Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 23.09.2017, Qupperneq 2
Veður Rigna mun talsvert á landinu í dag þegar hitaskil ganga norðvestur yfir landið. Mest mun þó rigna á Suðausturlandi og Austfjörðum. Skilunum mun einnig fylgja hvass- viðri og stormasamt verður undir Eyjafjöllum og í nágrenni Skaftafells. sjá síðu 52 Gegn hatursorðræðu Knattspyrnumaðurinn Pape Mamadou Faye var einn þeirra sem tóku til máls á ráðstefnunni Hatursorðræða í íslensku samfélagi í gær. Pape lýsti því í samtali við DV í gær að hann hefði ekki haft hugmynd um hvað kynþáttahatur var fyrr en hann flutti til Íslands. Þorsteinn Víglundsson félags- málaráðherra tók einnig til máls og sagði Íslendinga dragast aftur úr þegar kemur að viðbrögðum við hatursorðræðu. Fréttablaðið/anton brink LISSABON 16. nóvember í 3 nætur Netverð á mann frá kr. 89.995 m.v. 2 í herbergi.Hotel Altis Grand Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 89.995 m/morgunmat á 5 stjörnu hóteli GLÆSILEGT Viðskipti Vilhelm Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, keypti íbúð á Manhattan um miðjan desember. Gögn sem Fréttablaðið hefur um söluna og lán henni tengt sýna að kaupverðið var 29 milljónir Banda- ríkjadala. Það samsvarar 3,3 millj- örðum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar þann dag sem viðskiptin fóru fram, 15. desember síðastliðinn. Íbúðin er á 432 Park Avenue í New York. Samkvæmt söluyfirliti er hún 373 fermetrar að stærð. Á gólfum er eikarparket og af mynd- um að dæma eru innréttingarnar hinar glæsilegustu. Komið er inn í stórt anddyri og við tekur glæsileg setustofa og borðstofa. Íbúðin er í 96 hæða húsi, sem byggt var árið 2015. Þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Róbert keypti íbúðina í gegnum einkahlutafélag sem hann á 100 prósenta hlut í. Af láns- skjölum að dæma hefur hann tekið 14,5 milljóna dala veðlán fyrir íbúðinni. Það er andvirði 1,6 millj- arða króna miðað við gengi krónunnar í desember. Svo virð- ist sem engin önnur lán hvíli á eigninni, sem bendir til þess að Róbert hafi reitt fram jafnvirði 1,7 milljarða króna í greiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Árið 2009 sagði fasteignablað New York Times frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hefðu sett íbúð sína við Gramercy Park North í New York á sölu. Ásett verð var 25 milljónir dala, eða um 3 milljarðar króna. Róbert Wessman var forstjóri Actavis áður en leiðir skildi með honum og Björgólfi Thor Björgólfs- syni í viðskiptum og Róbert stofnaði Alvogen. Hann er forstjóri síðarnefnda fyrirtækisins í dag. Á vefsíðu Alvo- gen segir að hann hafi á einungis sex árum byggt Alvogen frá því að vera lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum upp í að verða á meðal 15 stærstu sam- heitalyfjafyrirtækja heimsins, með starfsemi í 35 löndum. Róbert var kvænt ur Sig ríði Ýri Jens dótt ur lækni um árabil, en Séð og heyrt greindi frá því í byrjun árs að hann væri skilinn við eiginkonu sína. jonhakon@frettabladid.is Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt Íbúð róberts Wessman er miðsvæðis á Manhattan og þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Íbúðin kostaði meira en þrjá milljarða króna. Róbert Wessman keypti íbúð á Manhattan í New York í lok síðasta árs fyrir rúma þrjá milljarða króna. Lánsskjöl benda til þess að hann hafi einungis fengið 1,6 milljarða króna að láni. LögregLumáL Erlendur karlmaður var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rann- sóknarhagsmuna. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja- víkur. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel á fimmtudags- kvöld. Grímur Grímsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt gæsluvarðhaldið segi töluvert um hvað lögregla telji sig vita um atburðinn. Þó þarfnist málið töluverðrar rannsóknar enda séu fjöl- mörg atriði sem þurfi að klára. Viðkomandi gæti þó verið leiddur aftur fyrir dómara eftir atvikum ef gerð er krafa um áfram- haldandi gæsluvarðhald. Hvort sem það væri á grundvelli rann- sóknarhagsmuna eða með tilliti til almannahagsmuna. Málið er rannsakað sem mann- dráp. Konan, sem var einnig af erlendu bergi brotin og var á fimm- tugsaldri, var flutt með alvarlega áverka á slysadeild Landspítalans á fimmtudagskvöld. Hún var síðan úrskurðuð látin á spítal- anum. Íslendingur var einn- ig handtekinn í íbúðinni á Hagamel en honum var sleppt í gær. Segir Grímur að rannsókn málsins í gær hafi sýnt að aðild Íslendingsins að málinu væri engin. – þea Lengd gæsluvarðhalds endurspeglar vitneskju lögreglu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn 3,3 milljarðar var verðmiðinn á íbúð Róberts Wessman sem hann keypti í desember síðastliðnum. ALþingi Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. „Ég myndi vilja vinna að því að þingið þyrfti bara að koma saman í einn, tvo daga og svo væri hægt að ganga til kosninga. En svo eru aðrir sem vilja berjast fyrir einhverjum einstökum málum. Það getur orðið mjög flókið að ljúka þinginu þegar þannig er,“ segir Bjarni. Formenn flokka funduðu í gær til að freista þess að ná samkomulagi um þinglok en það tókst ekki eftir nærri tveggja tíma fund. – hmp Vill ljúka þingstörfum á þriðjudag 2 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A u g A r D A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 2 -6 F 9 0 1 D D 2 -6 E 5 4 1 D D 2 -6 D 1 8 1 D D 2 -6 B D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.