Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Side 17
Helgarblað 13.–16. janúar 2017 Fréttir Erlent 17
fólki að hann hefði skotið mann. Í
fyrstu trúði honum enginn, enda
var Edwin aðeins tólf ára og leit ekki
út fyrir að vera deginum eldri.
Lögregla var kölluð á staðinn
og var Edwin handtekinn í kjölfar-
ið. Við yfirheyrslur hjá lögreglu ját-
aði hann að hafa skotið Edwards
til bana og sagðist hann hafa tek-
ið þá ákvörðun einn og óstuddur.
Hardeman, sem þegar þarna var
komið sögu, var nýbúinn að afplána
dóm sem hann fékk fyrir morð á 86
ára karlmanni sem hann stakk til
bana. Hann var einnig handtekinn
og fékk hann 30 ára fangelsisdóm
gegn því að vitna gegn Edwin og játa
á sig vopnað rán.
Lögunum breytt
Árið 1987 var lögum breytt á þann
veg að hægt var að rétta yfir börn-
um líkt og um fullorðna einstaklinga
væri að ræða. Þetta átti við um þau
tilvik þegar börn frömdu sérstaklega
alvarlega glæpi. Lögunum var kom-
ið á í kjölfar aukinnar glæpatíðni
meðal ungmenna og talin var tengj-
ast gengjastarfsemi og útbreiðslu
krakks sem hafði aukist hratt. Sak-
sóknarar töldu að með morðinu
á Edwards væri komið kærkomið
tækifæri til að nota þessi nýju lög og
fór svo að réttað var yfir Edwin líkt
og um fullorðinn einstakling væri að
ræða. Svo fór að hann var dæmdur
í 27 ára fangelsi árið 1992 þrátt fyr-
ir að verjendur hans hafi reynt að
benda á að hann væri í raun sjálfur
fórnarlamb slæms félagsskapar.
„Var alveg sama um allt“
Edwin var í kjölfarið sendur í West
Texas State School, fangelsi fyr-
ir unga afbrotamenn, þar sem
fangar lögðu einnig stund á nám.
Þar lenti Edwin í alls konar vand-
ræðum. Hann braut vasa á andliti
sögukennara skólans með þeim af-
leiðingum að kennarinn kinnbeins-
brotnaði. „Mér var alveg sama um
allt. Ég taldi mig ekki hafa neinu að
tapa,“ sagði hann.
Í kjölfarið var hann fluttur á milli
afplánunarstofnana þar sem hann
hélt áfram að vera til vandræða.
Hann hafði þvaglát í klósettpappír
og kastaði pappírnum í fangaverði,
hafði hægðir á gólfið og dreifði úr
þeim á veggi herbergis síns. Í janúar
árið 1997, árið sem Edwin varð átján
ára, mætti hann fyrir dómara þar
sem átti að meta hvort hann hefði
tekið framförum og hvort hann væri
ef til vill hæfur til að fara í vægara úr-
ræði en innan múra öryggisfangels-
is. Faðir Edwins bar vitni í málinu
og gagnrýndi hann yfirvöld harð-
lega. Spurði hann dómara hvort
hann teldi að um betrunarvist væri
að ræða og hvort Edwin kæmi út
úr kerfinu sem betri einstaklingur.
Þegar saksóknarar bentu á að Ed-
win hefði brotið 178 sinnum af sér
í unglingafangelsum Texas-ríkis
var dómaranum nóg boðið og fyr-
irskipaði að Edwin þyrfti að afplána
restina af dómnum í almenna fang-
elsiskerfinu.
Tilbúinn að breytast
Svo fór að Edwin var fluttur í fang-
elsi í Texas-ríki þar sem hann gekk í
raðir klíku innan fangelsisins. Áður
en hann varð tvítugur hafði hann
brotið margoft af sér, þar á meðal
var hann dæmdur til fjögurra ára
hegningarauka fyrir að stinga sam-
fanga sinn árið 1998. Síðan varð
ákveðin hugarfarsbreyting hjá Ed-
win, eins og hann lýsti í viðtali við
Texas Monthly. Hann var tilbúinn
að breytast og snúa við blaðinu.
