Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Qupperneq 2
Helgarblað 13.–16. janúar 20172 Fréttir
Nýjar vörur
Fagmenn byrjuðu
sem lögbrjótar
Heimabruggarar undrandi á sektardómi Þórbergs Traustasonar vegna áfengs krækiberjasafts
Þ
essi dómur vekur furðu í
samfélagi heimabruggara
enda er fáheyrt að dæmt sé
í slíkum málum hérlendis
þar sem augljóst er að sölu-
ásetningur var enginn. Ég man eftir
einu máli í Eyjum fyrir nokkrum
árum og síðan þessu. Að mínu mati
verður að breyta þessum lögum og
aðlaga þau að nútímanum,“ segir
Þórgnýr Thoroddsen, varaborgar-
fulltrúi Pírata og meðlimur í Fágun,
félagi áhugafólks um gerjun, í sam-
tali við DV.
Tilefnið er nýfallinn dómur Hér-
aðsdóms Austurlands þar sem Þór-
bergur Traustason var dæmdur til
þess að greiða tæpa milljón í sekt-
ar- og málskostnað fyrir brot á áfeng-
islögum. Lögreglan gerði upptæka
95 lítra af áfengu krækiberjasafti á
heimili kærustu Þórbergs. Hann hélt
því fram fyrir dómi að hafa gleymt
saftinu í hálft ár inni í geymslu
og það hafi óvart gerjast.
Skýringar Þórbergs voru ekki
teknar trúanlegar.
Ísland sker sig úr
Heimabruggun á léttu áfengi
hefur rutt sér mjög til rúms
undanfarin ár. Á árum áður
var heimabruggun á léttvíni
vinsæl en mesta framþró-
unin hefur verið í bruggun á
heimagerðum bjór. Samfé-
lag heimabruggara er mjög
virkt. Haldið er úti vinsælu
spjallsvæði á Facebook með
um 1.500 meðlimum auk
þess sem stofnað hefur ver-
ið sérstakt félag um þetta
áhugamál, Fágun. Fyrir
utan að safna og miðla fróð-
leik um bruggun hafa fé-
lagar meðal annars barist fyrir því að
gerð á léttu áfengi til einkanota verði
leyfð. Slíkt er með öllu bannað hér-
lendis en til samanburðar heimila
öll hin Norðurlöndin heimabruggun
á áfengi undir 22% af styrkleika og í
ótakmörkuðu magni.
Tvennt ólíkt
Í núgildandi lögum hérlendis er
bannað að brugga allt áfengi, jafn-
vel til einkanota, sem er yfir 2,25%.
Fágun hefur barist fyrir því að gerður
verði greinarmunur á sterku áfengi
og léttu í lögunum og framleiðsla
á hinu síðarnefnda verði heimil-
uð. „Áfengislöggjöfin hér á landi
er í hróplegu ósamræmi við það
sem tíðkast í öllum vestrænum lýð-
ræðisríkjum sem við miðum okk-
ur við og því þarf að breyta,“ segir
Þórgnýr. Hann bendir á að heima-
bruggun og ólögleg sala sé tvennt
ólíkt. „Það er fásinna að slá þessu
tvennu saman. Bruggun til sölu
verður ekki að bruggun til sölu
fyrr en sala fer fram. Þá er heima-
bruggun á léttu víni örugg iðja.
Það er afskaplega ólíklegt að búa
til veigar sem hafa skaðleg áhrif
umfram áhrif áfengis á líkamann,“
segir Þórgnýr.
Hann segir að sú þekking og
reynsla sem heimabruggarar hafi
öðlast hafi skilað sér margfalt til sam-
félagsins. „Við sjáum það á uppgangi
nýrra og smærri brugghúsa. Þar er
mikil gróska og kaldhæðnislegt til
þess að hugsa að fagmennirnir sem
standa á bak við þann iðnað hafi ver-
ið lögbrjótar til þess að byrja með,“
segir Þórgnýr. Hann segir að með-
limir Fágunar muni berjast áfram
fyrir því að núgildandi lögum verði
breytt. „Sú vinna er þegar hafin
og vonandi verður lögð fram laga-
breytingartillaga á komandi kjör-
tímabili,“ segir Þórgnýr. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is „Áfengislöggjöf-
in hér á landi er
í hróplegu ósamræmi
við það sem tíðkast í
öllum vestrænum lýð-
ræðisríkjum sem við
miðum okkur við og
því þarf að breyta.
