Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 20
Helgarblað 10.–13. febrúar 201720 Umræða É g held að engin skáldsaga sé nefnd jafnoft þegar fólk er spurt um uppáhaldsbækur eins og hinn ókláraði tékkneski epos frá þriðja áratug liðinn- ar aldar: „Góði dátinn Svejk“. Hún hefur verið margsinnis gefin út hér á landi í þýðingu Karls Ísfeld, þýð- ingu sem er eiginlega snilldarleg svo langt sem hún nær. Ég ætla að segja hér nokkuð frá höfundi bókarinnar, Jaroslav Hasek, og í lokin koma með löngu tímabæra tillögu um nýja og endurbætta útgáfu þessa meistara- verks á íslensku. Ævintýramaður og húmoristi Jaroslav Hasek var ævintýramaður, og eflaust af mörgum talinn mikill gallagripur á sinni samtíð. Hann fæddist í Prag 30. apríl 1883. Hann var vandræðabarn í skóla og datt út úr námi. Hann fann sig reyndar þegar hann var kominn undir tvítugt í verslunarnámi, sem hann stundaði um hríð og lauk prófi, jafnframt því sem hann fór að fást við ritstörf og birta gamansamar smásögur í blöð- um. Að loknu námi hóf hann störf sem bankamaður, en hafði meiri áhuga á að flakka um, og flosnaði upp úr starfinu; eftir það hafði hann nær eingöngu framfæri sitt af skrift- um, þótt ekki væru það háar tekjur. Á þessum árum var Tékkóslóvakía, eins og unnendum Góða dátans er að sjálfsögðu kunnugt, hluti af Habs- borgaraveldinu, eða keisaradæminu Austurríki-Ungverjalandi. Þrjár af höfuðborgum þess veldis voru Vín, að sjálfsögðu, Búdapest og Prag, og hafa þær allar nokkuð sameigin- legt glæsilegt svipmót, svona í gamla miðhlutanum – það á reyndar við víðar um gamla Habsborgaraveldið, sem náði langt suður á Balkanskaga, austur til Transilvaníu og norður til Galisíu, þar sem nú eru austurhluti Póllands og vesturhluti Úkraínu. Og þar eru einnig fagrar borgir með Habsborgarabrag, eins og Krakóv og Lviv. Eins og gengur þá eiga þjóðir undir erlendu valdi misauðvelt með að sætta sig við slíkt, og þegar komið var fram á tuttugustu öldina voru „Og unnendur þessarar frá- bæru bókar eiga hrein- lega heimtingu á að fá í hendur allan textann og engar refjar, í herrans nafni og fjörtíu! Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Góði dátinn, höfundurinn og tillaga um nýja útgáfu Við drykkju Góði dátinn og félagar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.