Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Qupperneq 12
Helgarblað 10.–13. febrúar 201712 Fréttir Mannaskipti eru mjög tíð á hælinu og maður er varla farinn að kynnast einni fóstrunni, þegar hún er farin. Þetta og margt fleira gerir það að verkum að foreldrum og aðstandendum finnst heimilið verða ókunnuglegt og fram­ andi, en þessar breytingar hljóta þó að koma enn verr við vistfólkið, börnin.“ Faðirinn bætir við: „Hins vegar er ýmislegt varðandi Kópavogshælið sem full þörf er á að ræða. Þetta er ríkisstofnun sem er van­ hæf að gegna sínu hlutverki vegna fólksfæðar og skorts á sérmenntun. Til dæmis gæta þrjár fóstrur tólf barna á deildinni þar sem telpan okkar er. Sum barnanna eru mjög hreyfihöml­ uð og þurfa mikla umönnun sem fóstrurnar komast tæpast yfir. […] þjóðfélagið lítur á aðhlynningu þessa fólks sem dýra lausn, þar sem ýtrasta sparnaði verði að koma við. Almenn­ ingi finnst vangefna fólkið vera á rétt­ um bás og starfsfólkið sér um að allt gangi snurðulaust. Vistfólkið er hins vegar næmt á umhverfi sitt og þarfn­ ast ástúðar og umhyggju í ekki minna mæli en við sem heilbrigð erum.“ Starfsfólk fékk enga þjálfun Talsvert virðist hafa verið reynt að vekja athygli á manneklu, starfsmannaveltu og skorti á faglærðu starfsfólki á þess­ um tíma einnig. Þar fór líklega fremst í flokki Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for­ maður Starfsmannafélagsins Sóknar, en í því félagi var m.a. ófaglært starfs­ fólk á sjúkrastofnunum. Hún skrifaði greinar og kom á framfæri kvörtun­ um um það álag sem var á ófaglærða félagsmenn hennar. Í grein sem hún skrifaði í Þjóðlíf árið 1986 eftir brun­ ann á Kópavogshæli, sem fjallað er um hér á öðrum stað í umfjölluninni, segir hún: „Það hefur vakið athygli með­ al almennings að einungis tve­ ir starfsmenn skyldu hafa verið á vakt þegar eldurinn kom upp. Stað­ reyndin er sú, að því einungis er unnt að halda uppi svo fámenn­ um vöktum, að sjúklingar sofi fast. Starfsmenn Kópavogshælis hafa þráfaldlega kvartað undan því að um helgar er aðeins ófaglært fólk á vökt­ um. Þessum kvörtunum hef ég kom­ ið boðleiðis – en þeim aldrei verið sinnt. Þessi störf eru þó vandasöm og enginn skyldi halda að aðhlynn­ ing geðveikra eða fatlaðra sé fyrir við­ vaninga.“ Bendir Aðalheiður á að það sé ekki forsvaranlegt að ófaglært fólk sem hefur störf á sjúkrastofnunum þurfi ekki að gangast undir námskeið. Unga fólkið sem þarna hafi sótt um í meirihluta viti í raun ekki hvað það er að sækja um. „Þessi kynning fer hins vegar hvergi fram, en er þó mjög nauðsyn­ leg. Fólk sem sækir um störf á erfiðum sjúkrastofnunum, eins og Kópavogs­ hæli er látið gangast undir krossapróf, en það er allt og sumt. Ekkert er gert til þess að kynna því starfið, heldur er því att áfram,“ skrifaði Aðalheiður. Í frétt í DV í janúar 1986 undir fyrir­ sögninni „Sóknarkonur sjá um lyfja­ gjafir“ upplýsir Aðalheiður sömuleiðis að Sóknarkonur, ófaglærðir starfs­ menn á Kópavogshæli, hafi verið látn­ ar annast ýmis ábyrgðarstörf eins og lyfjagjöf og annað tilfallandi þegar þær eru einar á vakt um kvöld, nætur og helgar. „Það hefur oft verið kvartað yfir þessu og við höfum komið þeim kvört­ unum á framfæri en án árangurs.