Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Page 8
Vikublað 14.–16. febrúar 20178 Fréttir F yrirtækið S-19 ehf., sem áður hét Fjarðargrjót ehf., hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta. Þetta er í annað sinn sem fyrirtækið fer í þrot en eftir fyrra skiptið, sem átti sér stað árið 2010, var rekstrinum haldið áfram á annarri kennitölu. Fyrirtækið komst í fréttirnar árið 2014, fyrst þegar að hæstaréttardómur féll þar sem fyrirtækið þurfti að skila þrettán tækjum, þar á meðal Land Cruiser og Lamborghini, til fjármögnunar- fyrirtækisins Lýsingar. Skömmu síðar notaði Sjálfstæðis maðurinn Jón Gunnarsson mál Fjarðargrjóts sem dæmi um óásættan lega fram- göngu fjármögnunarfyrirtækja gegn skuldurum. Síðar var ljóstrað upp um að Fjarðargrjót hefði styrkt próf- kjörsbaráttu þingmannsins. 34 milljóna króna arður rétt fyrir þrot Gjaldþrotaúrskurður Héraðsdóms Reykjaness á hendur S-19 ehf., áður Fjarðargrjóti, var kveðinn upp þann 25. janúar síðastliðinn. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Þorsteins Arnar Einarssonar og Hildar Magnús- dóttur en eins og áður segir er þetta í annað sinn sem fyrirtækið fer í þrot. Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og sérhæfði sig í jarðvegsvinnslu. Ekki er annað að sjá samkvæmt árs- reikningum en að reksturinn hafi gengið bærilega. Á árunum 2001– 2007 greiddu eigendur sér á bilinu 4–8 milljónir í arð árlega. Greinilegt er að umsvif fyrirtækisins hafi auk- ist jafnt og þétt á þessum árum en allt gekk á afturfótunum á hrunár- inu 2008. Afkoman fyrir afskrift- ir, fjármunatekjur og fjármagns- gjöld var tæpar 59 milljónir króna en þrátt fyrir það var tap ársins alls um 114 milljónir. Munaði þar mest um gjaldfært tap upp á 180 millj- ónir vegna gengismunar en lang- tímaskuldir fyrirtækisins uxu úr 152 milljónum upp í 340 milljónir. Stærstur hluti þeirra var tilkominn vegna kaupleigusamninga vegna tækjakaupa. Þrátt fyrir skelfilegt ár greiddu eigendurnir sér 34 millj- ónir króna í arð. Í kjölfarið var nafni fyrirtækisins breytt í B3 ehf. og 7. október 2010 var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Hófu rekstur á nýrri kennitölu Sama ár hóf Fjarðargrjót rekstur undir annarri kennitölu. Sú kennitala hafði eitt sinn verið verið með rekstur undir nafninu Víkur- lyftur (2003–2005) en síðar var nafn- inu breytt í Víkurturn og var enginn rekstur í fyrirtækinu, sem var í 100 prósenta eigu Deloitte hf. Hið nýja Fjarðargrjót yfirtók áðurnefnda kaupleigusamninga þrotabús B3 ehf. enda voru þeir endurreiknaðir þannig að upphæðin lækkaði um 93 milljónir. Samkvæmt ársreikning- um hefur hinn nýi rekstur gengið illa því samkvæmt ársreikningum tap- aði fyrirtækið umtalsverðum fjár- hæðum á hverju ári. Afleiðing þess varð að fyrirtækið komst í talsverð vanskil við Lýsingu vegna tækjanna. Vanskilinn leiddu til þess að Hæsti- réttur úrskurðaði þann 10. júlí 2014 að Fjarðargrjót þyrfti að skila alls þrettán tækjum, þar á meðal Land Cruiser-jeppa og Lamborghini- dráttarvél, til Lýsingar. Samkvæmt frétt RÚV var markaðsvirði eign- anna áætlað um 120 milljónir