Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Síða 31
Helgarblað 13.–16. janúar 2017 fyrsta tækifæri hans með enska landsliðinu kom. Það gerðist í vin- áttuleik Englands og Frakklands á Wembley í nóvember 2015 og þakk- aði Alli traustið með því að skora í sínum fyrsta landsleik í 2-0 sigri. Erfið æska „Það sem verður að hafa í huga varðandi Dele Alli er að hann átti ekki auðvelda æsku,“ sagði Mike Dove, yfir maður unglingaakadem- íu MK Dons í áðurnefndu viðtali í Tele graph, um leikmanninn. „Æska hans gerði hann að þeim leikmanni sem hann er. Hann er algjörlega óttalaus og það er ekkert sem veld- ur honum áhyggjum,“ sagði Mike Dove. Alli er alinn upp í Bradwell- hverfinu í Milton Keynes sem er eitt fátækasta hverfi borgarinnar. Og uppvaxtarár Alli voru enginn dans á rósum. „Hlutirnir voru erfiðir, mjög erf- iðir,“ sagði Denise, móðir hans, í viðtali um æskuár sonarins. „Ég átti fjögur börn með fjórum mönnum,“ sagði hún og bætti við að hún hafi alið börnin upp ein í þriggja her- bergja félagsíbúð í hverfinu. Faðir Alli, Kenny, er frá Nígeríu og flutti hann til Bandaríkjanna viku eftir að Alli kom í heiminn. Hann hafði því enga föðurímynd á uppvaxtar- árum sínum, engan sem gat leið- beint honum um hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í samfélaginu í Brad- well. Denise þjáðist þar að auki af áfengissýki og leitaði Dele Alli mik- ið út fyrir heimilið og ávallt með bolta í farteskinu. Hann eyddi öll- um stundum á sparkvöllum hverf- isins. „Það er ekkert leyndarmál að sem barn var hann mikið úti á götu. Það er stundum sagt að til að verða afreksmaður í knattspyrnu þurf- ir þú að eyða tíu þúsund klukku- stundum við æfingar. Og ef þú get- ur gert það á eigin spýtur og ekki undir leiðsögn, þeim mun betra. Hann lærði fótbolta sjálfur, lærði að gera mistök og lærði af þeim,“ sagði Mike Dove. Breytti nafninu á treyjunni Samskipti Alli og föður hans hafa verið lítil á undanförnum árum og í haust vakti til að mynda athygli þegar Alli ákvað að nota nafnið Dele aftan á treyju sinni í stað þess að nota Dele Alli eins og hann gerði á síðustu leiktíð. Þetta gerði Alli að sögn þar sem hann kvaðst ekki finna neina tengingu við föðurnafn sitt. Í kjölfarið steig faðir hans fram í viðtali við breska fjölmiðla þar sem hann sagðist allur af vilja gerður til að koma á betra sambandi milli þeirra feðga. Það virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri og notast leikmaðurinn enn við nafnið Dele. Sem fyrr segir gekk Alli ekki í unglingaakademíu MK Dons fyrr en hann var ellefu ára, sem er nokkuð hár aldur í nútímafótbolta þegar leikmenn allt niður í fimm ára aldur eru handvaldir af útsend- urum knattspyrnuliða. Dove segir að hann hafi strax séð að Alli væri einstakur leikmaður, allt frá hans fyrstu æfingu. Dove segir að Alli hafi einnig verið þeim kostum búinn að vera náttúrulega góður íþróttamað- ur; fljótur og með einstakt úthald sem fleytti honum langt. En Dove segir að hugarfarið hafi einnig verið einstakt hjá Alli. „Hann setti sér sí- fellt nýjar áskoranir og leitaði leiða til að gera í leikjum hluti sem hann hafði æft á æfingum.“ Flutti af heimilinu 13 ára Þegar Alli var þrettán ára ákvað Denise, móðir hans, að best væri fyrir Alli að hann færi í fóstur hjá annarri fjölskyldu í Milton Key- nes. Heimilið var undir smásjá félagsmála yfirvalda, meðal annars í ljósi áfengisvanda Denise, og kvaðst Denise í viðtali hafa talið að Alli væri betur kominn hjá annarri fjölskyldu. Svo fór að Alli flutti í betra hverfi, Cosgrove, og bjó hann þar allt þar til hann var seldur til Tottenham. Þessi ráðahagur virðist hafa gert Alli gott því að sögn Dove tók hann stórstígum framförum um leið og hann var kominn í betra og rólegra umhverfi. Það sést kannski best á því að sextán ára gamall var hann farinn að æfa og spila með aðalliði MK Dons. Alli er aðeins tvítugur og í raun enn að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumaður í vinsælustu íþrótt heims. Robinson kvaðst í viðtalinu við Telegraph ekki vera undrandi á þeirri velgengni sem Alli hefur not- ið fyrstu misseri sín í ensku úrvals- deildinni. „Í hvert skipti sem hann fær nýja áskorun lætur hann hend- ur standa fram úr ermum og ger- ir sitt besta. Hann lætur ekkert á sig fá; ef þú skammar hann sýn- ir hann engin svipbrigði og ef þú hrósar honum sýnir hann engin svipbrigði. Hann er bara þannig leikmaður og einstaklingur,“ sagði Robinson. Dele Alli, sem á 15 landsleiki að baki fyrir England, verður í eldlínunni í hádeginu á laugar- dag þegar Tottenham tekur á móti WBA. n „Hann er algjörlega óttalaus og það er ekkert sem veldur honum áhyggjum. Magnaður Dele Alli hefur skorað 20 deildar- mörk í 52 deildarleikjum fyrir Tottenham. Mynd EPA www.avaxtabillinn.is avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar sem lífga upp á allar uppákomur Aðeins á viku á starfsmann Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Sport 27

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.