Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 21
Helgarblað 10.–13. febrúar 2017 Umræða 21 miklir brestir komnir í heimsveldið; margir Tékkar og Slóvakar þoldu illa Austurríkismenn eða Ungverja, samanber kostulegan kafla í Góða dátanum þegar aðalpersónan hittir gamlan vin sinn í hernum, Vodidska, sem á sér þann helstan metnað að tuskast við Ungverja. Og höfundur- inn Hasek varð snemma andsnúinn keisaradæminu og tók þátt í uppþot- um og mótmælum og skemmdar- verkum; gerðist anarkisti og illa þokkaður af yfirvöldum sem upp- reisnarmaður. Jaroslav Hasek varð þó ástfanginn af stúlku sem hann svo kvæntist, hún var af fínum borgaralegum ættum í Prag, og áttu ættingjar hennar erfitt með að sætta sig við þennan vand- ræðagepil, og svo fór að þeim hjón- um var á endanum eiginlega stíað í sundur, og átti sú staðreynd eftir að auka enn á rótleysi hans og æ meiri óreglu. Sjálfboðaliðarnir Marek og Hasek Þeir sem kunna vel bókina um Góða dátann muna vel eftir sjálf- boðaliðanum Marek, sem varð mik- ill vinur og sálufélagi Svejk; það var sá sem neitaði að hreinsa kamra, og varð um tíma skrásetjari „afreks- verka“ 91. herdeildar. Það þarf ekki lengi að kynna sér sögu Haseks til að sjá að Marek á æði margt skylt með höfundinum; sjálfboðaliðinn Hasek hafði einnig um tíma sama skrásetjarastarf í sömu herdeild, og margt sem Marek segir í bókinni um ævin týri sín í lífinu fyrir stríð er tek- ið beint úr lífshlaupi Haseks, eins og til dæmis um það þegar hann var um hríð ritstjóri blaðs um fugla- og dýralíf og sagði fréttir af allskyns kvikindum sem enginn hafði heyrt getið um áður, og voru þegar að var gáð uppfinning ritsjórans. Sama á reyndar við um sumar sögur Svejk sjálfs; hann segir sögu af því þegar hann starfaði hjá efnafræðingnum Herra Kókovska í Prag, en það er beint úr lífsreynslubanka höfundar- ins. Og greinilega er allmikið af þess- um tveimur sögupersónum, Svejk og Marek, sótt til Haseks sjálfs; til dæmis húmorinn, sagnagleðin og virðingarleysið fyrir yfirvöldum. Tilurð sögunnar Fyrir stríð hóf Hasek að setja saman litlar sögur um hermann sem heitir Josef Svejk; nokkrar þeirra þýddi Þorgeir heitinn Þorgeirsson og þær birtust í Tímariti Máls og menn- ingar fyrir tveimur, þremur áratug- um. Þar eru komin frumdrögin að persónunni, þótt enn sé langt í land með að fylla út í myndina. Enda var það ekki fyrr en með morðinu á ríkisarfanum Frans Ferdínand og heimsófriðinum mikla sem fylgdi í kjölfarið að söguefnið fer á flug. Ha- sek sjálfur fór í stríðið í hinni frægu 91. herdeild og ævintýrum hennar á fyrsta hluta stríðsins er fylgt í megin- dráttum, og nöfn sumra liðsmanna úr bókinni voru raunveruleg, eins og til að mynda á við um Lúkas höfuðs- mann og Vanek herdeildarbókara. Vera Haseks í Habsborgarahern- um varð þó ekki löng því hann varð stríðsfangi Rússa í september 1915. Rússlandsdagar Það var ekki sældarlíf að vera stríðs- fangi rússneska keisaradæmisins, og Hasek átti herfilega vist í fanga- búðum, veiktist meðal annars af taugaveiki og trúlega malaríu og fleiri sjúkdómum og komst aldrei til fullrar heilsu á ný. Hann losnaði þó úr búðunum og gekk til liðs til her- deild Tékka og Slóvaka í Rússlandi sem barðist gegn Austurríkis keisara og Þjóðverjum. Hann fór þó ekki á vígstöðvarnar en dvaldist í Rúss- landi, og þótt hann væri krítískur á bolsévika á upplausnarárinu 1917 gekk hann samt til liðs við þá eftir Októberbyltinguna, og komst smám saman til metorða, meðal annars í bæjarmálum einhvers staðar í suðurhluta Rússlands. Hann kom þó aftur til Tékkóslóvakíu í árslok 1920, með rússneska eiginkonu. Í heimalandinu var honum mætt af tortryggni af hálfu yfirvalda, en hann hóf að rita bókina sína miklu