Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Page 40
Helgarblað 13.–16. janúar 201736 Menning Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir S káldsagan Gott fólk kom út árið 2015 og vakti þá ekki síst athygli fyrir þær sakir að framvinda sögunn- ar var augljóslega í stórum dráttum fengin að láni frá samskipt- um tveggja einstaklinga sem að ein- hverju leyti höfðu verið opinberuð á samfélagsmiðlum og í viðtölum í DV nokkrum árum áður. Bókin var ekki skrifuð með vilja eða vitund þessara einstaklinga og þeir ekki heldur hafðir með í ráðum við uppsetningu Þjóðleikhússins á verkinu. Nokkur áþekk dæmi þar sem höfundur styðst við harmleik úr lífi raunverulegra einstaklinga og í opinberri óþökk, eru vel þekkt úr bókmenntaheimin- um. Nægir þar að nefna bæði Djöfla- eyju Einars Kárasonar og Konu við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Þessi verk hafa, líkt og Gott fólk gerir nú, skapað togstreitu á milli sjálfs tján- ingarfrelsisins og þeirrar lífsreglu að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Ábyrgðarferli og dómstóll götunnar Leikritið fjallar um samskipti einstak- linga sem áttu í einhvers konar sam- bandi í rúmt ár. Sara elskar Sölva og vill byggja framtíð sína með honum. Sölvi er hins vegar uppfullur af sjálf- um sér, klár og myndarlegur strákur sem vegna vinnu sinnar í fjölmiðlum er orðinn svolítið þekktur. Hann lærir að troða niður öll mörk Söru, smán- ar hugmyndir hennar og skoðanir og fær hana til niðurlægjandi kyn- lífsathafna. Sambandi þeirra lýkur og niðurbrotin endar Sara hjá Stígamótum. Í samvinnu við vini sína reynir hún síðar að fá Sölva til þess að taka þátt í ábyrgðarferli, gangast við gjörðum sínum, taka á þeim ábyrgð og hlýða þeim óskum sem þolandi setur fram. Sölvi tekst á við ábyrgðarferlið en málið æxlast öðru- vísi en ætlað var. Það kemst í almenna umræðu, dóm- stóll götunnar fellir grimma dóma og miðlar þeim af miklu skilnings- leysi til eins margra og málið nær til. Refsing netverja er ævilöng, færslur á vefnum eilífar. Stefán Hallur fer með hlutverk Sölva. Það hefði skapað meiri spennu í verkinu að fínstilla hann betur og sýna einstakling með meiri sjarma. Það grimma kynferðislega of- beldi sem fram kom að hann hefði beitt Söru, gekk óþarflega langt og veikti trú- verðugleika efasemda hans um ásakanirn- ar. Að sama skapi er Sara, sem leikin er af Vigdísi Hrefnu Páls- dóttur, svolítið ein- föld. Höfundur beitir ekki sömu kröftum í að skýra hennar persónu og því er Vig- dísi töluverður vandi á höndum. Í verkinu svarar hún til dæmis aldrei fyrir það að hafa boðið Sölva að taka þátt í ábyrgðarferlinu, án þess að sjá til þess að hann fengi nauðsynlegan stuðning og ef til vill án nauðsyn- legrar reynslu og þekkingar á að- ferðinni. Hans besti vinur, Tryggvi, sem leikinn er af Snorra Engilberts- syni, gat til dæmis aldrei annað en staðið með öllu sem Sölva datt í hug, enda var hann að mörgu leyti í sömu sporum og Sara, meðvirkur og undir hælnum á Sölva. Kröftug sýning þrátt fyrir agnúa Allir leikararnir voru í áþekkum svörtum hlutlausum búningum en það gerði persónurnar fjarlægari áhorfendum. Hlutleysið rann líka út í sandinn því í tilfelli Baltasars Breka Sampers virkaði búningur- inn valdeflandi og eins og sniðinn á hann í hlutverki Grímars, á meðan þeir voru ólögulegir á öðrum. Fyrri hluti verksins var of hægur en það rann mun betur eftir hlé. Þá voru senur kvenleikaranna áberandi síð- ur unnar af hálfu handritshöfundar auk þess sem framsaga þeirra ein- kenndist oft af stökum setningum sem slitnar voru í sundur þannig að flæði vantaði í frásögn. En þrátt fyrir að þannig megi finna litla agnúa á verkinu, þá er þetta kröftug og áleitin sýning með góðum leikurum. Það er mikilvægt að læra að setja sín mörk og virða þau, sem og að traðka ekki á mörkum annarra. Það höfum við þó líklega öll gert með einum eða öðrum hætti. Verkið vek- ur upp margar spurningar, ekki síst um stöðu þolenda og gerenda en einnig um þolmörk vináttunnar og afleiðingar hatursumræðu á sam- félagsmiðlum, dómstól götunnar, grimmd hans og ábyrgðarleysi. Efni verksins leitar á mann, löngu eftir að sýningu lýkur. n Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Gott fólk Höfundur: Valur Grettisson Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikgerð: Símon Birgisson og Valur Grettis- son í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Baltasar Breki Samper, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilberts- son og Birgitta Birgisdóttir Dramatúrg: Gréta Kristín Ómarsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson og Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu „Efni verksins leitar á mann, löngu eftir að sýningu lýkur. mynD Hörður sveinsson F jórir rithöfundar undir þrítugu fá úthlutað listamannalaun- um í ár og hafa þeir ekki verið jafn margir í meira en áratug, eða frá árinu 2005. Þetta eru þau Valgerður Þóroddsdóttir (f. 1989), Alexander Dan Vilhjálmsson (f. 1988), Ásta Fanney Sigurðardótt- ir (f. 1987) og Tyrfingur Tyrfings- son (f. 1987). Öll hljóta þau þriggja mánaða laun, nema Tyrfingur sem hlýtur sex mánuði, en hann er jafn- framt eini höfundurinn úr þessum hópi sem hefur hlotið launin áður. Heildarmánaðafjöldinn sem rithöf- undarnir fjórir hljóta, 15 mánuðir, er þó aðeins tæplega fjórðungur þess mánaðafjölda sem ungskáldin fjögur hlutu árið 2005, en þá var mánaðafjöldinn 63. Á síðustu árum hafa nokkrar umræður spunnist um tak- markaða möguleika ungra skálda á að hljóta rit- launin og hefur með- al annars verið bent á hversu fáir höfundar undir þrítugu hafa hlot- ið úthlutun undanfarinn áratug. Á árunum 2007 til 2016 hlutu þannig að meðaltali tveir ungir höf- undar á ári laun, en á ár- unum 1997 til 2006 voru þeir rúmlega fjórir á ári. Fjöldi mánaða sem ungir höfundar á árun- um 2007 til 2016 fengu úthlutað var enn fremur aðeins fjórðungur af fjöld- anum áratuginn áður. n kristjan@dv.is Fjórir ungir höfundar fá listamannalaun Ekki jafn margir höfundar undir þrítugu fengið listamannalaun frá 2005, en þá var mánaðafjöldinn fjórfalt meiri Mánuðir sem ungir höfundar fá úthlutað Fjöldi ungra rithöfunda valgerður ÞóroddsdóttirAlexander Dan vilhjálmsson Ásta Fanney sigurðardóttir Tyrfingur Tyrfingsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.