Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Síða 23
Grænar vörur fyrir fjölskylduna Bambus.is: Sköpunargleði barnsins og náin tengsl við foreldra V efverslunin Bambus.is býð­ ur upp á afar fjölbreyttar vörur innan ákveðinnar hugmyndafræði. Allar vörurnar eru umhverfis­ vænar og meðal annars er í boði fatnaður, unninn úr lífrænni ull og silki. Enn fremur býður verslunin upp á umhverfisvænar ungbarna­ vörur eins og margnota taubleiur og fylgihluti ásamt burðarsjölum og pokum sem styrkja tengsl foreldra og barns, sem og leikföng, föndurvörur og skólavörur sem byggja á Waldorf­ stefnunni, en hún veitir mikið rými fyrir sköpunargleði barnsins og gengur út á að fræða þau með leik og uppgötvun í stað ítroðslu. „Í Waldorf­stefnunni er ekki bara verið að þjálfa heilann heldur snýst þetta um allt í senn, hug, hönd og hjarta. Jöfn áhersla er á listgreinar eins og bók­ legar greinar. Vakinn er áhugi og eftirvænting hjá barninu, stærð­ fræði, framkoma, lestur og heimanám – allt er þetta gert spennandi,“ segir Dagný Ósk Ás­ geirsdóttir, eigandi Bambus.is. „Í samræmi við þetta eru líka leikföngin sem við erum með en þau eru úr nátt­ úrulegum efn­ um og til dæm­ is eru púslin ekki bara með eina rétta leið held­ ur fær sköpunar­ gleði barnsins fær að njóta sín,“ segir Dagný enn fremur. „Taubleiur eru alltaf að verða vin­ sælli og eru ástæðurnar helst um­ hverfisvitund og sparnaður. Sam­ kvæmt tölum sem ég hef fengið frá Sorpu og íbúafjölda á höfuðborgar­ svæðinu þá reiknast út að á árinu 2014 fóru 2.616 tonn af bréfbleium og bréf­ dömubindum til Sorpu til urðunar. Og svo tekur það hverja einustu bréfbleiu 200–600 ár að leysast upp í umhverfinu. Síðan eru taubleiurnar líka miklu flottari. Við erum með mikið úrval af tau­ bleium og veitum foreldrum allar upplýsingar um eigin­ leika og notkun.“ Ýmiss konar upp­ byggilegar bækur eru til sölu í Bambus.is, meðal annars skemmtilegar föndurbækur fyrir foreldra til að föndra fyrir og með börnum sínum. Sem fyrr segir eru allar vörur í Bambus.is umhverfisvænar og sem dæmi má nefna að verslunin selur margnota dömubindi og brjóstainn­ legg. Nánari upplýsingar og vefverslun eru inni á vefsvæðinu www.bambus. is. Vörur eru sendar hvert á land sem er. Auk netverslunarinnar rekur Bambus.is verslun að Borg­ artúni 3 og þar er gott að koma og skoða úrvalið og fá ráðgjöf. Verslunin er opin mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10 til 14. n Netverslanir Kynningarblað Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 13. janúar 2017

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.