Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Síða 48
Helgarblað 13.–16. janúar 2017
3. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is
Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
Honda HR-V
kostar frá kr. 3.840.000
MEÐ SJÁLFSKIPTINGU
Öruggur, fullkomið skipulag, nákvæmur frágangur
og betri í alla staði. Honda HR-V er ekki bara fimm
stjörnu bíll hvað varðar öryggi, í HR-V á hver hlutur
sinn stað og hlutverk. Við hönnuðum nýjan Honda
HR-V með þetta að leiðarljósi. Útkoman er fallegur
borgarjeppi, með frábæra eiginleika innan sem utan.
Nýr Honda HR-V, fullkominn fyrir þig.
ALLT Á SÍNUM
FULLKOMNA STAÐ
Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00
Ég segi
og skrifa:
B-O-B-A!
Bubbi trompar
Kött Grá Pjé
n Akureyrski rapparinn, Atli Sig-
þórsson, betur þekktur sem Kött
Grá Pjé, deildi því á Twitter-síðu
sinni að það væri „sérstök nautn“
hans að vakna snemma dag
hvern til þess að fá sér kaffi og
sígó í myrkrinu. Bubbi Morthens
var fljótur að yfirtrompa upplifun
Atla rækilega. „Ég reykti 40 sígó
á dag í áratugi með bundið fyrir
augun. Tíu jónur.
Sá aldrei fokk-
ing ljósið. Það
var æði,“ sagði
Bubbi. Ekki
hefur heyrst
múkk í Kött
Grá Pjé eftir
þessa sleggju.
Selur allt – síma-
númerið líka
n Undanfarna mánuði hefur
Brynjúlfur Jóhannesson aug-
lýst allt sitt hafurtask til sölu á
samfélagsmiðlum.
Ráðgerir hann
að flytjast til
Gvatemala
þann 1. febr-
úar og þá
aðeins með
veraldlegar eig-
ur sem rúmast í
einum bakpoka. Brynjúlfur var
til umfjöllunar á síðum DV fyrir
skemmstu út af umfangsmikilli
ofskynjunarsveppasölu sinni.
Brynjúlfur tilgreinir að síma-
númerið hans sé einnig til sölu
og er lágmarksboð 120 þúsund
krónur.
Sköllóttar stjörnur
n Ragnhildur Steinunn Jóns-
dóttir, Annie Mist Þórisdóttir,
Björgvin Páll Gústavsson, Jón
Jónsson, Saga Garðarsdóttir og
Þorvaldur Davíð Kristjánsson
taka þessa dagana þátt í árvekni-
átaki Krafts, stuðningsfélags fyr-
ir ungt fólk með krabbamein og
aðstandendur þeirra.
Athygli vekur að stjörnurnar
eru allar sköllóttar en þetta var
gert með hjálp tölvutækni. Kraft-
ur hefur boðað til vitundarvakn-
ingar um ungt fólk og krabba-
mein en félagsmenn Krafts eru
einstaklingar á aldrinum 18 til
40 ára sem greinst hafa með
krabbamein og aðstandendur
þeirra.
„Brynjar er ekki nákvæmur maður“
Alþingismaður setur spurningarmerki við ökuhæfni utanríkisráðherra
É
g kannast alveg við að hafa heyrt
kvartanir en á þessu stigi vil ég
ekki tjá mig frekar um þetta mál.
Eins og alþjóð veit þá er Brynjar
ekki nákvæmur maður og freistar þess
við hvert tækifæri að fara með gaman-
mál á minn kostnað. Það er alveg ljóst
að þessu verður svarað á heppilegum
vettvangi,“ segir nýskipaður utanríkis-
ráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, í
samtali við DV.
Ástæða samtalsins er sú að sama
dag og tilkynnt var um ráðherraskip-
an ríkisstjórnarinnar birti alþingis-
maðurinn Brynjar Níelsson fær-
slu á Facebook-síðu sinni þar sem
hann gantaðist með að fjölmargir
Sjálfstæðis menn, einkum ökumenn
og gangandi vegfarendur, legðu ríka
áherslu á að Guðlaugur Þór yrði ráð-
herra. „Þeir segjast ekki sjá eftir þeim
kostnaði sem fer í ráðherrabílstjóra
fyrir hann,“ sagði Brynjar í færslunni.
Færslan féll í góðan jarðveg en þó
virtust ekki allir skilja brandarann.
Þannig spurði einn góðborgari hvort
Guðlaugur Þór væri ekki með bílpróf
og því svaraði Brynjar: „Jú, það er
einmitt vandamálið.“
Að kvöldi þess sama dags var síðan
loks tilkynnt um ráðherraskipanina.
Brynjar lét opinberlega í ljós óánægju
sína með hana, sérstaklega að reynsla
og umboð hafi ekki ráðið för frekar
en „kynjasjónarmið“. Hins vegar
varð honum og ástríðufullum áhuga-
mönnum um íslenska umferðar-
menningu úr ranni Sjálfstæðisflokks-
ins að ósk sinni þegar Guðlaugur Þór
fékk úthlutað utanríkissráðuneytinu
og þar af leiðandi bílstjóra. n
bjornth@dv.is
Brynjar Níelsson Ýjar
að því á Facebook að
Guðlaugur Þór Þórðars-
son utanríkisráðherra sé
ekki beinlínis besti bílstjóri
landsins. MyND SiGtRyGGuR ARi
Guðlaugur Þór Þórðarson Kannast við að
hafa heyrt kvartanir vegna aksturslags síns en
vildi ekki tjá sig frekar um málið að sinni.