Þórgnýr Thoroddsen
Vonar að áfengislögum
verði breytt á þessu
kjörtímabili þannig að
heimabrugg á léttu víni
verði heimilt.
Mynd SigTryggur Ari„Við lítum þetta
mál alvarlegum
augum“
Síðskeggjaður, hvíthærður mað-
ur hefur að undanförnu reynt
að gefa nemendum í nágrenni
Grundaskóla á Akranesi trúarrit.
Til þess hefur hann enga heim-
ild. Skessuhorn greindi frá þessu
á fimmtudag.
Maðurinn mun ekki hafa
sýnt af sér ógnandi hegðun eða
reynt að bjóða þeim aðra hluti en
Nýja testamentið. Fram kemur
að hann aki jafnan á brott þegar
hann verði var við starfsfólk skól-
ans. „Við lítum þetta mál alvar-
legum augum og gerum allt sem
í okkar valdi stendur til að ná tali
af þessum manni og gera honum
grein fyrir því að við viljum að
hann láti af þessari iðju,“ er haft
eftir Flosa Einarssyni, aðstoðar-
skólastjóra Grundaskóla.
Gæsla í kringum skólann hef-
ur verið hert vegna þessa.
Sorg í Grindavík
Flaggað var í hálfa stöng víða í
Grindavík á fimmtudag eftir að
18 ára stúlka lést í umferðarslysi
á fimmtudagsmorgun. Lögreglan
lokaði Grindavíkurvegi, norðan
við afleggjarann að Bláa lóninu,
en strax var ljóst að um alvar-
legt umferðarslys væri að ræða. Í
skeyti frá lögreglu sagði:
„Klukkan 08:56 barst tilkynn-
ing til lögreglunnar á Suðurnesj-
um um harðan árekstur tveggja
bifreiða á Grindavíkurvegi norð-
an við afleggjarann að Bláa lón-
inu. 18 ára stúlka lést í slysinu.
Einn aðili er alvarlega slasaður
og er á gjörgæsludeild. Tildrög
slyssins eru til rannsóknar hjá
lögreglunni á Suðurnesjum.“
Stúlkan sem lést í slysinu var
búsett í Grindavík.
u
ndanfarin ár hefur hlutfall út-
borgaðra launa heimilis, sem
varið er til greiðslu fasteigna-
láns, farið hækkandi. Í dag er
hlutfallið að jafnaði 20 til 21 prósent
en var um 18 prósent skömmu eftir
efnahagshrunið.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýju efnahagsyfirliti VR. Þar
segir að hlutfallið í dag sé í takt við
árin 2000 til 2004 en vísbendingar
um að hækkandi hlutfall útborg-
aðra launa, sem varið er í greiðslu
fasteignaláns, sé áhyggjuefni. „Þetta
snertir helst þau heimili sem eru að
kaupa sér sína fyrstu fasteign eða
stækka við sig,“ segir í tilkynningu
sem VR sendi frá sér vegna málsins.
Í efnahagsyfirlitinu er einnig
fjallað um neyslumynstur íslenskra
heimila og það borið saman við hin
Norðurlöndin. Svo virðist vera sem
mynstrið, það er hversu stóru hlut-
falli útgjalda heimilis er varið í til-
tekna vöru eða þjónustu, sé svipað
því sem þekkist á hinum Norður-
löndunum. „Hlutfall útgjalda vegna
húsnæðis, hita og rafmagns er lægra
en í Danmörku en hærra en í Sví-
þjóð, Noregi og Finnlandi.“ n
Hærra hlutfall tekna í húsnæði
Efnahagsyfirlit VR varpar ljósi á þrönga stöðu ungs fólks
Fasteignir Vísbendingar eru um að
hærra hlutfall tekna íslenskra heimila fari
í húsnæði.