Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Síða 38
Helgarblað 10.–13. febrúar 201730 Skrýtið Sakamál H inn 8. apríl, 2014, komst kviðdómur í máli Marissu DeVault, þá 36 ára konu frá Arizona í Bandaríkjunum, að þeirri niðurstöðu að hún væri sek um morð á eiginmanni sín- um, Dale Harrell. Marissa réðst á eiginmann sinn með hamri á heimili þeirra hjóna í Gilbert í Maricopa-sýslu að kvöldi 14. janúar 2009. Hún fullyrti síðar að Dale hefði verið ofbeldisfullur eigin- maður og hefði tekið hana kverka- taki og neytt hana til samræðis og það hefði ekki verið nein nýlunda. Bar hún því við að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Hjartaáfall og blóðkökkur Reyndar lést Dale ekki strax. Hann fékk slæma höfuðáverka og var á batavegi þegar hann fékk slag og síð- ar hjartaáfall í tvígang. Hann var því orðinn frekar veikburða þegar hann, þremur vikum eftir árásina, fékk blóðkökk í lungun sem dró hann til dauða. Nú, en Marissa var í kjölfarið ákærð fyrir morð og lögðu sækjendur ekki trúnað á þær útskýringar Marissu að um sjálfsvörn hefði verið að ræða þetta afdrifaríka kvöld í janúar. Skuldum vafin Sækjendur voru þess fullvissir að morðið mætti rekja til fjárhagsörðug- leika Marissu. Hún hefði viljað kom- ast yfir líftryggingu Dales til að geta gert upp 360.000 dala skuld við „sykurpápa“ nokkurn, Allen Flores, sem hún hafði kynnst á netinu. Reyndar hafði Marissa einnig skellt skuldinni á vin þeirra hjóna, sem glímdi við heilaskaða og bjó á heim- ili þeirra. Máli sínu til stuðnings framvísaði hún skriflegri játningu vinarins. Fyrrverandi elskhugi Að sögn sækjenda hafði Marissa leit- að til fyrrverandi elskhuga og beðið hann um að myrða Dale. Elskhuginn fyrrverandi bar að Marissa hefði beðið hann að „sjá um“ Dale – reynd- ar sagðist hann ekki hafa verið alveg viss um hvað „sjá um“ merkti ná- kvæmlega, en það hefði engu breytt; hann vildi ekki hafa neitt saman við Marissu að sælda. Til að útskýra sín miklu fjárráð, sem tilkomin voru vegna lánsins frá Allen Flores, spann Marissa heil- mikinn lygaþráð. Vinum og ættingj- um, og hugsanlega Dale, sagði hún að hún hefði fengið féð í arf; Flores hefði verið ástmaður látins, samkyn- hneigðs stjúpföður hennar. Hún átti reyndar stjúpföður, en hann var hvorki dauður né samkynhneigður. Vafasamur pappír Allen þessi Flores var greinilega vafasamur pappír. Kynni hans og Marissu hófust á síðu „sykurpápa“ sem lánuðu fjárvana konum fé gegn kynferðislegri þjónustu af ýmsum toga. Allen var fullvissaður um að hann myndi ekki varpa sök á sig þótt hann vitnaði gegn Marissu og upplýsti hann um þá ráðgjöf sem hann hafði veitt henni varðandi líftryggingu eiginmanns hennar og við að falsa játningu heilaskemmda vinarins. Þessum samningi Allens og ákæru- valdsins fylgdi þó sá böggull skamm- rifi að hann fékk að hluta til friðhelgi hvað áhrærði mögulega málshöfðun vegna barnakláms sem fannst í tölvu hans. En það er annað mál. Ekki við eina fjölina felld Á meðal vitna við réttarhöldin var dóttir Marissu og Dales, sem var 13 ára þegar ósköpin áttu sér stað. Sagði hún að heimilislífið hefði tíðum verið „róstusamt“ og að faðir henn- ar hefði oft verið ofbeldisfullur í garð móður hennar. Þannig að ekki hafði Marissa logið neinu hvað það varð- aði, en slíkt hafði þó farið fullkom- lega framhjá vinum og nágrönnum þeirra hjóna. Að sögn dótturinnar mátti vart á milli sjá hvort foreldra hennar var duglegra í framhjáhaldi. Sem fyrr segir var Marissa sak- felld 8. apríl fyrir morðið, en und- ir lok sama mánaðar var ákveðið að auðsýna henni miskunn, kasta dauðadómi fyrir róða og láta lífs- tíðardóm nægja. Marissa Devault getur sótt um reynslulausn árið 2039. n RóstuR og fRamHjáHald „Elskhuginn fyrrverandi bar að marissa hefði beðið hann að „sjá um“ dale. Eiginmaðurinn Dale var ekki við eina fjölina felldur. „Sykurpápi“ Allen Flores; ekki allur þar sem hann er séður. n marissa devault var skuldum vafin n dale var líftryggður Á góðum degi Marissa leitaði út fyrir vébönd hjónabandsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.