Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Qupperneq 4
Helgarblað 13.–16. janúar 20174 Fréttir Laugavegur 24 Sími 555 7333 publichouse@publichouse.is publichouse.is BENTO BOX 11.30–14.00 virka daga / LUNCH 11.30–15.00 um helgar / BRUNCH 1.990 kr. Hærra verð og skattar skilvirk leið til að draga úr neyslu n Sígarettupakkinn ætti í raun að vera dýrari til að mæta kostnaðinum sem reykingum fylgir Þ ær forvarnaraðgerðir sem hafa skilað hvað bestum ár- angri til að draga úr notkun áfengis og tóbaks er skert að- gengi að vörunni með hækk- uðu verði og takmörkun á sýnileika eins og með banni á auglýsingum á vörunni og sýnileikabanni í búðum,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisemb- ættinu. Neyslustýring með sköttum gagnrýnd DV leitaði álits Viðars á umfjöllun blaðsins á þriðjudag þar sem sýnt var fram á hátt hlutfall skattlagningar á áfengi og tóbak í kjölfar hækkana nú um áramótin, sérstaklega á neftóbak. DV ræddi við Ólaf Stephensen, fram- kvæmdastjóra Félags atvinnurek- enda, sem gagnrýndi skattpíningu stjórnvalda í þessum málaflokki og vildi meina að umtalsverðar hækk- anir á áfengis- og tóbaksgjaldi undanfarin ár virtust litlu hafa skilað. Þá hélt Ólafur því fram að forvarnir virkuðu betur en neyslustýring með sköttum. Pakkinn ætti að vera miklu dýrari Viðar segir að tóbak hafi jafnan verið skattlagt á skilvirkan hátt til að mæta kostnaði ríkisins vegna tóbaksnotk- unar landsmanna sem og til að draga úr notkuninni og þeirri skaðsemi sem henni fylgir. Hann bendir á að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2000 um samfélagslegan kostnað vegna reykinga á Íslandi hafi gefið til kynna að árlegur kostnaður hafi verið áætlaður um 40,2 milljarð- ar króna á verðlagi ársins 2014. „Á Tóbaksvarnarþingi Læknafé- lags Íslands árið 2009 kom fram að ef sígarettupakki ætti að standa undir þeim kostnaði sem neysla hans veld- ur, þá þyrfti hann að kosta 3.666 krónur á verðlagi ársins 2014. Nú stendur til að endurtaka þessa grein- ingu Hagfræðistofnunar á þjóðhags- legum áhrifum reykinga á Íslandi.“ Skilvirk leið til að draga úr neyslu Þá bendir Viðar á að skuldbindingar Íslands á sviði tóbaksvarna nái til al- þjóðasamþykkta og milliríkjasamn- inga. Fullgilding Íslands á ramma- samningi um tóbaksvarnir árið 2004 hafi markað þáttaskil í skyldum stjórnvalda til að innleiða og fram- fylgja ákvæðum samningsins sem tók gildi árið 2005. „Sjötta grein rammasamnings um tóbaksvarnir fjallar um ráðstaf- anir í verðlags- og skattamálum til að draga úr eftirspurn á tóbaki. Þar segir að aðilar viðurkenni að ráð- stafanir í verðlags- og skattamálum séu skilvirk og mikilvæg leið til að draga úr tóbaksneyslu ýmissa sam- félagshópa, einkum meðal ung- menna. Þar segir að innleiða þurfi virka verðstýringu á tóbaki með hlið- sjón af þróun neyslu tóbaks og skyld- um stjórnvalda. Þannig verði tryggð árleg endurskoðun á álagningu tóbaksgjalds. Hér á landi er mikil- vægt að horfa á raunverð á tóbaki með tilliti til þróunar á kaupmætti. Alþjóðaheilbrigðis málastofnunin og Alþjóðabankinn mæla með að tóbak hækki í verði árlega,“ segir Viðar og bætir við að Ísland hafi náð góðum árangri í tóbaksvörnum og hafi notið góðs af alþjóðlegum samþykktum og norrænni samvinnu. „Nú eru fleiri íbúar hér á landi sem aldrei hafa reykt en þeir sem reykja eða hafa hætt. Neysla ungra karlmanna á tóbaki í vör veldur þó áhyggjum enda er þar stór hópur ungs fólks að verða háður tóbaki sem ef til vill hefði ella aldrei ánetjast því.“ Viðar segir að takmarkað aðgengi að áfengi og tóbaki með takmörkun á fjölda sölustaða, opnunartími og sölufyrirkomulag falli einnig undir virkar forvarnaraðgerðir. „Þetta kemur skýrt fram í leið- beiningum og ráðleggingum Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar og byggja þessar leiðbeiningar á niðurstöðum rannsókna.“ n „Nú eru fleiri íbúar hér á landi sem aldrei hafa reykt en þeir sem reykja eða hafa hætt. Viðar Jensson Verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisemb- ættinu. MyNd AðSeNd 10. janúar 2018 Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Maðurinn tvíkjálkabrotinn M aður á fertugsaldri og kona hans urðu fyrir heiftarlegri árás tveggja manna fyrir utan Jakaból í Breiðholti á miðvikudagskvöld. Jaka- ból er líkamsræktarstöð fyrir hreysti- menni og er rekið af fyrrverandi sterkasta manni heims, Magnúsi Ver Magnússyni. Magnús segir í samtali við DV að hann hafi heyrt af árásinni. Samkvæmt heimildum DV æfa mennirnir lyftingar í Jakabóli. DV hefur einnig heimildir fyrir því að fórnarlambið sem starfar sem ör- yggisvörður hefði mælt sér mót við annan manninn ásamt konu sinni. Þegar hann steig út úr bílnum varð hann samstundis fyrir þungum högg- um. Er fórnarlambið kinnbeins- brotið og tvíkjálkabrotið. Var kallað til sjúkrabíl og gekkst maðurinn undir aðgerð á Landspítalanum á fimmtudag. Heimildarmaður DV segir að konu mannsins hafi verið hent í jörðina og sparkað í hana þar sem hún lá varnarlaus í jörðinni. DV náði tali af Magnúsi Ver sem sagði að líkams árás hafi átt sér stað en hann hefði ekki frekari upplýsingar um hana. „Það áttu sér stað þarna einhverjir pústrar milli einstaklinga þarna,“ sagði Magnús sem kvaðst ekki vita nánari deili á árásarmönnunum. n Ráðist á hjón í Breiðholti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.