ég stöðugt vera að stækka. Ég hef fengið margar ólíkar áskoranir og fæ að ráða úr þeim með fólki með margra ára starfsreynslu,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir. MYND/ErNir Kartöfluæturnar heitir nýtt íslenskt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson sem var frumsýnt síðasta fimmtudag í Borgarleikhús- inu. Meðal leikara er Vala Kristín Eiríksdóttir sem mætir úthvíld og orkumikil til leiks á nýju leikári eftir að hafa tekið sér gott sumarfrí í sumar, í fyrsta skiptið í mörg ár að eigin sögn. „Ég keypti mér fullt af flugmiðum til að skikka mig til að slaka á og hafa gaman. Fyrst fór ég í þriggja vikna ferð til Banda- ríkjanna. Hóf ferðina í New York á Improv festivali með stórum hópi úr Improv Ísland. Þar gistum við öll í hrúgu í einni íbúð og komum fram á sviði sem er á stærð við eldhúsið mitt.“ Eftir vikudvöl í New York hélt hún ásamt Bjarna Snæbjörns- syni, vini sínum úr spunanum og lífinu, áfram til Los Angeles þaðan sem þau þræddu sig upp til San Francisco. „Síðar um sumarið fór ég í brúðkaup í Suður-Frakklandi með kærastanum mínum og fjölskyldu hans. Þess á milli var ég bara að dúlla mér með vinum og vanda- mönnum og krukka aðeins í mín eigin verkefni.“ Nýr kafli opnast Frumsýningin gekk vel að sögn Völu. „Það var mjög góð hlustun og mikið hlegið. Í lýsingu hljómar verkið kannski þungt en það er í raun sprenghlægilegt. Ég var í hálf- gerðu spennufalli eftir sýninguna. Eftir frumsýningu lokast kafli og annar opnast. Maður skiptir um gír og vinnan heldur áfram með breyttu sniði. Þegar ég kom heim eftir frum- sýninguna ákvað ég strax að heyra í leikstjóranum daginn eftir varðandi eina senu. Eins og ég segi, þetta er viðkvæmur línudans. Sýningin verður aldrei tilbúin, hún heldur bara áfram að vaxa.“ Hún segir æfingaferlið hafa verið allt í senn; magnað, skemmtilegt og erfitt. „Eftir fyrsta samlestur gátu allir sagt margar sögur úr eigin lífi sem þeir gátu tengt beint inn í verkið. Það er eitthvað við sögu þessara persóna og samskipti sem Leikhús er viðkvæmur línudans Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir er að hefja þriðja leikár sitt í Borgarleikhúsinu. Síðasta fimmtudag var nýtt íslenskt leikrit frumsýnt sem hún lék í og fleiri spennandi verkefni eru fram undan á leiksviðinu auk þess sem hún tekst á við fyrsta leikstjórnarverkefni sitt. NÝJAR SENDINGAR AF VETRARVÖRUM YFIRHAFNIR - DRAKTIR - KJÓLAR Starri Freyr Jónsson starri@365.is beinin manns skilja. Þrátt fyrir það var þvílíkur línudans að gefa per- sónunum líf því sagan er meira en mætir auganu á svörtu og hvítu. Ég held að sýningin höfði til mjög víðs hóps. Það er líka sérstakt fagnaðarer- indi að á svið sé komið sterkt nýtt íslenskt verk.“ Góður vinnustaður Vala er að hefja þriðja leikár sitt á fjölum Borgarleikhússins og segist kunna mjög vel við sig þar. „Hér er skemmtilegt fólk, góður vinnuandi og allt flæðandi í hæfileikum. Ég fæ mjög sterkt á tilfinninguna að allir leggist á eitt til að láta hjólin snúast og það er ómetanlegt. Þrátt fyrir þriggja ára háskólanám og tveggja ára starfsreynslu þá er langt í frá að ég sé orðin einhver fullskapaður listamaður en mér finnst ég stöðugt vera að stækka. Ég hef fengið margar ólíkar áskoranir og fæ að ráða fram úr þeim með fólki með margra ára starfsreynslu að baki. Ég gæti ekki beðið um meira.“ Vala var annar aðalleikara og handritshöfundur grínþáttaraðar- innar Þær tvær, ásamt Júlíönu Söru Gunnarsdóttur, sem sýnd var á Stöð 2 árið 2015 og 2016 við góðar undir- tektir. Hún segir þær vera í dvala um sinn, ekki sé í kortunum að gera aðra seríu á næstunni en þær Júlíana, ásamt öllu teyminu, séu ekki búnar að kveðja þær. „Annars er ég um þessar mundir á fullu í undirbúningi fyrir fyrsta leikstjórnarverkefnið mitt en ég mun leikstýra Verzló- söngleiknum í ár. Kosmósinn er svo fyndinn. Ég hafði lengi gengið með þá löngun í maganum að setja upp söngleikinn The Producers. Kemur svo í ljós að nemendamótsnefnd Verzló vildi einmitt setja upp þann söngleik í ár. Snarfyndin gleði- sprengja þar á ferð.“ Hver er uppskriftin að góðri helgi? Svefn, sund og sýning. Ef ég er ekki að vinna þá elska ég þegar fólk býður mér í mat. Ef þú vilt gera vel við þig í mat og drykk um helgi, hvað verður fyrir val- inu? Morgunmatur frá Brauð og Co, Local salat í hádeginu og lambakjöt í kvöldmat með góðu rauðvíni. Hvað færðu þér í morgunmat um helgar? Súrdeigsbrauð frá Brauð og Co eða ég hita flatköku á pönnu og smyr hana með hnetusmjöri, sultu og bönunum. Hvernig eru dæmigerð föstudags- og laugardagskvöld? Mæti í hár og smink um kl. 18 og leik svo leikrit milli kl. 20 og 22. Eftir það mæti ég í gleðskap ef slíkt býðst. Annars fer ég heim, fæ mér pilsner og pæli í lífinu. Eða set í vél. Hvernig er stemningin fyrir enn einum kosningunum? Ég er ótrúlega stolt af eljunni í öllum þeim sem höfðu hátt. Þjóðin er yfirmaður og stjórnvöld eru starfsmaður. Við getum alveg myndað okkur skoðun á hvern við viljum hafa í vinnu hjá okkur og starfsfólk okkar ætti alveg að geta unnið saman. Fyrir utan þessa myndlíkingu þá erum við öll bara dauðlegar verur með sömu raunhagsmuni að gæta. Og börnin eru mikilvægust. Hvernig tónlist hlustar þú á? Bara einhvern handahófskenndan kok- teil. James Bay, Tinu Turner, Bon Jovi nýlega, Earth, Wind and Fire. Mikið í þessu gamla góða. Ef þú fengir ótakmarkaða peninga til að búa til draumafrí, hvernig myndi dagskráin líta út? Ég myndi fara með kærastanum í langt bakpokaferðalag. Á heitar sögulegar slóðir, ganga á fjöll, synda í tærum sjó og enda svo ferðalagið á Balí þar sem öll fjöl- skyldan og bestu vinir biðu eftir okkur í risahúsi við sjóinn þar sem við myndum elda góðan mat, synda í sjónum og hlæja. Vala Kristín og Júlíana Sara Gunnarsdóttir skrifuðu handritið og léku í gaman- þáttaröðinni Þær tvær, sem sýnd var á Stöð 2. MYND/aNtoN briNK 4 KYNNiNGarbLaÐ FÓLK 2 3 . S E p t E M b E r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -E 1 2 0 1 D D 2 -D F E 4 1 D D 2 -D E A 8 1 D D 2 -D D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.