Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Side 6
Helgarblað 13.–16. janúar 20176 Fréttir Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónus ta einstakar skreytingar við öll tækifæri Fimm launahæstu fá 1,2 milljarða á ári n Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar væru fimm ár að vinna fyrir árslaunum knattspyrnumannanna F imm launahæstu atvinnu­ menn Íslands í knattspyrnu eru með alls 1.225 milljón­ ir króna í grunnlaun á ári hjá félagsliðum sínum. Það tæki fimm íslenska lækna 22 ár að vinna fyrir árslaunum knattspyrnu­ mannanna og alla ellefu ráðherra nýrrar ríkisstjórnar rúm fimm ár. Birti laun atvinnumannanna Líkt og DV fjallaði um á dögunum birti blaðamaðurinn Óskar Hrafn Þor­ valdsson nýverið lista yfir 57 launa­ hæstu íslensku knattspyrnumenn þjóðarinnar sem leika erlendis. Óskar Hrafn hafði að eigin sögn sankað upplýsingum að sér víða og unnið að upplýsingasöfnuninni lengi í hjáverk­ um og birti þær síðan á Twitter. Í sam­ tali við DV í síðustu viku sagði hann að upplýsingarnar væru áreiðanlegar, þótt einhverjar efasemdir hefðu verið viðraðar þar að lútandi. Listi Óskars Hrafns sýnir grunnárslaun hvers og eins leikmanns, umreiknuð í krónur fyrir skatta í hverju landi fyrir sig. Ekki eru teknar með í reikninginn ýmsar bónusgreiðslur og eða auglýsinga­ samningar. Gylfi í launalegum sérflokki Nú hefur Óskar birt efstu sætin í niðurtalningu sinni og þarf engan að undra að íþróttamaður ársins, Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, er þar í efsta sæti með 512 milljónir króna eða 42,7 milljónir á mánuði. Sá næstlauna­ hæsti er Kolbeinn Sigþórsson, sem er á mála hjá Nantes í Frakklandi, og er hann ekki hálfdrættingur á við Gylfa þegar kemur að launum. Ekki einu sinni fimm launahæstu forstjórarnir í Kauphöll Íslands til samans, ná Gylfa í launum. Það er ekkert leyndarmál að af­ reksmenn í knattspyrnu fá ríkulega launað fyrir vinnu sína en til saman­ burðar og gamans tók DV saman lista yfir nokkrar starfsstéttir hér á landi og fann út hversu langan tíma það tæki tiltekinn fjölda starfsmanna þeirra stétta að vinna sér inn árslaun at­ vinnumannanna. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Fá ríkulega launað Gylfi Þór Sigurðsson er mjög líklega með hæstu laun allra íslenskra launþega. Mynd EPA Gylfi Þór Sigurðsson – Swansea Árslaun: 512 milljónir Mánaðarlaun: 42,7 milljónir Kolbeinn Sigþórsson – nantes Árslaun: 220 milljónir Mánaðarlaun: 18,3 milljónir Aron Jóhannsson – Werder Bremen Árslaun: 201 milljón Mánaðarlaun: 16,7 milljónir. Ragnar Sigurðsson – Fulham Árslaun: 147 milljónir Mánaðarlaun: 12,2 milljónir Emil Hallfreðsson – Udinese Árslaun: 145 milljónir Mánaðarlaun: 12,1 milljón Samtals grunnárslaun knattspyrnumannanna fimm: 1.225 milljónir króna Ríkisstjórnin Árslaun forsætisráðherra: 24,2 milljónir Árslaun hinna 10 ráðherranna: 219 milljónir. Árslaun ríkisstjórnar: 243,4 milljónir. Tími sem tæki alla ellefu ráðherra ríkisstjórnarinnar að vinna fyrir árslaunum fimm launahæstu knattspyrnumannanna: 5 ár Læknar Á mánuði: 922.845 kr. Árslaun: 11 millj- ónir Árslaun fimm lækna: 55 milljónir Tími sem tæki fimm íslenska lækna að vinna fyrir árslaunum fimm launahæstu knattspyrnumannanna: 22 ár Miðað við meðaldagvinnulaun fyrir Læknafélag Íslands fyrstu 9 mánuði ársins 2016. Til dagvinnulauna teljast mánaðarlaun og tímakaup í dagvinnu. Grunnskóla- kennarar Á mánuði: 397.555 kr. Árslaun: 4,7 milljónir Árslaun fimm grunnskóla- kennara: 23,5 milljónir. Tími sem það tæki fimm grunnskóla- kennara að vinna fyrir árslaunum fimm launahæstu knattspyrnumannanna: 51 ár Miðað við grunnlaun grunnskólakennara. Forstjórar Árslaun fimm forstjóra: 493,9 milljónir Tími sem það tæki forstjórana fimm að vinna fyrir árslaunum fimm launahæstu knattspyrn- umannanna: 2,5 ár Miðað við launahæstu forstjóra félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands eins og þau birtust í ársreikningi fyrir árið 2015.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.