Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 33
Helgarblað 10.–13. febrúar 2017 Fólk Viðtal 25 É g hætti á RÚV sumarið 2010. Þá var von á fjórðu dótturinni í heiminn og ég var búin að ákveða að fara í nám í mið- aldafræðum meðfram barna- uppeldi,“ segir Eva María. „Það var ekki erfið ákvörðun að hætta. Ég var komin í nýtt samband og mér fannst ég bera ábyrgð stórri fjölskyldu því á þessum tíma voru fjögur börn að koma nokkurn veginn ný inn í líf mitt; barn okkar Sigurpáls manns- ins míns og þrjú börn sem ég þekkti ekki vel sem voru börnin hans og því stjúpbörn mín. Vinna í sjónvarpi gerir kröfur til þess að maður vinni á alls konar tímum sem eru ekki endilega fjöl- skylduvænir. Það hentaði mér ekki lengur. Ég var líka búin að fá að gera nokkurn veginn allt sem stofnunin bauð upp á, á þeim tíma. Mig lang- aði til að vinna eftir langtímaplani og það er ekki gert í sjónvarpi hér, nema helst í leiknu efni sem var ekki mín deild. En menn sjá augljóslega hvað hægt er að ná fram miklum gæðum ef gerð eru plön til margra ára eins og raunin er með Fanga, sem þjóðin sameinaðist yfir undanfarnar vikur. Í almennri dagskrárgerð er hinsvegar yfirleitt unnið frá degi til dags, eða maður er með vikulegan þátt, en mig langaði helst að setja mér langtíma- markmið og vinna eftir því. Lang- tímamarkmið mitt var því að klára nám. Næsta langtímamarkmið er svo að upplifa að flytja inn í hús ís- lenskunnar á Melunum.“ Berst meðvitað við hégómann Skipti hégómaþátturinn engu máli, ef ég má orða það svo? Þú varst lands- þekkt og mjög sýnileg í sjónvarpi. „Hégómaþátturinn í fjölmiðlum er auðvitað nokkuð sem ekki þýðir að afneita, en hann finnst ekki bara hjá fjölmiðlafólki heldur alls staðar í mannlífinu. Síðan er fólk misjafnlega duglegt að berjast við hégómann og er jafnvel algjörlega ómeðvitað um að þess þurfi. Mér finnst ég hafa meðvitað barist við hégómann. Mað- ur finnur hégómann blossa upp í sér öðru hverju og hvernig ætlar maður að taka á því? Ætlar maður að leyfa honum að stækka og jafnvel taka yfir líf manns eða ætlar maður að viður- kenna kenndina og kveðja hana svo? Ég leyfi hégómabylgjunum að skella á mér og held svo áfram að vinna.“ Meistararitgerð þín í miðalda- fræði fjallaði um þrjár gerðir rímna í Grettis sögu. Ertu mjög forn í eðli þínu? „Sennilega er ég heldur forn í mér. Þegar ég byrjaði í sjónvarpinu varð sérsvið mitt fljótlega að tala við gamalt fólk, það voru mínar ær og kýr. Ég hitti gamla karla sem voru að selja harðfisk í bílskúr og fór á elliheimili og spurði fólk hvort það kynni eitthvert slangur. Það hélt það nú: „Sigló“ og „strætó“. En að fjalla um þrjár gerðir rímna af Gretti er í raun frekar nútímalegt fyrir þann sem er í miðaldafræðum, því yngstu rímurnar, og þær viðamestu, voru ortar á 19. öld.“ Talandi um gamalt fólk, er það rétt sem ég hef heyrt að þú hafir tíðk- að það að heimsækja gamalt fólk í frístundum þínum? „Já, en það hefur dregið úr því eftir því sem fjölskylda mín stækk- aði. Þetta byrjaði þannig að ef ég tók viðtöl við gamalt fólk sem ég náði góðu sambandi við þá fór ég hiklaust í heimsókn seinna og spjallaði við það. Gamalt fólk hefur tíma til að spjalla. Og það er eftirsóknarvert að lenda á spjalli við þann sem hefur reynt margt. Ég eignaðist þannig nokkuð marga góða vini sem urðu mér hjartfólgnir en eru því miður allir dánir. Síðasti aldni vinur minn kvaddi á síðasta ári.