Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2017, Blaðsíða 45
Helgarblað 10.–13. febrúar 2017 Fréttir Erlent 37 18 frábærar fréttir árið 2016 n Framfarir á sviði heilbrigðisvísinda n Jákvæðir hlutir gerast enn 9 Ljósi varpað á umheiminn Bandarísku geimvísindastofnun- inni NASA tókst í sumar að koma geimfarinu Juno á braut um reikistjörn- una Júpíter. Bundnar eru vonir við að geimfarið skili ljósmyndum af Júpíter sem varpað geti ljósi á þróun reikistjörnunnar – og jafnvel um leið á tilurð sólkerfisins. Þetta gæti reynst mikilvægur áfangi á þeirri vegferð að varpa ljósi á umheiminn. 10 Friðun Great Bear-regnskógarins Stjórnvöld í Kanada höfðu betur eftir 20 ára baráttu um Great Bear-regnskóginn. Kanadamenn fengu samþykkt að 85 prósent skógarins yrðu friðuð gagnvart skógarhöggi en samkomulag náðist við First Nations, náttúruverndarsinna og skógarhöggsiðnaðinn. Samkomulagið felur í sér að skógarhögg í þeim hluta skógarins þar sem höggva má, fer fram undir stífu eftirliti. 11 Mislingar horfnir Pan American-heil- brigðisstofnunin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) tilkynntu í september að tekist hefði að eyða mislingum algjörlega í Norður- og Suður-Ameríku. Um er að ræða fimmta sjúkdóminn sem heilbrigðis- yfirvöldum tekst að eyða með bólusetningu. Áður en bólusetning hófst, fyrir árið 1980, létust um 2,6 milljónir manna úr sjúkdómnum á þessum svæðum. 12 HIV-smit niður um 67 prósent Hlutfall HIV-smitaðra í Malaví var talið vera um 25 prósent árið 2000, en fyrsta smitið greindist í landinu árið 1985. Árið 2004 hófst átak gegn HIV-smiti og með því hefur á tólf árum tekist að lækka hlutfall sýktra niður í 10 prósent. Með því hefur verið komið í veg fyrir um 260 þúsund dauðsföll. 13 Friðun stórra hafsvæða 20 lönd komust í september að samkomulagi um friðun mikilvægra hafsvæða. Tilkynnt var um samkomulag- ið á Our Oceans-ráðstefnunni í Washington, þar sem Barack Obama flutti ávarp. Bandaríkin eiga stærsta hafsvæðið sem til stendur að friða en það spannar 1,1 milljónir ferkílómetra og er undan ströndum Havaí. Markmiðið er að vernda lífríki hafsins. 14 Búa til neysluvatn úr sjó Ísraelsmenn hafa hannað dælur sem hreinsa sjó þannig að úr verði drykkjarhæft vatn. Hér er ekki um að ræða neitt smáverkefni því dælurnar nægja til að sjá 1,5 milljónum manna fyrir drykkjarhæfu neysluvatni. Þetta kemur sér vel á svæði þar sem mestu þurrkar í 900 ár hafa gert vart við sig. Hér gæti verið á ferðinni framtíðar- lausn hvað varðar drykkjarvatn fyrir önnur lönd og svæði. 15 Hafa fundið skothelt mótefni Ebola er einhver illvígasta farsótt sem herjað hefur á mannkynið. Tilraunir sem gerðar voru í Gíneu benda til þess að tekist hafi að framleiða bóluefni sem veitir í öllum tilvikum vörn gegn sjúkdómnum. Þetta mun að líkindum binda endi á faraldurinn í landinu en 11 þúsund manns hafa látist af völdum sjúkdómsins. Að baki rannsókninni stóðu Merck, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og ríkisstjórnir Kanada, Noregs og Gíneu. 16 Vannæring á undanhaldi Árið 2010 voru 821 milljón manna vannærð í heiminum. Í dag er talan 795 milljónir. Þó enn búi allt of margir við sáran skort verður ekki litið hjá því að vannærðum hefur fækkað um 26 milljónir. Það eru jafn margir og búa í Írak eða Venesúela. 17 Tígrisdýrum fjölgar Fyrir um 100 árum voru tígrisdýr í útrýmingarhættu. Þeim hefur hins vegar fjölgað nokkuð undanfarin ár. World Wildlife Fund hefur greint frá því að dýrunum hafi fjölgað um 690 frá árinu 2010. Nú eru dýrin tæplega 4.000 talsins. 18 Indverjar plöntuðu trjám Gróður víkur stöðugt vegna ágangs mannsins. Indverjar settu árið 2013 heimsmet í gróðursetningu trjáa. Á einum degi, í júlí í fyrra, gróðursettu 800.000 sjálfboðaliðar 50 milljónir trjáa á einum degi. Þetta er heimsmet. Pakistanar áttu fyrra met en þeir gróðursettu 847 þúsund tré á einum degi árið 2013. Líklega er um að ræða met sem Íslendingar ættu bágt með að slá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.