Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 27
Vikublað 14.–16. febrúar 2017 Sport 23 króna. Sú upphæð gæti þó hækkað umtalsvert að ýmsum skilyrðum upp- fylltum. Gabriel Jesus kvaddi svo Pal- meiras í desember en skömmu áður hafði liðið hampað meistaratitlinum í brasilísku deildinni. Umhyggju- og afskiptasöm móðir Mail Online fjallaði ítarlega um Gabriel Jesus á dögunum og í þeirri umfjöllun kom margt athyglisvert fram um þennan 19 ára Brasilíu- mann. Talið er að Gabriel Jesus sé með ríflega 100 þúsund pund á viku hjá City, 14 milljónir króna, en móð- ir hans, Vera Lucia de Jesus, er sögð geyma nær allt sem Jesus fær í laun. Þetta gerir hún að sögn til að halda syni sínum á jörðinni. Vera flutti til Englands til að vera syni sínum innan handar en með í för voru einnig tveir bræður Gabriels Jesus og tveir vinir. Vera er einstæð móðir og hefur verið með fingurna í nær öllu sem sonur hennar gerir frá því hann var barn. Hún sér til þess að hann borði hollan og góðan mat, hvenær hann fer út með vinum sín- um og jafnvel hvaða stúlkum hann fer á stefnumót með. „Kærustur þurfa að fara eftir mínum reglum og þær mega aðeins gista einstöku sinnum. Ég mun ekki taka því þegj- andi ef sonur minn vanvirðir dætur annarra. Enginn af mínum sonum mun gera dóttur einhvers ólétta. Ég krefst virðingar af þeim því þannig ól ég þá upp,“ sagði hún í viðtali fyr- ir skemmstu. Bætti hún við að Jesus þyrfti að lúta höfði þegar hún talaði til hans. „Ég er góðhjörtuð en ég vil að fyrir mér sé borin virðing. Gabriel hefur alltaf verið hrekkjóttur en hann hefur aldrei sýnt mér vanvirðingu.“ Fær vasapening Gabriel Jesus hefur vafalítið notið góðs af umhyggju móður sinnar þótt hún hafi stundum verið erfið viður- eignar. Eitt sinn sagði hann að móðir hans væri erfiðari viðureignar en all- ir þeir varnarmenn sem hann hefur þurft að glíma við. Caique, eldri bróðir Gabriels Jesus, sagði í viðtali við Yahoo Brasil í desember síðastliðnum að Vera, móðir þeirra, héldi utan um allar launagreiðslur Gabriels Jesus. Lætur hún honum í té vasapeninga svo hann geti átt fyrir helstu nauðsynj- um. Í viðtalinu sagði Caique að Gabriel Jesus hefði aldrei verið mikið fyrir djammið, hann hefði ávallt haft meira gaman af því að vera með fjöl- skyldu sinni en úti á lífinu. Vera og og Jesus eru góðir vinir og virðing er orð sem á vel við um sam- bandið milli þeirra. Hún þreytist seint á að reyna að gefa syni sínum góð ráð og skiptir þá engu hvort þau eru tengd fótbolta eða einhverju öðru í lífi hans. Vera sagði fyrir skemmstu að hún talaði við hann fyrir hvern einasta leik og gæfi honum ráð. „Ef hann skorar er það frábært. En ef hann gerir það ekki segi ég honum að hann sé jafn vel- kominn heim og áður.“ Eftir 3-0 sigur Brasilíumanna á Ekvador í undankeppni HM síðast- liðið haust, þar sem Gabriel Jesus skoraði tvö markanna, fékk hann smáskilaboð frá móður sinni eftir leikinn. „Gabriel, lærðu, passaðu rangstæðuna. Þú varst tvisvar rang- stæður í leiknum.“ Gabriel Jesus segir að móðir hans hafi ekki einu sinni óskað honum til hamingju með mörkin tvö heldur gagnrýnt hann, en þrátt fyrir þetta elski hann móður sína og finnst gott að hafa hana við bak sér. „Mamma er alltaf að nöldra í mér en það er það sem ég vil. Það hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Þó að ég sé bara 19 ára hef ég þurft að sýna ábyrgð lengi,“ sagði Gabriel Jesus í viðtali. Ólst upp án föðurímyndar Gabriel Jesus ólst upp án föður- ímyndar og viðurkenndi hann fyrir skemmstu að stundum hafi hann litið vini sína sem áttu föður öfundaraugum. Það hafi þó ekki skipt hann miklu máli enda hafi móðir hans sýnt honum mikla umhyggju, eins og systkini hans. „Hún hefur alltaf stutt mig í öllu og þegar hún þurfti lagði hún hendur á mig. Fyrir mér var hún ávallt móðir mín og faðir.“ Gabriel Jesus er yngstur fjögurra systkina; Caique er 24 ára, Felipe, 26 ára og Emanuele er elst, 32 ára. Emanuele missti eiginmann sinn í mótorhjólaslysi fyrir nokkrum árum og flutti hún aftur heim ásamt börnum sínum tveimur; þau voru því sex í lítilli íbúð í Jardim Peri. Lucia kveðst hafa vaknað klukkan sex alla morgna til að koma Gabriel á fótboltaæfingu áður en hún hélt sjálf til vinnu við ræstingar í húsum hinna efnameiri í Sao Paulo. Vera segir að þótt hún hafi hvatt son sinn til dáða í fótboltanum hafi hún einnig lagt ríka áherslu á að hann sinnti náminu af kostgæfni. „Ég sagði honum alltaf að fólk eins og við þyrftum að leggja mikið á okkur til að verða eitthvað í lífinu.“ Aldrei langt undan Vera hætti að vinna eftir að Gabriel Jesus varð atvinnumaður þó að það hafi ekki verið ástæðan. Hún neyddist til að hætta vegna slits í öðr- um handleggnum sem gerði að verk- um að hún átti erfitt með að beita sér í vinnunni. Hún segir að strangt upp- eldi hafi undirbúið hann betur fyrir lífið í atvinnumennskunni. Hann sé agaðri og skipulagðari fyrir vikið. „Allt það sem við leggjum á okk- ur skilar sér að lokum. Gabriel Jesus hefur aldrei verið upptekinn af ver- aldlegum hlutum, dýrum fötum eða dýrri merkjavöru. Hann sá hvað ég þurfti að gera til að eiga fyrir hlutun- um. Hann kemur með góðan grunn út í lífið og það mun hjálpa honum á þeirri vegferð sem fram undan er.“ Sjálfur er Gabriel Jesus jarðbund- inn eins og kom fram í viðtali við hann í Brasilíu fyrir skemmstu. „Ég kem úr fátæku samfélagi en ég reyni að koma í heimsókn þegar ég get. Ég held að það muni gera mér auð- veldara að eiga við frægðina. Ég er ósköp venjulegur náungi sem hef- ur gaman af einföldum hlutum. En ef ég geng of langt veit ég að móðir mín er aldrei langt undan til að grípa inn í.“ n „Ég er góðhjörtuð en ég vil að fyrir mér sé borin virðing. Gabriel hefur alltaf verið hrekkjóttur en hann hefur aldrei sýnt mér vanvirðingu. Þrír góðir Philippe Coutinho, Neymar og Gabriel Jesus eru liðsfélagar í brasilíska landsliðinu. www.avaxtabillinn.is avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar sem lífga upp á allar uppákomur Aðeins á viku á starfsmann Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.