“ Klæddist samkvæmt 1926 Þegar þú varst krakki, varstu þá hrifin af öllu gömlu? „Nei, sem betur fer hefur maður ekki sama smekk frá fæðingu og þar til maður gefur upp öndina. Þegar ég var ung fannst mér gömlu hverfin í Reykjavík hræðileg, ég gat ekki hugs- að mér neitt verra en að búa í gömlu húsi og ég var hrædd við sumt gam- alt fólk. Maður eldist upp úr hlutum og hjá mér varð algjör kúvending þegar ég varð tólf ára. Á þeim tíma stundaði ég að klæða mig í föt eins og árið væri 1926 og gerði nokkuð lengi. Þegar ég fór til dæmis að heim- sækja vinkonu mína uppi í sveit hjá afa hennar klæddi ég mig í svartan kjól, nælonsokkabuxur og hælaskó, var með hanska og hatt með neti. Þannig sat ég í rútunni á leið upp í Borgarfjörð. Svo tók vinkonan á móti mér, saklaust barn í Henson-galla, ljúf og kát.“ Hvenær heillaðistu fyrst af mið- aldabókmenntum? „Þegar ég fór í Háskólann hafði ég áhuga á eiginlega öllu. Ég var jafn- vel að hugsa um að fara í eðlisfræði en örlögin höguðu því þannig að ég var ekki nógu vel upplögð fyrir eðlis- fræði daginn sem ég mætti fyrst í Há- skólann og fór í bókmenntafræði. Fyrsti kennari minn þar var Helga Kress sem reyndist góður en kröfu- harður kennari. Hjá henni fór ég að vinna verkefni um miðaldabók- menntir og heillaðist smátt og smátt af þeim heimi. Annar kennari ýtti einnig undir þennan áhuga og það var Matthías Viðar Sæmundsson heitinn sem kenndi hrollvekjur og í gegnum það námskeið fór ég að leita að hrollvekjandi frásögnum í mið- aldabókmenntum. Þarna fannst mér svo margt hægt að skoða. Mér fannst líka umhugs- unarvert, eins og okkur hlýtur öllum að þykja, af hverju við sækjum svona mikið í óhugnaðinn. Það er eins og við þurfum á honum að halda. En það er margt annað en óhugnaður sem er spennandi í miðaldabók- menntum, eins og aldarfarið og hug- myndir fólks um hlutverk kynjanna.“ Afstaða gegn ofbeldi Nýútkomið er pistlasafnið Konan kemur við sögu, sem Árnastofnun gefur út, en þar fjalla fyrrverandi og núverandi starfsmenn stofnunar- innar um konur og kvennamenn- ingu í aldanna rás. Eva María er höf- undur greinarinnar Konan sem vildi mæla máli sínu og fjallar þar um Yngveldi fagurkinn í Svarfdæla sögu en meðferðin á þeirri konu er vægast sagt skelfileg. „Þetta er óhugnanleg frásögn sem er furðu lítið haldið á lofti, kannski vegna þess hversu skelfi- leg hún er,“ segir Eva María. „Með- ferðin á Yngveldi er einstök vegna þess að hefnd karlanna er tekin út á henni en ekki karli eins og vaninn var. Í sögunni er Yngveldur ekki drepin heldur brotin markvisst niður og á endanum er hún látin gufa upp úr sögunni eftir að aðrar persónur hafa hafnað henni. Þarna er fjallað um tabú því fyrst er Yngveldur látin horfa á syni sína drepna og síðan er hún seld mansali til útlanda, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Núna er ég að horfa á sjónvarpsseríurnar Game of Thrones og óhugnaðurinn í Svarfdælu er á pari við mesta óhugn- aðinn þar. Þessar birtingarmyndir ofbeldis í listum og afþreyingu fá mann til að hugsa um ofbeldið sem enn viðgengst í mannfélaginu. Ég hef ákveðið að taka þátt í að berjast gegn ofbeldi hvar sem því verður við komið. Þess vegna vinn ég með UN Women og reyni að vekja athygli á því að fólk þarf að byrja á taka afstöðu gegn öllu ofbeldi ef við ætlum að minnka ofbeldið í heimin- um.“ Eva María er að undirbúa upp- lestrarkvöld í Mengi við Óðinsgötu þann 15. febrúar þar sem ýmsir þeir sem greinar eiga í bókinni munu fjalla um margvísleg efni tengd kon- um í menningarsögunni. „Dag- skráin byggir aðallega á stuttum fyrirlestrum. Þorsteinn frá Hamri slæst svo í hópinn með okkur því hann skrifaði fyrir margt löngu frá- sögn tengda ákveðnu örnefni sem örnefnafræðingur frá Árnastofnun hefur skoðað, en nálgun þeirra er ólík. Snorri Sigfús Birgisson hefur samið stutt tónverk sem er tengt frá- sögn Þorsteins og það verður flutt þetta kvöld. Við reynum að dansa á línunni á milli fræða og kvöldvöku,“ segir Eva María. Hún segist vera afar ánægð á Árnastofnun. „Árnastofnun er lykil- stofnun sem býr samt við það furðu- verk að vera alltaf læst. Þarna eru handritin geymd og öryggisgæslan þarf að vera góð. Þeir sem þarna starfa rannsaka íslenska tungu og bókmenntir og vilja teygja sig út og kynna það sem þeir eru að rann- saka fyrir öllum þeim sem hafa áhuga. Mikið mun svo breytast þegar stofnunin fær nýtt húsnæði, þá verða ekki lengur læstar dyr heldur geta allir komið í heimsókn, farið á bókasafnið og skoðað handrit á sýn- ingu og vonandi verður húsið fullt af íslenskunemum frá öllum heims- hornum.