Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 6
Helgarblað 10.–13. febrúar 20176 Fréttir Ríkisstjórn í frjálsu falli Stuðningur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mælist aðeins 32,6 prósent í nýrri könnun MMR. Í mælingu á fylgi einstakra stjórnmálaflokka ber hæst að Vinstrihreyfingin - grænt framboð mælist stærsti flokkur landsins með 27% fylgi, sem er aukning um 3,8% milli kannana. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með 23,8% fylgi en það dregst saman um tæpt prósent milli kannana. Fylgi Pírata stendur í stað í 13,6%. Fylgi Framsóknarflokksins lækkar úr 12,5% í 9,7%. Samfylking fer úr 7,8 í 7 prósent og þá heldur fylgi Viðreisnar áfram að dala og er flokkurinn með 5,6% á meðan Björt framtíð bætir heldur við sig og fer úr 5,3% í 7%. Þ rír nemendur í 9. bekk Hóla- brekkuskóla í Reykjavík voru fluttir á sjúkrahús á mið- vikudag með 1. og 2. stigs brunasár eftir slys í eðlisfræðistofu. Nemendur voru þar að gera tilraun sem fól í sér notkun á eldfimu efni. Ekki vildi betur til en svo að eldurinn mun hafa læst sig í föt barnanna sem flutt voru á sjúkrahús með sjúkrabíl. Skólastjóri Hólabrekkuskóla sendi foreldrum og forráðamönnum póst vegna málsins sama dag þar sem kom fram að líðan barnanna væri eftir atvikum góð. Skólastjórinn, Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, segir í samtali við RÚV að rætt hafi verið við nemendur skólans vegna atviksins auk þess sem póstur var sendur á for- ráðamenn. Þeim sem töldu sig þurfa stóð til boða að fá áfallahjálp hjá sér- fræðingum skólans. Þá hafi skóla- skemmtun sem fyrirhuguð var á miðvikudagskvöld verið aflýst vegna atviksins. Tvö barnanna voru komin heim á fimmtudag, en eitt þeirra var enn á spítala til aðhlynningar. Skóla- stjórinn kveðst hafa fengið þau skila- boð frá foreldrum barnanna um að þau muni ná sér að fullu. n Hlutu brunasár eftir skólaslys Þrír nemendur Hólabrekkuskóla fluttir á sjúkrahús Hólabrekkuskóli Nemendum og starfsfólki var brugðið vegna atviksins en blessunarlega munu börnin sem í slysinu lentu ná sér að fullu. Mynd ReykjavíkuRboRg Gleraugnaverslunin Eyesland hefur opnað nýja og glæsilega verslun á Grandagarði 13. Mikið úrval af gæðagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Cocoa Mint sólgleraugu kr. 12.900,- Sjáðu muninn? Ekki dæma heila þjóð Frásögn Ragnhildar Stefánsdóttur af grænlenskri konu sem varð fyrir fordómum hér á landi hefur vakið mikla athygli. Ragnhildur greindi frá því að konan hefði orðið fyrir aðdróttunum vegna þjóðernis og tengdi það við að landi hennar situr í fangelsi, grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. „Ég er miður mín eftir að hitta þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“ Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur deildi skrifum Ragnhildar og sagði: „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns. Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Björn boðar sparnað en Guðni aukin útgjöld n Ólíkar áherslur frambjóðenda til formanns KSÍ n Kosið verður um helgina U m helgina verða stór tíma- mót hjá Knattspyrnusam- bandi Íslands þegar 71. árs- þing samtakanna fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum. Þá stígur Geir Þorsteinsson til hliðar eftir 10 ára farsælt starf sem formað- ur. Óhætt er að segja að hann stígi frá góðu búi en rekstur KSÍ hefur ver- ið í miklum blóma í kjölfar ótrúlegs árangurs íslenska