Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Side 28
Helgarblað 13.–16. janúar 201724 Fólk Viðtal
að sækja um örorkubætur sem duga
varla fyrir húsnæði, hvað þá meiru,
þarf að auki að punga út tugum þús-
unda í hverjum mánuði því það er
rándýrt að vera veikur. Auðvitað ætti
fólk í þessari stöðu ekki einu sinni að
þurfa að taka upp veskið þegar það
fer til læknis eða í rannsóknir.“
Eftir stutta þögn heldur Ragn-
heiður áfram og segir: „Það eru
margir sem missa allt þegar þeir
veikjast. Það er svo margt rangt við
þetta en samt gerir enginn neitt.“
Frumskógur
Hún sjálf kveðst vera heppin mið-
að við marga. „Mamma mín býr hjá
okkur. Hún hugsar um mig þegar
Ravi er að vinna. Við búum í Hvera-
gerði og mamma á húsið. Ég sjálf
hefði aldrei haft efni á að kaupa mér
þak yfir höfuðið. Áður en ég veiktist
hélt ég að ég hefði nægan tíma til að
vinna og safna mér peningum fyrir
íbúð. En svo var víst ekki. Ef ég hefði
ekki manninn minn og mömmu þá
væri ég örugglega á götunni.
Svo er það hin hliðin, það er
hversu fáránlega flókin þessi kerfi
eru. Það er mjög erfitt fyrir sjúklinga
að þeytast um allan bæ til að stússast
í pappírsvinnunni sem tilheyrir því
að vera öryrki. Þetta er algjör frum-
skógur.“
Ragnheiður segist oft hafa rætt
þetta við starfsmenn innan kerfisins.
Yfirleitt fær hún þau svör að kerfið sé
gert svona flókið í þeim tilgangi að
koma í veg fyrir að fólk svindli á því.
„Það er algjörlega fáránlegt. Í fyrsta
lagi; hver í ósköpunum myndi kjósa
að vera öryrki og þurfa að sætta sig
við að lifa undir fátækramörkum? Í
öðru lagi; þetta geta ekki verið svo
margir einstaklingar miðað við þann
fjölda sem treystir alfarið á kerfið. Og
það bitnar á okkur.“
Enginn vill vera sjúklingur
Ragnheiður segir að desember hafi
verið erfiður mánuður fjárhagslega.
Örorkubæturnar dugðu ekki fyrir
jólunum og hún þurfti enn og aftur
að leita í varasjóð sem átti þó aðeins
að vera fyrir útgjöldum sem tengjast
krabbameininu. Sjóðurinn er
tilkominn vegna söfnunar í tengslum
við viðtalið á bleikt.is. Ragnheiður er
gríðarlega þakklát þeim sem lögðu
hönd á plóg. „Sjóðurinn er ástæða
þess að ég á fósturvísi í frysti. Ég
fyllist auðmýkt þegar ég hugsa út
í hvað fólkið, sem þekkti mig ekki
neitt, gerði fyrir mig. Hvernig þakkar
maður eiginlega fyrir svona?“
Hún segist hugsa mikið til þeirra
sem eru í svipuðum sporum og hún
sjálf en hafa hvorki bakhjarla né
varasjóð.
„Að takast á við fjárhagsáhyggjur
ofan í alvarleg veikindi er algjörlega
galið. Alltof margir eru í þessari
ömur legu stöðu. Það velur sér
enginn að vera sjúklingur. Það
þarf ekki að vera saga eða langur
aðdragandi að því að veikjast. Þú
ert bara að lifa lífinu og allt í einu
breytist allt. Fótunum er kippt undan
þér og þú verður fangi sjúkdómsins.
Þú hefur ekkert val.“
Gömul tugga
Ragnheiður bendir réttilega á að
það sem hún sé að segja í sambandi
við stöðu öryrkja á Íslandi sé alls
ekkert nýtt. „Það hafa svo margir
lýst þessum aðstæðum en lítið
gerist. Mér finnst þegar rætt er um
kjör öryrkja þá sé ávallt talað fyrir
daufum eyrum.“
Þá segir hún að þrátt fyrir það þurfi
að halda umræðunni áfram í þeirri
von að á endanum verði eitthvað
almennilegt gert í málunum og kjör
fólks sem þráir ekkert heitar en að
verða heilbrigt og geta tekið virkan
þátt í samfélaginu verði leiðrétt í
samræmi við launaþróun í landinu.
