Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 22
Helgarblað 10.–13. febrúar 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 22 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Óafsakanleg meðferð S kýrsla vistheimilanefndar um Kópavogshæli og útibú hælisins, Efra-Sel, sýnir að staðirnir voru á löngu tímabili nýttir sem geymslustofnanir. Algengt var að komið væri fram við þroskaskert og fötluð börn sem þar dvöldu sem einhvers konar afgangsmanneskjur. Einstaklingar sem vistaðir voru þar sem börn og aðstandendur þeirra hafa sagt dapurlegar lífsreynslusögur í fjölmiðlum og það tekur á að heyra þær frásagnir. Enginn þarf að efast um að hin illa meðferð hafi haft djúpstæð áhrif á börnin sem slíkt þurftu að þola og markað þau fyrir lífstíð. Barn sem lifir í hræðslu á erfitt með að öðlast hugarró á fullorðinsárum. Því miður virðist sem það hafi verið áberandi viðhorf á þessum tíma að fatlað fólk, og þá einnig fötluð börn, væru annars flokks. Framkom- an við fötluð börn á Kópavogshæli var oft samkvæmt því. Mannekla og álag á starfsfólk hefur svo ekki verið til að bæta slæmt ástand. Það er hins vegar ekki hægt að afsaka illa meðferð á börnum með því að tíðar- andinn hafi verið á þann veg eða vinnuálag hafi verið of mikið. Það er grimmdarverk að láta barn borða eigin ælu. Sömuleiðis er það grimmdarverk að draga tönn úr barni án deyfingar. Ekkert af- sakar slíka meðferð á barni. Þægilegast væri vitaskuld að segja sem svo að þetta hafi verið gamli tíminn og nú sé sá nýi tek- inn við. Við ættum að fara var- lega í að ætla sem svo að harka og vanræksla gagnvart fötluðum einstaklingum sé hluti af for- tíðarvanda og gerist ekki í upp- lýstu og framfarasinnuðu nú- tímasamfélagi. Við höfum mörg dæmi þess að fatlaðir fái ekki nauðsynlega þjónustu og um leið njóta þeir ekki sömu mannréttinda og ófatlaðir. Það er vitað að þegar kemur að málefnum fatlaðra er úr- bóta mjög víða þörf. Skýrsla vistheimilanefndar ætti að vera brýning til stjórnvalda um að sýna metnað þegar kemur að mál- efnum fatlaðra og verja og tryggja mannréttindi þeirra. n Það hafði enginn áhuga á þessu fólki Jón Gnarr vann á Kópavogshæli. – RÚV Óþörf afsökunarbeiðni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, gagnrýndi Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra fyrir orð sem hann lét falla á þingi þegar hann talaði um „hinar hagsýnu húsmæður“. Ráð- herrann baðst síðan afsökunar á orðum sínum. Ekki eru menn á eitt sáttir um nauðsyn þess. Ekk- ert er athugavert við að vera hag- sýn húsmóðir, þvert á móti er það lofsvert – en þó ekki í orðabók Vinstri grænna. Kvennalistakonur áttu til að tala um hagsýnar húsmæður. Í grein í Vísi árið 1983 sagði Sigríður H. Sveinsdóttir: „Kvenna- listinn leggur til forsjálni og fyrir- hyggju hinnar hagsýnu húsmóð- ur.“ Þingmaður Kvennalistans, Kristín Halldórsdóttir, sagði í al- mennum stjórnmálaumræðum árið 1987: „Sólin hækkar óðum á lofti og hagsýnar húsmæður fá hreingerningarfiðring … Tími vorhreingerninga er fram undan.“ Það var ekki tilviljun að Kristín talaði um hreingerningar því í framhaldinu kom fram að hún taldi hreingerninga þörf á stjórnarheimilinu, þar þyrfti að viðra almennilega út, hleypa út vindlareyknum og leyfa nýrri lífssýn að blómstra þar í fersku andrúmslofti. HVAR ER SÓSAN? Það er aðeins eitt sem er ómissandi í pítu og það er pítusósan. Kannski pítubrauðið líka. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson. Hæfileikarík og hrífandi kona Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, um Ólöfu Nordal. – Alþingi Ég missti allt Jón Haukur missti Löður og ferðast um heiminn. – DV Rödd úr tyrknesku fangelsi: Vonin sameinar S töðugt berast fregnir af nýjum fangelsunum í Tyrklandi, þar á meðal fangelsunum kjör- inna fulltrúa, bæjarstjóra og þingmanna, úr röðum Kúrda. Sjálfur hef ég á þingi Evrópu- ráðsins kynnst þingmönnum sem nú sitja á bak við lás og slá. Í fæstum til- vikum hafa sakir verið bornar á hend- ur þeim aðrar en að þeir hafi tengsl við ólöglega hópa og séu þar með sjálfir ógn við öryggi ríkisins. Svona hefur fasisminn yfirleitt hagað sér, skilgreinir öll andófsöfl sem hryðjuverkasamtök og síðan í framhaldinu að öll samskipti við þau séu saknæm. Þetta opnar stjórnvöld- um leið til að fangelsa nánast að geð- þótta. Valdi fangelsaðan þingmann af handahófi Ég ákvað að velja einn fangelsaðan