en Lýsing tók þau yfir á 46 milljónir. Þau seldust síðan á nauðungarupp- boði fyrir 73 milljónir. Þingmaður lætur til sín taka Niðurstaða Hæstaréttar fór illa í Jón Gunnarsson, þingmann Sjálf- stæðisflokksins, sem steig í pontu Alþingis í desemberlok 2014 og gagnrýndi framgöngu Lýsingar harkalega. Sagði þingmaðurinn að þetta tiltekna dæmi væri sláandi og hafði hann reynt ítrekað að fá svör frá forystumönnum Lýsingar án ár- angurs. Síðar var greint frá því að Fjarðargrjót hefði styrkt prófkjörs- baráttu Jóns um 50 þúsund krón- ur. Í samtali við RÚV vísaði hann því alfarið á bug að hann beitti sér sér- staklega í þágu þeirra sem styrktu hann. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Fjarðargrjót gjald- þrota í annað sinn n Lamborghini-stríðið við Lýsingu reið fyrirtækinu að fullu Jón bakkar ekki með vegatolla „Við höfum sett á laggirnar starfshóp í ráðuneytinu sem er að skilgreina þessi verkefni á helstu þessum leiðum hér út,“ sagði Jón Gunnarsson sam- gönguráðherra í morgunútvarpi Rásar 2 á mánudag. Hugmyndir Jóns Gunnarsson- ar samgönguráðherra um vega- tolla hafa verið harðlega gagn- rýndar. Þá sérstaklega af fólki sem býr í nágrenni höfuðborgar- svæðisins og starfar í Reykjavík. Þeir sem gagnrýna þessar hug- myndir beita þeim rökum að al- menningur sé þegar búinn að greiða skatta af bílum og bensíni og einkabíllinn sé í raun marg- skattlagður. Jón Gunnarsson tjáði sig nán- ar um hugmyndir starfshópsins hjá ráðuneytinu á Rás 2 en hug- myndirnar snúast um að gjald verði tekið á vegum sem liggja frá höfuðborgarsvæðinu. Segir Jón að þeir sem ferðist sjaldan eigi að borga ríflega en hinir sem reglu- lega fari til og frá Reykjavík greiði minna. Segir Jón að eins og er sé að- eins um hugmynd að ræða en verkefnið sé aðkallandi þar sem samgöngukerfið sé ekki í góðu ástandi. „Það er mikil eftirspurn eftir fjármagni, hvort sem það er í heilbrigðiskerfi eða öðru. Menn eru að sýna ábyrgð í ríkisrekstrin- um og við þurfum að reka ríkis- sjóð með afgangi þannig ég er bara að láta skoða þetta til þess að geta lagt þessa valkosti á borðið í umræðunni,“ segir Jón. N orðursiglingu hefur verið bannað að nota slagorðið „Carbon Neutral“ í auglýsing- um sínum. Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem barst kvörtun frá keppinauti Norðursigl- ingar, Gentle Giants Hvalaferðir. Í kvörtuninni kom fram að um villandi markaðssetningu væri að ræða. „Neytendastofa taldi að full- yrðingar sem vísi til jákvæðra eða hlutlausra umhverfisáhrifa vara eða þjónustu verði að vera settar fram á skýran, nákvæman og ótvíræðan hátt og studdar fullnægjandi gögn- um. Að mati Neytendastofu var notkun Norðursiglingar á slagorðinu víðtæk og áberandi þrátt fyrir að að- eins hluti starfseminnar gæti talist án útblásturs koldíoxíðs. Taldi Neyt- endastofa því að um væri að ræða villandi og óréttmæta viðskipta- hætti,“ segir í áliti Neytendastofu. Var Norðursiglingu því sem fyrr segir bannað að nota slagorðið. n ritstjorn@dv.is BaNNað að Nota sLagorð Gentle Giants kvartaði undan Norðursiglingu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.