“ Þær frásagnir sem finna má í skýrsl­ unni um rangar skammtastærðir, röng lyf og almenna oflyfjun vistmanna á tímum, kann því að hafa átt rætur sín­ ar að rekja til þess að þeim var í ein­ hverjum tilfellum sinnt af viðvaning­ um. Vitnað er einmitt í framangreinda frétt DV í skýrslu vistheimilanefndar. Fyrrverandi starfsmenn hælisins frá níunda áratugnum, sem DV hefur rætt við, bera hælinu þó flestir góða sögu sem vinnustað, eins og lesa má í aukaefni hér í umfjölluninni. Þó hafi runnið upp fyrir mörgum síðar, að ýmis legt hafi þar orkað tvímælis. n Kerfisbundið getuleysi n Kristín vann tvö sumur á barnadeild Kópavogshælis n Áttaði sig síðar á að óbeint ofbeldi fólst í afskiptaleysinu „Mín upplifun er engan veginn sú að þarna hafi verið fólk sem vildi gera þessum börnum mein eða beitti þau harðræði. Ég upplifði þetta ekki sem mannvonsku, aðeins þeirra tíma þekkingarleysi og kerfisbundið getuleysi til að sinna þessum einstak- lingum,“ segir Kristín Amalía Atladóttir, sem vann sem ung kona tvö sumur á barnadeild Kópavogshæl- is árin 1984 og 1985. Hún segir að henni sé oft hugsað til baka og hún sé hrygg yfir því að hafa ekki verið skynugri á aðstæður og það andvara- og hugsunar- leysi sem hún hafi síðar með árunum áttað sig á að hafi viðgengist þar. Kristín kveðst aldrei hafa orðið vör við beint ofbeldi en þegar hún hafi verið komin til vits og ára hafi runnið á hana tvær grímur. „Það sem mér finnst erfitt að horfast í augu við var hið hrikalega afskipta- og sinnuleysi. Starfsmenn komu og fóru, enginn var með yfirsýn, hugað var að líkamlegum þörfum barnanna en þau voru að mestu látin afskiptalaus. Engin örvun eða þjálfun, ekkert samhengi í umönnun þeirra,“ segir Kristín sem kveðst skilgreina slíkt afskiptaleysi og vanrækslu nú sem óbeint ofbeldi. Hún rifjar upp að hún hafi komið þarna inn í sumarvinnu, rúmlega tvítug, og ekki fengið neina kennslu. Hlutverkið hafi verið að sinna umönnun, líkamlegri umönnun, en henni hafi aldrei verið kynntar sértækar þarfir einstaklinganna. Hún rifjar upp dæmi um stúlku, sem setið hefur í henni lengi. „Hún var greinilega mjög einhverf og líka mikið fötluð. Hún sat og reri fram í gráðið alla daga. Svo man ég að ég var á kvöldvakt nokkur skipti og sá um að koma henni í rúmið. Ég slökkti ljósið og þegar ég var að fara fram þá læddist ég áberandi upp að henni og kitlaði hana pínulítið. Hún hló og var pínulítið eins og ungbarn. Þegar ég var búin að endurtaka þetta tvö til þrjú kvöld þá sá ég að hún var byrjuð að engjast um í eftirvæntingu. Þar sá ég að undir fötlun hennar var manneskja og það þurfti ekki meira en svona lítinn endurtekinn leik til að mynda samband. Það var ekkert svoleiðis í gangi. Þetta var stúlka sem gerði ekkert annað allan daginn en að sjúga á sér puttann og róa fram í gráðið allan daginn en það var eitthvað meira þarna. Hún var svo fljót að taka við sér þegar manni datt eitthvað svona í hug.“ Kristín segir að sér hafi liðið vel þarna og að andinn hafi ekki verið slæmur. En eftir því sem hún þroskaðist hafi hún farið að skilja betur og sú tilfinning að hún hefði getað gert betur sé sár. „Ég var þarna í stuttan tíma en maður hugsar hvort maður hefði getað lagt sig meira fram um að vinna með viðkomandi. Í einföldum litlum hlutum. Slíkt situr í mér og hefur gert í langan tíma.“ Snemma að morgni mánudags­ ins 13. janúar 1986 kom upp eldur í einni af fjórum deildum í heimilis­ einingum Kópavogshælis. Einn vist­ maður, sextugur karlmaður sem bjó í næsta herbergi við það sem eldur­ inn kom upp í, lést af völdum reyk­ eitrunar í brunanum og ein kona, 21 árs, var lögð inn á gjörgæslu­ deild í lífshættu. Hún lést rúmum mánuði síðar 18. febrúar af alvar­ legum afleiðingum reykeitrunarinn­ ar. Fjórtán vistmönnum sem voru í álmunni þegar eldurinn kom upp var bjargað út af reykköfurum. Á for­ síðu DV þann dag voru átakan legar myndir af vistmönnum þar sem þeir krupu helkaldir á ísnum með­ an slökkviliðsmenn breiddu yfir þá teppi. Kviknaði í frá kertaljósi Degi síðar, þann 14. janúar, var upp­ lýst að kviknað hefði í út frá kerta­ ljósi í einu herbergjanna. Kerti hafði dottið