þingmann Kúrda, nánast af handa- hófi og grennslast fyrir um sögu hans og hvaða ástæður væri gefnar fyrir því að hann hefði verið sviptur frelsi. Fyrir valinu varð maður að nafni Fer- hat Encü. Hann er fæddur árið 1985 í Sirnak-héraði í austanverðu Tyrk- landi og er því þrjátíu og tveggja ára. Hann nam námaverkfræði og lagði stund á hana þar til hann var kosinn á tyrkneska þingið í júní 2015. Á árunum 2013 til 2015 var þíða í samskiptum tyrkneskra yfirvalda í Ankara og Kúrda, sem barist höfðu fyrir lýðréttindum, ekki síst sjálf- stjórn í menningarlegum efnum, meðal annars að fá að tala tungu- mál sitt. Almennt var því trúað að Erdogan, æðstráðanda í Tyrklandi annars vegar, og forystu Kúrda hins vegar, væri alvara í því að ná samkomulagi um friðsamlega lausn á átaka- og deilumálum sínum. Skýlaus mannréttindabrot segir Amnesty International Þegar Kúrdar hins vegar náðu veru- lega góðum árangri í þingkosning- um í júní 2015 og Erdogan missti þingmeirihluta sinn, varð viðsnún- ingur af hans hálfu og ofbeldið hófst að nýju. Í skýrslum Amnesty International er talað um mjög alvarleg mann- réttindabrot af hálfu tyrkneska hersins og staðhæft er í skýrslum Evrópuráðsins að um hálf millj- ón Kúrda í austurhéruðum Tyrk- lands séu á vergangi eftir langvinnt hernaðarofbeldi og útgöngubann í heilum héruðum og borgum, sem takmarkað hafi aðgang að drykkjar- vatni og vistum með skelfilegum af- leiðingum. Viljum ná tali af Öcalan Þessu fæ ég að einhverju leyti að kynnast í næstu viku, gangi öll áform eftir um að ég heimsæki helstu byggðir Kúrda í Tyrklandi. Þar verð ég í tólf manna sendinefnd sem formlega fer þess á leit við tyrknesk yfirvöld að ná tali af Öcalan, leiðtoga Kúrda, sem haldið hefur verið í fang- elsi síðan 1999, lengstum í einangr- un, á eynni Imrali í Marmarahafinu. Fjölskyldan stráfelld í loftárás Til að skilja hlutskipti Ferhat Encü, þarf að hverfa nokkur ár til baka, rétt áður en tími þíðunnar hófst. Hinn 28. desember árið 2011 gerði tyrk- neski herinn loftárás á hóp fólks í fjallahéruðunum sem liggja að Írak. Í valnum lágu tæpir fjórir tugir manna, flestir unglingar. Þrjátíu og fjögur hinna myrtu voru skyldmenni Ferhat Encü, þar af ung systkini hans og frændsystkini. En hver var skýringin á loft- árásinni? Jú, að þarna hafi smyglar- ar verið staðnir að verki. Ég spurð- ist fyrir um þetta hjá fólki frá þessum slóðum. Svarið var á þá lund að þarna í fjallahéruðunum sé skilning- ur á þýðingu landamæra takmark- aður. Fólk úr einu þorpi hafi um aldir verslað við fólk úr öðrum þorp- um, óháð landamærum. Landslög- um samkvæmt hafi eflaust verið um smygl að ræða en varla ástæða til að myrða alla hlutaðeigandi! Að sögn voru lík unglinganna svo illa brunnin eftir eldregnið úr sprengjuvélum tyrkneska hersins að þau voru illþekkjanleg! Knúinn áfram af harmi og ástríðu fyrir réttlæti Sorgin sagði til sín og réttlætiskennd hins unga manns varð þess valdandi að hann vildi að rannsókn færi fram á fjöldamorðinu. Hann fór að láta til sín taka í stjórnmálum og var kjör- inn á þing 2015. Þegar hann var á flugvellinum í Istanbul á leið úr landi 4. nóvem- ber sl. á leið til Brüssel, voru tekin af honum ferðaskilríki og í kjölfarið var hann hnepptur í fangelsi. Ákæra í mörgum liðum var síðan gefin út þar sem, að því er ég kemst næst, krafist var dauðadóms. Skilaboð úr tyrknesku fangelsi … Úr fangelsinu hafa borist skilaboð frá Ferhat Encü á þessa leið: Við stönd- um í strangri baráttu, þúsundir hafa fallið. Við verðum að standa gegn of- beldinu og kveða það niður. Það er hægt og það mun takast með sam- stöðu okkar gegn fasismanum. Þegar við finnum fyrir henni kviknar vonin og hún sameinar okkur! … og skilaboð frá Íslandi Þetta er ekki í síðasta skipti sem ég skrifa um Ferhat Encü. Ég er stað- ráðinn í því að fylgjast með fram- vindu hans mála og ber ég þá von í brjósti að síðar eigi ég eftir að færa af honum góðar fréttir. Það mun þó ekki gerast nema valdhafar í Tyrk- landi finni að fylgst sé með þeim og að samstöðu við frelsisbaráttu Kúrda sé að finna víða um heim, þar á með- al á Íslandi. n Aðsent Ögmundur Jónasson skrifar „Sjálfur hef ég á þingi Evrópu- ráðsins kynnst þing- mönnum sem nú sitja á bak við lás og slá. „Þægilegast væri vitaskuld að segja sem svo að þetta hafi verið gamli tíminn og nú sé sá nýi tekinn við. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.