Fréttablaðið - 23.09.2017, Page 54

Fréttablaðið - 23.09.2017, Page 54
Lausar stöður hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands SÉRNÁMSSTAÐA Í HEIMILISLÆKNINGUM Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsir sérnámsstöðu í heimilislækningum lausa til umsóknar. Aðalstarfsstöð er á Egilsstöðum og yfirlæknir þar er næsti yfirmaður. Frekari upplýsingar um stöður og umsókn Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skila á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis; www.landlaeknir.is, til HSA, mannauðs- stjóra, Lagarási 22, 700 Egilsstöðum. Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og starfsleyfi og ef við á um rannsóknir og greinaskrif. Öllum umsóknum verður svarað. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA. HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Á þjónustusvæði HSA eru auk þess fimm heilsugæslustöðvar, en alls eru starfsstöðvarnar ellefu talsins. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu. HSA hefur langa reynslu af kennslu læknanema, kandídata og sérfræðinema í heimilislækningum. Námið verður byggt á marklýsingu fyrir sérnámslækna í heimilislækningum. Við útfærslu marklýsingarinnar verður lögð áhersla á þann fjölbreytileika sem héraðslækningar kalla eftir og samtímis að tryggja aðgengi nemans að skipulagðri hópkennslu / námi fyrir sérfræðinemana. Staðan er auglýst til þriggja ára og á námstímanum er gert ráð fyrir námsdvöl á heilsugæslu í Skotlandi og Norður-Noregi, eina viku á hvorum stað. Kennslustjóri HSA aðstoðar nemann við skipulag sjúkrahússhluta námsins með áherslur héraðslækningar (Rural Medicine) í huga. Helstu verkefni og ábyrgð • Almennar lækningar • Heilsuvernd • Vaktþjónusta • Þátttaka í kennslu læknanema og kandídata Hæfnikröfur • Almennt lækningaleyfi er skilyrði • Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki, jákvæðni og sveigjanleiki • Vilji til þverfaglegrar samvinnu (teymisvinnu) • Sjálfstæði í starfi, frumkvæði og faglegur metnaður • Íslenskukunnátta áskilin. Nánari upplýsingar veita: Hrönn Garðarsdóttir, heimilislæknir og kennslustjóri, S. 470-3000 og 865-4710, netf. hronn@hsa.is Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 470-3050 og 860-6830, netf. petur@hsa.is, Emil Sigurjónsson, mannauðsstjóri, s. 470-3050 og 895-2488, netf. emils@hsa.is. Umsóknarfrestur er til 16.10. 2017 og staðan laus frá 01.01. 2018 eða eftir samkomulagi. www.hsa.is Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2017. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna B. Hansen, framkvæmda- stjóri umhverfissviðs, í síma 525 6700. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið. Byggingarfulltrúi hjá Mosfellsbæ MOSFELLSBÆR LEITAR AÐ BYGGINGARFULLTRÚA Á UMHVERFISSVIÐ Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010) og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum. Byggingarfulltrúi starfar á umhverfissviði og leiðir faglega þróun byggingarmála innan sviðsins. Helstu verkefni felast í samskiptum við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þá annast byggingarfulltrúi útgáfu byggingarleyfa, yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta og útgáfu vottorða og skráningu mannvirkja. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Menntunar- og hæfnikröfur:  Prófgráða í verkfræði, tæknifræði, arkitektúr eða byggingarfræði skilyrði  Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg  Að lágmarki fimm ára starfsreynsla skv. 25. gr. mannvirkjalaganna  Byggingarfulltrúi skal hafa löggildingu sem hönnuður sbr. 25. gr. mannvirkjalaga  Góð tölvukunnátta og þekking á forritum skilyrði  Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum byggingarleyfum er æskileg  Framúrskarandi samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir  Hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli  Sjálfstæð, frumkvæði og öguð vinnubrögð eru nauðsynleg  Önnur skilyrði sbr. ákvæði mannvirkjalaga Ráðgjafi í Hlaðgerðarkot, meðferðarheimili Samhjálpar Samhjálp óskar eftir að ráða áfengis- og vímuefnaráðgjafa á meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot. Um er að ræða fullt starf. Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga og metnað til að sinna endurhæfingu áfengis- og vímuefnaneytenda. Hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi og reynsla af meðferðarstarfi. Nánari upplýsingar veitir Guðrún M. Einarsdóttir í 566 6140 eða gudrun@samhjalp.is Umsóknir sendist fyrir 9. október nk. á netfangið samhjalp@samhjalp.is merkt Ráðgjafi í Hlaðgerðarkoti. MÁLARI ÓskAst Rótgróið fyrirtæki með trausta verkefnastöðu, óskar eftir að ráða framtíðarstarfsmann.Gengur starfsmaðurinn til liðs við samhentan hóp iðnaðarmanna, sem vinna að krefjandi en jafnframt fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Áhugasamir eru beðnir um að hringja í Björgvin (897-7983) eða senda ferilskrá/upplýsingar á retturmadur@gmail.com Virkt starfsmannafélag og góður starfsandi. 100 % trúnaði er heitið. Heimasíða fyrirtækisins er vatnstjon.is, en þar má kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Verkefnastjóri Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) leitar að verkefna- stjóra í hálft starf á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá og með 1. nóvember 2017. Verkefnastjóri sér um daglegan rekstur og utanumhald um starfsemi félagsins, tekur virkan þátt í þróun á nýju vinnuumhverfi forstöðumanna, annast upplýsingagjöf og hefur umsjón með fundum og fræðslumálum, auk þess að vinna að hagsmunamálum félagsmanna, þar með talið kjaramálum. Helstu verkefni • Rekstur félagsins, innheimta félagsgjalda og félagatal • Virk þátttaka í mótun og þróun á nýju vinnuumhverfi forstöðumanna • Miðlun upplýsinga og þjónusta við forstöðumenn varðandi réttindamál og við úrlausn álitaefna • Eftirlit með framkvæmd launasetningar, fylgjast með og kalla eftir endurskoðun launa og kjara vegna breytinga á störfum forstöðumanna eða launaþróun almennt • Viðhald og þróun vefsíðu www.ffr.is • Undirbúningur og utanumhald félags- og fræðslufunda með samstarfsaðilum, ritun fundargerða • Samstarf við Kjara- og mannauðssýslu ríkisins Menntunar og hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af verkefnastjórnun og á sviði mannauðs- og kjaramála • Þekking á starfsumhverfi forstöðumanna nauðsynleg • Góð íslenskukunnátta • Skipulagshæfileikar og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum • Öguð vinnubrögð og lipurð í mannlegum samskiptum, • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli • Góð tölvukunnátta, þekking á sviði vefumsjónar er kostur Félag forstöðumanna ríkisstofnana er samstarfs- og hagsmunafélag og tengiliður við stjórnvöld varðandi málefni félagsmanna og stofnana. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir frá ráðningu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi aðildarfélags BHM. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2017 og sendist á ffr@ffr.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar veitir Björn Karlsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana á ffr@ffr.is. Sjá einnig www.ffr.is 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -D 7 4 0 1 D D 2 -D 6 0 4 1 D D 2 -D 4 C 8 1 D D 2 -D 3 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.