um ævintýri Góða dátans í heims- styrjöldinni, til að framfleyta þeim hjónum. Henni var ætlað að verða fjögur bindi. Óregla og heilsuleysi háði honum; meðal vina hans úr hópi bókmenntafólks í Prag kvis- aðist fljótt að hann væri með eitt- hvað mikið og merkilegt í smíð- um, hann hefur sjálfsagt lesið upp úr handritinu fyrir vini sína, og nú breiddust út áhyggjur um að hann myndi ekki geta klárað verkið, með- fram þeirri iðju sem hann stundaði af kappi, semsé þeirri að hanga á knæpunum í höfuðborginni. Svo að úr varð að hann fór til rólegri smá- bæjar, Lipnice sem er í um 160 kíló- metra fjarlægð frá Prag, og vann þar af kappi. En í Lipnice var að sjálf- sögðu bæjarkrá, og eflaust hefur þessi lífsreyndi og gamansami sögu- maður verið aufúsugestur þar. Hann veiktist og dó 3. jan 1923 og átti þá að minnsta kosti fjórðung bókar- innar óskrifaðan. Hann er jarð- settur í kirkjugarðinum í Lipnice, og enn minnast bæjarbúar hans, og það sagði einn vinur minn sem var þar á ferð og vitjaði Haseks að enn tíðkaðist að leggja bjórflöskur á leiði skáldsins. En við þurfum bókina alla! En nú kemur tillagan um nýja ís- lenska útgáfu snilldarverksins: Hin íslenska þýðing Karls Ísfeld, sem mun hafa komið fyrst út árið 1942, hefur tvo meginskavanka. Hún er í fyrsta lagi ekki gerð úr frummálinu, tékknesku, heldur trúlega eftir danskri, eða kannski enskri, þýðingu. Íslenski textinn er að sönnu kjarnmikill og víða frá- bær, en svona þýðingar úr milli- málum eru nær undantekningar- laust með ýmsum villum, öðruvísi getur það varla verið. Hitt athugunarefnið, sem er stærra og alvarlegra, er að ís- lenska útleggingin er töluvert stytt versjón af frumtextanum. Og þar er ekki við okkar þýðanda að sak- ast; hann hefur eflaust stuðst við þýðingu sem var jafnmikið stytt. Það var leiður vani þýðenda og út- gefenda á þessum árum að hantera texta dálítið eftir eigin smekk, stytta ef þeim sýndist svo, og þannig voru gefin út ótal snilldarverk í þýðing- um. Um Góða dátann átti þetta ekki síst við; hún var til dæmis ekki gefin út óstytt á ensku fyrr en 1973, fimm- tíu árum eftir lát höfundarins. En vel að merkja þá er hún enn ekki til óstytt á íslensku. Ein af ástæðum þess að menn voru mjög duglegir að skera niður texta Haseks er sú að víða mun hann verða ruglingslegur, dálítið sam- hengislaust er látið vaða á súðum út og suður; sumir telja að þeir passus- ar hafi orðið til þegar Hasek ákvað að halda áfram að skrifa eftir að hann kom heim af kránni á kvöldin. En þá er þess að geta að það er ekkert að því þó að snillingar röfli stundum út í bláinn – við viljum samt heyra. Og unnendur þessarar frábæru bók- ar eiga hreinlega heimtingu á að fá í hendur allan textann og engar refjar, í herrans nafni og fjörtíu! Vegna þess hve þýðing Karls er kjarnmikil og skemmtileg, með öll- um sínum kveðskap og frábærum til- svörum, þá væri út í bláinn að varpa henni fyrir róða. Það sem ætti að gera væri að fá mann með gott vald á íslensku og sem jafnframt kann tékk- nesku (þeir eru til!) í það verkefni að yfirfara gömlu þýðinguna, leiðrétta úr henni villur og misskilning, og þýða svo hitt sem á vantar. Það yrði frábær fengur fyrir íslenska unnend- ur sagnalistar, og myndi halda nafni útgefandans lengi á lofti. n „Hann er jarðsettur í kirkjugarðinum í Lipnice, og enn minn- ast bæjarbúar hans, og það sagði einn vinur minn sem var þar á ferð og vitjaði Haseks að enn tíðkaðist að leggja bjór- flöskur á leiði skáldsins. Jaroslav Hasek Ævintýramaður og gallagripur. Laugavegur 24 Sími 555 7333 publichouse@publichouse.is publichouse.is BENTO BOX 11.30–14.00 virka daga / LUNCH 11.30–15.00 um helgar / BRUNCH 1.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.