ofan af kommóðu og niður á gólf þar sem eldurinn læsti sig í rúmföt. Glugginn í herberginu var opinn og þegar stúlka, sem var í herberginu opnaði dyrnar til að ná í hjálp varð gegnumtrekkur sem varð til þess að eldurinn magn­ aðist og eldtungur læstu sig í þak­ skegg hússins. Í kjölfar brunans komu ýmis vandamál og hættur á hælinu fram í dagsljósið. Nokkuð sem kannski var lýsandi fyrir þá afgangsstærð sem stofnunin var álitin. Í fyrsta lagi var það vegfarandi sem var á ferð í bifreið sinni yfir Arnarneshæðina sem varð eldsins var. Vaktmenn á hælinu vissu ekki að kviknað væri í fyrr en lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. Í ljós kom einnig að aðeins tveir vakt­ menn sáu um næturvakt á deildun­ um fjórum sem allar voru í fjórum sérstæðum svefnálmum og hýstu 60 vistmenn. Hvorki kerfi né skynjarar En ekki þurfti að undra að fámennt starfslið hafi ekki orðið eldsins vart því upplýst var að ekkert bruna­ varnarkerfi eða reykskynjarar voru í Kópavogshæli á þessum tíma. For­ stöðumaður hælisins hafði ítrekað, í nokkur ár fyrir þennan atburð, ósk­ að eftir fjármagni frá stjórnvöldum til að setja upp brunavarnarkerfi en ávallt fengið þau svör að engir pen­ ingar væru til fyrir því. „Falskt öryggi“ Þáverandi forstjóri tæknideildar ríkisspítalanna bar sömuleiðis við fjárskorti spurður út í reykskynjar­ ana í DV á þessum tíma. Tækni­ deildin hafi þar að auki metið það sem svo að reykskynjarar veittu „falskt öryggi“ þar sem þeir væru ekki samtengdir og væru ótryggir til frambúðar. Því voru slökkviliðs­ menn ekki sammála. Svo fór að í kjölfar hins mann­ skæða bruna, sem vafalaust hefði aldrei þurft að kosta nokkurn mann lífið ef til staðar hefði verið lögbund­ ið brunavarnarkerfi í opinberri byggingu, hófst söfnun fyrir bruna­ varnarkerfi. Var það Kiwanishreyf­ ingin sem stóð fyrir söfnuninni til að koma upp fullkomnu kerfi á hæl­ inu. Kostnaðurinn við kaup og upp­ setningu var metinn á fjórar millj­ ónir króna. Á verðlagi dagsins í dag eru fjórar milljónir í janúar 1986, rétt um 26 milljónir króna. Auglýs­ ing fyrir söfnunina var áhrifamik­ il, skreytt myndum af vistmönn­ um í kjölfar brunans og textinn er lýsandi. Þar stendur meðal annars: „Þau gleymdust, það kostaði eitt mannslíf og marga miklar þján­ ingar. Við gleymdum þeim, þú og ég. Við getum ekki bætt fyrir mannslíf en við getum komið í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig. Þau þurfa á okkur að halda.“ Meðan á söfnuninni stóð brást fyrirtækið Securitas skjótt við og færði Kópavogshæli 63 reyk­ skynjara að gjöf til að setja upp á meðan beðið var eftir brunavarnar­ kerfinu. Virðingarvert framtak hjá báðum aðilum sem vakti athygli, en því miður of seint fyrir vistmennina tvo sem létust vegna eldsvoðans al­ ræmda á hinni fjársveltu stofnun. Fengu ekki fé fyrir reykskynjurum n Tveir vistmenn létust í eldsvoða á Kópavogshæli árið 1986 n Fjársveltið kostaði mannslíf Alvarlegt mál Í ljós kom að hvorki var brunavarnarkerfi né einn einasti reyk- skynjari í Kópavogshæli þegar eldurinn kom upp. Mynd TiMAriT.iS Átakanleg forsíða Myndirnar af vistmönnunum sem krjúpa í snjónum eftir brunann í Kópavogshæli vöktu mikil viðbrögð. Hér gefur að líta forsíðu DV 13. janúar 1986, morguninn sem eldurinn kom upp. Mynd TiMAriT.iS Hugsar oft til baka Kristín Amalía Atladóttir starfaði tvö sumur á barnadeild Kópa- vogshælis um miðjan níunda áratuginn. Mynd SigTryggur Ari Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Gagn- rýndi mjög ástandið á Kópavogshæli, en ábendingum hennar og Sóknar virðist hafa verið tekið fálega af stjórnvöldum. Mynd TíMAriT.iS Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.