Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 56

Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 56
Er jeppinn tilbúinn í ferðalagið? Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík Sími: 517 0900 / 777 1901 www.kaelivirkni.is VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Á KÆLI- OG FRYSTIKERFUM VIÐ SJÁUM UM OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS Það eru fjölbreytt lög sem við flytjum, munkasöngvar í rólegri kantinum og hring- dansalög,“ segir Alexandra Kjeld, tónlistarkona í kvartettinum Umbru, sem endurvekur katalónska miðaldasöngva í kvöld í Landa- kotskirkju. Yfirskriftin er Þeir vilja stundum syngja og dansa og þar er átt við pílagrímana sem höfðu Montserrat-klaustrið í Katalóníu sem fastan viðkomustað á ferðum sínum. Þar fannst handrit með söngvunum á 12. öld. Í Umbru eru auk Alexöndru sem leikur á kontrabassa þær Arn- gerður María Árnadóttir á orgeli og keltneskri hörpu, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir sem strýkur fiðlustrengi og Lilja Dögg Gunn- arsdóttir flautuleikari. Allar syngja þær svo, en á hvaða tungumáli? „Að megninu til latínu en í handritinu eru líka tvö lög á katalónsku og eitt á oksítönsku, sem er eldgamalt mál frá Suður-Frakklandi,“ upplýsir Alexandra. „Við höfum fengið góð ráð hjá sérfræðingum og Katalóníu- búum í sambandi við framburðinn og styðjumst við gamlar upptökur. Leggjumst alltaf í mikla rannsóknar- vinnu þegar við förum í svona verk- efni. Það hafa margir spreytt sig á að flytja lögin og það er engin ein rétt leið til þess. Maður getur ímyndað sér að þau hafi verið sungin utan klaustursins með öðrum textum. En í þessu tilfelli eru þau sungin til heiðurs Maríu mey.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Með Umbru koma fram Þór- dís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, Kristófer Rodriguez Svönuson slag- verksleikari og bassadeild Söng- sveitarinnar Ægisifjar. gun@frettabladid.is Syngja á latínu, katalónsku og oksítönsku Mér finnst ljóð vera málefna-leg og þau gefa mér klárlega eitthvað sem ég fæ hvergi ann- ars staðar. Ég finn fyrir ákveðinni tegund af gleði við að skrifa þau,“ segir Jónas Reynir Gunnarsson sem í gær tók við verðlaunum, kenndum við Tómas Guðmundsson, úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Höfða. Verðlaunin nema 700 þús- und krónum og þau hlaut Jónas Reynir fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Fyrstu eintök af bókinni komu líka úr prentun í gær í útgáfu bókaforlagsins Partusar. Jónas Reynir er úr Fellabæ og varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Síðan hefur hann lokið grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. „Það var ekki fyrr en ég byrjaði á námskeiði hjá Sig- urði Pálssyni skáldi sem ég byrjaði að yrkja. Svo ég hef ekki verið lengi að,“ segir hann. Í þakkarræðu sinni í Höfða í gær las hann upp tölvu- pósta sem hann hafði sent Sigurði gegnum árin í fylgd með verkefna- lausnum. Allir voru þeir stuttir og lítt skáldlegir, á borð við: „Verkefni 5, b.kv. JRG,“ þar til sá síðasti flaug í september: „Til þín elsku SP með þökk fyrir ljóðlistina.“ Jónas hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og Stúdenta- blaði Háskóla Íslands, þar sem hann hlaut fyrsta sæti í árlegri ljóðakeppni blaðsins 2014. Árið 2015 varð hann hlutskarpastur í leikritunarkeppni sviðs listadeildar Listaháskóla Íslands með verkinu Við deyjum á Mars og sama ár kom út smásagan Þau stara á mig hjá Partusi. Fyrsta ljóðabók Jónasar, Leiðar- vísir um þorp, kom einnig út hjá Partusi nú í september 2017, sem og fyrsta skáldsaga hans, Milli- lending. Svo skemmtilega vill til að Jónas mun leiða smiðju skálda í alþjóðlega verkefninu Waters and Harbours in the North sem Bók- menntaborgin Reykjavík stendur fyrir vikuna 16.-21. október. Skáldin vinna saman að textum sem tengj- ast hafnarborgum. Fimmtíu og eitt handrit að ljóða- bók barst til dómnefndar sem Úlf- hildur Dagsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson skipuðu. Í niður stöðu þeirra segir: „Stór olíu- skip er sterkt og fallegt verk. Ljóðin eru stílhrein og myndmálið ferskt og grípandi. Heildarmyndin er fim- lega smíðuð og kallar á endurlestur; stóru olíuskipin sigla inn og út um vitund lesandans og skilja eftir sig fínlegt kjölfar tilfinninga sem spanna allt frá depurð og eftirsjá til hógværs fagnaðar.“ Aðspurð sagði formaður dóm- nefndar, Úlfhildur Dags, öll hand- rit hafa eitthvað til síns ágætis og valið sé því alltaf vandasamt. Kvaðst hafa séð nýútkomna ljóða- bók Jónasar Reynis, Leiðarvísir um þorp, og kannast við efnið því það handrit hafi orðið í 2. sæti keppn- innar í fyrra. gun@frettabladid.is Með þökk fyrir ljóðlistina Fellabæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í gær Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip sem kom út á bók sama dag. Skáldið Jónas Reynir hlýðir á hvatningarorð af munni borgarstjórans Dags, að viðstöddu fjölmenni. FRéttablaðið/anton intellecta.is RÁÐNINGAR Þær alexandra, Guðbjörg Hlín, lilja Dögg og arngerður María. Ljóð úr nýju bókinni Stór olíuskip Hulduefnið sem fyllir upp í rifurnar á alheiminum er kvöldkvíði hann er ósýnilegur en mælist vegna þyngdaráhrifa á allt í kringum hann. 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r36 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A ð I ð 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 4 -8 9 1 0 1 D F 4 -8 7 D 4 1 D F 4 -8 6 9 8 1 D F 4 -8 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.