Í umfjöllun blaðsins kemur fram
að einstaklingar sem brjóta ítrek-
að af sér sem börn hafi oft þá til-
hneigingu að hætta afbrotum sínum
þegar þeir komast á fullorðinsár. Í
einni rannsókn sem vísað er til voru
1.300 ungir afbrotamenn skoðaðir
og þeim fylgt eftir í sjö ár. Að þess-
um sjö árum liðum höfðu aðeins
tíu prósent þeirra brotið af sér eft-
ir að á fullorðinsár var komið. Talið
er að rekja megi ástæðuna til þess
að framheilabörkurinn (e. prefron-
tal cortex), sem hjálpar okkur með-
al annars að taka ábyrgar ákvarðanir
og stjórna tilfinningum og hvötum,
þroskast ekki að fullu fyrr en komið
er á þrítugsaldurinn.
Áfall árið 2007
Í viðtalinu sagði Edwin að hann
hefði fengið nóg af uppreisn, slags-
málum og gengjastarfsemi. Hann
hellti sér í lestur bóka, ritaði nið-
ur æviminningar sínar og fór í nám
þar sem hann kláraði til að mynda
gagnfræðaprófið. Hann sneri baki
við genginu sem hann tilheyrði og
virtist vera að breytast. Eftir því sem
árin liðu varð Edwin sannfærðari
um að dómurinn sem hann hlaut
hefði verið ósanngjarn og harðari
en efni stóðu til.
„Réttarkerfinu fyrir unga af-
brotamenn var komið á svo þessi
ungmenni gætu fengið annað tæki-
færi í lífinu,“ segir hann. Hann fór að
berjast fyrir endurupptöku á máli
sínu og árið 2007, þegar Edwin var
27 ára og átti enn 12 ár eftir af dómi
sínum, fékk hann ný réttarhöld af
ástæðum sem verða ekki frekar
raktar hér.
Í réttarhöldunum sagði verjandi
hans, Lisa Jarrett, að Edwin hefði
verið rændur barnæsku sinni, hann
hefði þegar afplánað sextán ár í
fangelsi og ekki brotið af sér í nokk-
ur ár innan fangelsisins. Saksóknar-
ar lýstu því aftur á móti í smáatrið-
um hvernig hann myrti Edwards á
sínum tíma, hvernig hann gortaði
sig af morðinu, stungunni á sam-
fanga hans og öllum þeim brotum
sem Edwin hafði gerst sekur um.
Jill Mata, saksóknari í málinu,
sagði kviðdómendum að þeir gætu
lækkað refsinguna og jafnvel sleppt
Edwin lausum, en þeir gætu einnig
þyngt hana. Það er einmitt það sem
gerðist. Edwin var dæmdur í 40 ára
fangelsi, sem þýddi að 13 ár bættu-
st við 27 ára dóminn sem hann upp-
haflega fékk. Síðan þá hafa árin liðið
og enn eru 14 ár þar til Edwin lýkur
afplánun.