„Þögn er sama og samþykki og ég
ætla aldrei að samþykkja hvernig
farið er með öryrkja á Íslandi.“ n
S HELGASON
- Steinsmiðja síðan 1953
Innleiðingu á greiðsluþátt-
tökukerfi frestað til 1. maí
Reglugerðir um hlutdeild í kostnaði verða settar fyrir lok janúar
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta innleiðingu á nýju
greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu til 1. maí næstkomandi.
Þetta er í annað skipti sem gildistökunni er frestað. Ákvörðunin byggist á því að
meiri tíma þurfi til að undirbúa kerfisbreytinguna, fyrst og fremst vegna ýmissa tækni-
legra örðugleika við útfærslu hennar.
Alþingi samþykkti 2. júní síðastliðinn breytingu á lögum um sjúkratryggingar þar
sem kveðið var á um grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi á greiðslu sjúklinga fyrir
heilbrigðisþjónustu. Lögin áttu að taka gildi 1. febrúar næstkomandi.
Samkvæmt nýju greiðsluþátttökukerfi verður tryggt að mánaðarlegar greiðslur
fólks fyrir heilbrigðisþjónustu fari aldrei yfir tiltekið hámark og að þar með verði jafn-
framt sett þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir
nýja greiðsluþátttökukerfið.
Undir nýja kerfið fellur þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa, sjálfstætt starfandi
heilbrigðisstarfsmanna, rannsóknir og geisla- og myndgreining.
Ekki hefur verið gert ráð fyrir að auknu fé verði varið inn í kerfið heldur að fjármagn
verði fært til innan þess.
Stefnt er að því að reglugerðir um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heil-
brigðisþjónustu verði settar fyrir lok þessa mánaðar.
Núverandi fyrirkomulag greiðsluþátttöku helst því áfram óbreytt þar til nýja kerfið
tekur gildi þann 1. maí næstkomandi.
„Þetta er fáránlegt, næstum því hlægilegt“
Ellen segir stöðu örorkulífeyrisþega á Íslandi mjög slæma
„Staða örorkulífeyrisþega á Íslandi í dag er mjög slæm og mannréttindi eru ekki virt að fullu þegar fólki er gert að lifa á slíkri lúsarfram-
færslu.“
Þetta segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, og bendir á að örorkulífeyrisþegar, sem eru aðeins með örorkulífeyri
frá Tryggingastofnun, fái um 197 þúsund krónur á mánuði til framfærslu. Á sama tíma er heilbrigðisþjónusta á Íslandi enn sem komið er
alltof dýr.
„Þeir örorkulífeyrisþegar sem þurfa að nýta sér heilbrigðisþjónustuna reglulega og nota lyf hafa ekki efni á að standa undir
húsnæðis kostnaði. Hvað þá að lifa með mannlegri reisn í íslensku samfélagi.“
Þá tekur Ellen dæmi:
„Ef örorkulífeyrisþegi er með fastan kostnað upp á 30 til 50 þúsund krónur á mánuði í heilbrigðistengd útgjöld þá standa eftir
150 þúsund krónur. Þú leigir ekki eða greiðir af lánum af íbúð undir 100 þúsund krónum á mánuði. Enginn getur það. Þetta er fáránlegt,
næstum því hlægilegt. Þá standa eftir 30 til 50 þúsund krónur til að kaupa í matinn, borga fyrir samgöngur, fara til tannlæknis og allt
annað er tilheyrir því að vera til.“
Ellen bendir á að framfærsla öryrkja sé langt fyrir neðan dæmigerð neysluviðmið.
„Svo horfum við á að laun kjörinna fulltrúa hækka um hærri upphæð en heildarupphæð örorkulífeyrisþega er. Og það á einu bretti.
Það finnst mér ómannúðlegt.“
„Það hafa svo
margir lýst þess-
um aðstæðum en lítið
gerist. Mér finnst þegar
rætt er um kjör öryrkja þá
sé ávallt talað fyrir dauf-
um eyrum.
Tekur á Ragnheiður
á tvær erfiðar lyfja-
meðferðir að baki.
Mynd Úr EinkasaFni
Mynd siGTryGGur ari