karlalandsliðsins á alþjóðlegum vettvangi. Tveir einstaklingar berjast um að taka við kyndlinum af Geir, Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnu- knattspyrnumaður, og Björn Einars- son, formaður Víkings og forstjóri TVG- Zimsen. Toppliðin á bak við björn Óhætt er að fullyrða að gríðarleg eftirvænting sé fyrir kosningunum enda er ómögulegt að segja til um hvernig landið liggur. Björn er sagð- ur vera fulltrúi stærstu liða landsins en talið er að hann eigi stuðning FH, KR, Víkings og Stjörnunnar vísan. Þann stuðning hefur Björn áunnið sér með störfum sínum fyrir Toppfót- boltasamtökin sem vinna fyrir félög- in sem eiga sæti í efstu deild. Guðni er hins vegar talinn njóta meira fylgis meðal smærri liða landsins en hann gengur þó að stuðningi Vals, uppeld- isfélags síns, vísum. Þá hefur komið fram að margir séu óákveðnir. Alls hafa 153 fulltrúar rétt til setu á ársþinginu og því fer mestur tími frambjóðenda eflaust í að tala við þá sem koma til með hafa atkvæðarétt á þinginu. Guðni og Björn hafa þó gef- ið fjölmiðlum nokkur viðtöl viðtöl og viðrað áherslur sínar auk þess sem þeir tókust á í athyglisverðum kapp- ræðum á X-inu fyrir skömmu. guðni boðar útgjöld – björn sparnað Í þessum skoðanaskiptum frambjóð- enda hefur komið fram hversu ólíkar áherslur þeirra eru varðandi starfið. Til einföldunar mætti segja að Guðni hafi boðað aukin útgjöld til þess að styðja við áframhaldandi velgengni landsliða Íslands á meðan Björn boðar straumlínulagaðan fyrirtækja- rekstur KSÍ þar sem aðhald í rekstri er grunnforsendan. Má nefna sem dæmi að Guðni hefur lýst yfir áhuga á að ráða yfirmann knattspyrnu- mála til KSÍ sem myndi miðla þeirri þekkingu sem er að verða til innan A-landsliðanna til yngri landsliða og félaganna. Slíkur sérfræðingur kostar hins vegar sitt og þá yfirvof- andi útgjaldaaukningu hefur Björn gagnrýnt. Frambjóðendurnir eru þó sammála um að aukið gagnsæi sé nauðsynlegt innan KSÍ og að ráðn- ingarferli sambandsins verði opnari. Ætlar að efla erlend samskipti Eins og víða hefur komið fram þá hef- ur Guðni lýst því yfir að hann muni sinna starfinu áfram í fullu starfi líkt og Geir Þorsteinsson hefur gert undanfarin ár. Launa- kjör forvera hans, sem eru um 1,3 millj- ónir á mánuði, hafa verið mjög umdeild innan hreyfingar- innar og hefur Guðni fagnað þeirri tillögu sem liggur fyrir árs- þinginu að laun hans verði ákveðin af sér- stakri starfskjaranefnd. Telur hann að bakgrunnur hans sem atvinnu- maður í knattspyrnu og lögfræðing- ur geti nýst honum vel í þeim viða- miklu erlendu samskiptum sem formaður KSÍ þarf að inna af hendi. Hefur Guðni bent á að 88 prósent af öllum tekjum sambandsins hafi komið að utan og því þurfi að halda vel á spilunum ytra. vill styrkja stjórn sambandsins Björn hefur aftur á móti sagst ætla að sinna starfinu í stjórnar formennsku sem hann segir að sé ráðandi fyrirkomulag á markaði. Hefur hann nefnt þá staðreynd að forstjóri Nova, Liv Bergþórsdóttir, sé stjórnarformaður lággjaldaflugfélagsins WOW. Hann hefur líkt rekstri KSÍ við fyrirtæki og vísar í að reynsla sín í rekstri muni gagnast sambandinu. Þá vill hann styrkja stjórn sambandsins og fjölga stjórnarfundum. Þá hefur hann sagst vilja gefa starfsfólki skrifstofu KSÍ svigrúm til að koma góðum verkum í framkvæmd en stjórnin marki stefnuna. n björn Þorfinnsson bjornth@dv.is björn einarsson guðni bergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.