Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 32
Helgarblað 10.–13. febrúar 20178 Valentínusardagurinn - Kynningarblað Frábært febrúartilboð á demantshúðslípun Abaco Heilsulind, Hrísalundi 1, 600 Akureyri D emantshúðslípunarmeðferð er frábær gjöf fyrir þann sem þér þykir vænt um. Í tilefni af Valentínusardegi og konu- degi býður Abaco Heilsu- lind á Akureyri frábært febrúartilboð á demantshúðslípun – hún kostar að- eins 9.990 krónur en venjulegt verð er 15.400 krónur. Húðslípun er afar öflug og örugg húðmeðferð sem Abaco Heilsulind á Akureyri býður upp á. Meðferðin er framkvæmd með Silk Peel húð- slípunartæki. Þetta er heildræn húð- meðferð þar sem ysta lag húðarinn- ar er fjarlægt með notkun örsmárra kristalla og demanta. Árangurinn er sléttari, mýkri og þéttari húð, auk þess sem áferð húðarinnar verður fallegri. Húðslípun er meðferð sem hentar fólki á öllum aldri og er örugg fyrir allar húðgerðir. Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin ferskan blæ, verð- ur þéttari, mýkri, hreinni og unglegri. Þessi einstaka húðmeðferð lætur húðina líta betur út og endurheimta ljóma sinn. Dauðar húðfrumur eru fjarlægðar, blóðflæði örvað og vöxtur nýrra fruma og bandvefur örvast. Meðferðin bætir áferð og vinnur gegn öldrun húðarinnar. Eldri húð sem farin er að þynnast styrkist og þéttist. Meðferðin veitir örugga hreinsun á yfirborði húðarinnar, dregur úr húð- stíflum og opnar húðholur dragast saman. Sjáanlegur munur á húðinni er eftir hvert skipti og verða stöðugar framfarir á ástandi hennar. Húðslípun vinnur meðal annars á eftirtöldum vandamálum: n Ótímabær öldrun n Fínar línur og hrukkur n Ör eftir skurði og bólur n Hörundslýti og húðþykkildi n Unglingabólur og óhrein húð n Exemhúð n Húðslit Mælt er með að taka þrjár með- ferðir með u.þ.b. tveggja vikna milli- bili til að ná sem bestum árangri. Fjöldi meðferða fer þó alltaf eftir því vandamáli sem verið er að vinna á. Eitt skipti frískar verulega upp á húð- ina og gefur ljóma og gott útlit. Fyrir óhreina og bólótta húð er mælt með að lágmarki sex meðferðum með tveggja til þriggja vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Sama á við um meðferð við húðsliti. Eftirmeðferð Bera skal rakakrem á meðferðar- svæði og nota rakamaska fyrstu dag- ana eftir meðferð. Forðast ber sól og ljósabekki í a.m.k. þrjá sólar- hringa eftir meðferð. Forð- ast jafnframt sund og heita potta í a.m.k. þrjá sólarhringa. Sleppa skal líkamsrækt sama dag og meðferð á sér stað. Nota á SPF 30 sólarvörn eða sterkari í viku eftir með- ferð. Um Abaco Heilsulind Abaco Heilsulind er staðsett að Hrísalundi 1 á Akureyri. Þetta er ein best búna heilsulind landsins, einstakur staður til að slaka á, endur- nærast og njóta lífsins. Abaco býður viðskiptavinum sínum upp á herða- nudd og kaldsteinanudd ofan í heit- um potti. Steinanuddið er einstakt og mjög sérstök upplifun: Herðar, háls, bringa og andlit eru nudduð með köldum steinum, sem vekur mikla vellíðan. Þetta hentar fyrir pör og hópa. Einnig er boðið upp á andlits- maska í pottinum. Viðskiptavinir Abaco eru hvattir til að nýta sér aðgang að baðstofunni þegar komið er í nudd eða snyrti- meðferð, en aðgangur er innifalinn í öllum meðferðum. Vínveitingaleyfi er á staðnum og gestir geta hresst sig á víni, bjór eða gosdrykkjum. Í Abaco Heilsulind er boðið upp á allar helstu snyrtimeðferðir, eins og litun og plokkun, hand- og fót- snyrtingu, vaxmeðferð, Guinot-and- litsmeðferðir og demantshúðslíp- un. Abaco Heilsulind er eina stofan á Akureyri sem býður upp á St.Tropez- brúnkumeðferð. Auk þess eru í boði lasermeðferðir til háreyðingar og til að vinna á háræðasliti. Enn fremur er til staðar frystipenni sem virkar á húð- flipa og vörtur. Boðið er upp á flestar tegundir af nuddi, eins og slökunarnudd, heils- unudd, íþróttanudd, ilmolíunudd og heit- og kaldsteinanudd. Einnig er í boði meðgöngunudd en á stof- unni er sérstakur meðgöngubekkur. Í Abaco starfa hjúkrunarfræðingur, snyrtifræðingar og nuddarar. Í Abaco er auk þess glæsileg ljósastofa og eru fjórir Ergoline-ljósabekkir. Hægt er að kaupa gjafabréf í Abaco Heilsu- lind og eru þau afar vinsæl gjöf. Þá má geta þess að á staðnum er til sölu úrval húðsnyrtivara, meðal annars frá Guin- ot, Sothys, Alessandro, St. Tropez og margt fleira. n Síminn í Abaco Heilsulind er 462- 3200 og netfangið er abaco@abaco. is. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni abaco.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.