“ Nauðsynlegt að passa málið Ætlarðu að halda áfram að skrifa meira um fornar bókmenntir jafn- framt því að vera vef- og kynningar- stjóri stofnunarinnar? „Á fimm ára planinu er að ná að stunda rannsóknir meðfram vinnunni því það er svo margt sem þarf að gera aðgengilegt almenn- ingi. Það er það sem fræðimenn gera, þeir taka þessa gömlu texta og gera þá þannig úr garði að það sé hægt að miðla innihaldinu til allra þeirra sem áhuga hafa og ekki síður inn í fræða- samfélagið. Það er svo spennandi hvernig þessir gömlu textar segja okkur ekki bara sögurnar held- ur líka sögu tungumálsins, íslensk- unnar. Miðaldafræðin var ný náms- braut við Háskóla Íslands þegar ég valdi mér framhaldsnám. Ef ég væri að velja mér nám í dag myndi ég setja nýjungagirnina til hliðar og fara í ís- lensku. Þá gæti ég rannsakað allt það sama og ég er að gera núna en hefði sterkari grunn í íslenskri tungu, mál- sögu og málfræði. Þegar ég skoða þessa gömlu texta okkar fer mikill tími í að staldra við orðin og velta fyrir sér alls konar hlutum, eins og hvort við notum orðið enn í dag, hvernig ritun þess hefur breyst, hvernig það beygist og svo framvegis.“ Hefurðu áhyggjur af hnignun ís- lenskunnar? „Já. Mér finnst leiðinlegt að þurfa að viðurkenna það en ég hef áhyggj- ur af henni. Ég hef heyrt af því að börn séu farin að leika sér saman á ensku og það nístir mig. Ég þykist vita að á meðan notendaviðmót snjalltækja eru á ensku og börn eru með þau milli handanna stóran hluta dagsins þá sé íslenskan í hættu. Það er svo margt merkilegt við ís- lenskuna, eins og það að við höfum aldrei þurft að þýða gömlu sögurnar okkar yfir á nútíma íslensku. Þetta er sama tungumálið. Þessu er öðruvísi farið til dæmis hjá Englendingum, þeir hafa fornensku, miðensku og nútímaensku og þýða þarf bæði frá fornensku og miðensku yfir á nú- tímaensku svo enskumælandi fólk dagsins í dag geti skilið textana. Það er magnað að við skulum hafa þessa sérstöðu að þurfa ekki að þýða forn- málið yfir á nútímaíslensku og við ættum að halda sem lengst í það. Þegar við þurfum að fara að þýða Ís- lendingasögurnar höfum við misst mikið. En við þurfum ekki að missa neitt ef við pössum okkar mál, notum það, rannsökum og miðlum áfram til komandi kynslóða.“ Magnaður Stefán Jónsson Það er aldrei ofsagt um mikilvægi lesturs fyrir börn. Hefur þú verið dug- leg að lesa fyrir börnin þín? „Ég var kannski kærulaus Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Eva María Jónsdóttir hafði átt afar far- sælan feril sem dagskrárgerðarmaður á RÚV þegar hún ákvað að söðla um og fara í bókmenntanám í Háskóla Íslands sem leiddi hana síðan inn í heim miðalda. Hún lauk meistaraprófi í miðalda fræðum frá Háskóla Íslands fyrir ári og starfar nú sem vef- og kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum, auk þess sem hún sinnir fræðunum eftir mætti. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Evu Maríu og spurði hana meðal annars um fræðin, íslenskuna, fjölskyldulífið og trúna. „En þegar sannleiksskýrslan var opinberuð ákvað ég að láta það eftir elstu dætrunum að fá að skírast í kirkju. Þær voru því skírðar allar fjórar á einum og sama degi. Þær voru á aldrinum eins árs til ellefu ára. „Gamalt fólk hefur tíma til að spjalla. Og það er eftirsóknarvert að lenda á spjalli við þann sem hefur reynt margt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.