Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 56
Er jeppinn tilbúinn í ferðalagið? Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík Sími: 517 0900 / 777 1901 www.kaelivirkni.is VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Á KÆLI- OG FRYSTIKERFUM VIÐ SJÁUM UM OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS Það eru fjölbreytt lög sem við flytjum, munkasöngvar í rólegri kantinum og hring- dansalög,“ segir Alexandra Kjeld, tónlistarkona í kvartettinum Umbru, sem endurvekur katalónska miðaldasöngva í kvöld í Landa- kotskirkju. Yfirskriftin er Þeir vilja stundum syngja og dansa og þar er átt við pílagrímana sem höfðu Montserrat-klaustrið í Katalóníu sem fastan viðkomustað á ferðum sínum. Þar fannst handrit með söngvunum á 12. öld. Í Umbru eru auk Alexöndru sem leikur á kontrabassa þær Arn- gerður María Árnadóttir á orgeli og keltneskri hörpu, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir sem strýkur fiðlustrengi og Lilja Dögg Gunn- arsdóttir flautuleikari. Allar syngja þær svo, en á hvaða tungumáli? „Að megninu til latínu en í handritinu eru líka tvö lög á katalónsku og eitt á oksítönsku, sem er eldgamalt mál frá Suður-Frakklandi,“ upplýsir Alexandra. „Við höfum fengið góð ráð hjá sérfræðingum og Katalóníu- búum í sambandi við framburðinn og styðjumst við gamlar upptökur. Leggjumst alltaf í mikla rannsóknar- vinnu þegar við förum í svona verk- efni. Það hafa margir spreytt sig á að flytja lögin og það er engin ein rétt leið til þess. Maður getur ímyndað sér að þau hafi verið sungin utan klaustursins með öðrum textum. En í þessu tilfelli eru þau sungin til heiðurs Maríu mey.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Með Umbru koma fram Þór- dís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, Kristófer Rodriguez Svönuson slag- verksleikari og bassadeild Söng- sveitarinnar Ægisifjar. gun@frettabladid.is Syngja á latínu, katalónsku og oksítönsku Mér finnst ljóð vera málefna-leg og þau gefa mér klárlega eitthvað sem ég fæ hvergi ann- ars staðar. Ég finn fyrir ákveðinni tegund af gleði við að skrifa þau,“ segir Jónas Reynir Gunnarsson sem í gær tók við verðlaunum, kenndum við Tómas Guðmundsson, úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Höfða. Verðlaunin nema 700 þús- und krónum og þau hlaut Jónas Reynir fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Fyrstu eintök af bókinni komu líka úr prentun í gær í útgáfu bókaforlagsins Partusar. Jónas Reynir er úr Fellabæ og varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Síðan hefur hann lokið grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. „Það var ekki fyrr en ég byrjaði á námskeiði hjá Sig- urði Pálssyni skáldi sem ég byrjaði að yrkja. Svo ég hef ekki verið lengi að,“ segir hann. Í þakkarræðu sinni í Höfða í gær las hann upp tölvu- pósta sem hann hafði sent Sigurði gegnum árin í fylgd með verkefna- lausnum. Allir voru þeir stuttir og lítt skáldlegir, á borð við: „Verkefni 5, b.kv. JRG,“ þar til sá síðasti flaug í september: „Til þín elsku SP með þökk fyrir ljóðlistina.“ Jónas hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og Stúdenta- blaði Háskóla Íslands, þar sem hann hlaut fyrsta sæti í árlegri ljóðakeppni blaðsins 2014. Árið 2015 varð hann hlutskarpastur í leikritunarkeppni sviðs listadeildar Listaháskóla Íslands með verkinu Við deyjum á Mars og sama ár kom út smásagan Þau stara á mig hjá Partusi. Fyrsta ljóðabók Jónasar, Leiðar- vísir um þorp, kom einnig út hjá Partusi nú í september 2017, sem og fyrsta skáldsaga hans, Milli- lending. Svo skemmtilega vill til að Jónas mun leiða smiðju skálda í alþjóðlega verkefninu Waters and Harbours in the North sem Bók- menntaborgin Reykjavík stendur fyrir vikuna 16.-21. október. Skáldin vinna saman að textum sem tengj- ast hafnarborgum. Fimmtíu og eitt handrit að ljóða- bók barst til dómnefndar sem Úlf- hildur Dagsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson skipuðu. Í niður stöðu þeirra segir: „Stór olíu- skip er sterkt og fallegt verk. Ljóðin eru stílhrein og myndmálið ferskt og grípandi. Heildarmyndin er fim- lega smíðuð og kallar á endurlestur; stóru olíuskipin sigla inn og út um vitund lesandans og skilja eftir sig fínlegt kjölfar tilfinninga sem spanna allt frá depurð og eftirsjá til hógværs fagnaðar.“ Aðspurð sagði formaður dóm- nefndar, Úlfhildur Dags, öll hand- rit hafa eitthvað til síns ágætis og valið sé því alltaf vandasamt. Kvaðst hafa séð nýútkomna ljóða- bók Jónasar Reynis, Leiðarvísir um þorp, og kannast við efnið því það handrit hafi orðið í 2. sæti keppn- innar í fyrra. gun@frettabladid.is Með þökk fyrir ljóðlistina Fellabæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í gær Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip sem kom út á bók sama dag. Skáldið Jónas Reynir hlýðir á hvatningarorð af munni borgarstjórans Dags, að viðstöddu fjölmenni. FRéttablaðið/anton intellecta.is RÁÐNINGAR Þær alexandra, Guðbjörg Hlín, lilja Dögg og arngerður María. Ljóð úr nýju bókinni Stór olíuskip Hulduefnið sem fyllir upp í rifurnar á alheiminum er kvöldkvíði hann er ósýnilegur en mælist vegna þyngdaráhrifa á allt í kringum hann. 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r36 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A ð I ð 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 4 -8 9 1 0 1 D F 4 -8 7 D 4 1 D F 4 -8 6 9 8 1 D F 4 -8 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.