Tilbreytingarsnautt líf
Í viðtalinu lýsti hann því hvernig
venjulegur dagur gengur fyr-
ir sig. Hann vaknar klukkan fimm
á morgnana, rakar sig, þvær sér
og burstar tennurnar. Því næst les
hann stuttlega tilvitnanir úr Biblí-
unni áður en hann fer úr klefa sín-
um klukkan 5.30 og niður í kaffi-
teríuna þar sem hann starfar sem
kokkur. Að vakt lokinni fer hann
í sturtu, horfir á sjónvarpið með
öðrum föngum: fréttir, Dr. Phil og
Judge Judy þar á meðal. Því næst
fer hann í klefa sinn, gerir æfingar
og útbýr síðan kvöldmat sem sam-
anstendur yfirleitt af Ritz-kexi með
túnfiski eða makríl, kalkúni og flög-
um. Á kvöldin horfir hann svo á
sjónvarpið, eða dvelur í klefa sín-
um og skrifar bréf til móður sinnar
eða systur. Þegar hann er einmana
opnar hann myndaalbúm og skoðar
gamlar myndir af sér og fjölskyldu
sinni. Klukkan 22.30 fer hann í hátt-
inn. „Svona gengur lífið fyrir sig, dag
eftir dag.“
Hafnað um reynslulausn
Edwin kveðst reyna að bæta sig
á hverjum degi en frá árinu 2007
hefur hann tvisvar brotið af sér
innan fangelsisins. Í annað skipt-
ið var hann gripinn með farsíma,
sem hann sagðist nota til að hr-
ingja í móður sína, og í hitt skipt-
ið komst upp um ástarsamband
hans og kvenfangavarðar í álmunni
sem hann dvelur í. „Við stunduðum
kynlíf inni í skáp. Hvernig átti ég að
hafna því,“ spurði hann í viðtalinu.
Edwin kveðst hafa sótt um
reynslulausn nokkrum sinnum á
undanförnum árum en ávallt verið
hafnað. „Kannski halda þeir að ég
muni drepa aftur,“ segir Edwin sem
kveðst vera allt annar maður í dag,
37 ára gamall, en þegar hann var tólf
ára.
Á margt ólært
Í viðtalinu var einnig rætt við að-
standendur Edwards, leigubílstjór-
ans sem Edwin myrti á sínum tíma.
Þeir eru mótfallnir því að Edwin
losni út og segja að réttlætinu verði
ekki fullnægt fyrr en Edwin afplán-
ar dóminn að fullu. „Þessi mað-
ur svipti góðan mann lífi,“ sagði
móðir Edwards, Jessie Mae. Óvíst
er hvenær og þá hvort Edwin fái
nokkru sinni reynslulausn, en hann
verður orðinn fimmtugur þegar
hann losnar út árið 2031.
Í umfjöllun Texas Monthly er
bent á þá augljósu staðreynd að
einstaklingar, sem hafa verið innan
veggja fangelsis nær allt sitt líf, séu
mjög illa undir það búnir að aðlag-
ast lífinu utan fangelsismúranna.
„Þeir hafa í mörg ár lært hluti sem
eru í algjöri andstæðu við það sem
gengur og gerist úti í samfélaginu,“
segir Michele Deitch, prófessor við
University of Texas, sem varið hefur
stórum hluta af sínum ferli í rann-
sóknir á ungum afbrotamönnum.
„Þeim hefur verið kennt að passa
sig, líta yfir öxlina í hvert skipti sem
einhver nálgast þá og treysta eng-
um. Þeim hefur verið kennt að slá
fyrsta höggið til að verja sig. Þeir
hafa ekki hugmynd um hvernig á að
lifa eðlilegu fjölskyldulífi eða mynda
eðlileg vinatengsl. Þessi börn hafa
alist upp í litlum búrum þar sem
þau hafa upplifað hluti sem við get-
um ekki ímyndað okkur.“
Ljóst er að Edwin á margt
ólært; hann hefur aldrei opnað
bankareikning, aldrei leigt sér íbúð,
aldrei sótt um starf, aldrei notað
internetið. „Ég veit að sumir halda
því fram að ég muni ekki ná að að-
lagast þegar ég losna. En ég lofa því
að ég mun aldrei koma hingað aft-
ur, mér mun ganga vel,“ segir hann
og bætir við að það sé hans draumur
að skrifa endurminningar sínar og
hjálpa ungmennum sem villst hafa
af réttri braut. „Ég vil skipta máli og
láta gott af mér leiða.“ n
Curtis Ray Edwards Var 33 ára gamall þegar hann var myrtur. Hann lét eftir sig sex ára son.
Tólf ára morði gi„Mér var
alveg sama
um allt. Ég taldi
mig ekki hafa
neinu að tapa.
„Réttarkerf-
inu fyrir
unga afbrota-
menn var komið
á svo þessi ung-
menni gætu feng-
ið annað tækifæri
í lífinu.