Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Page 32
Vikublað 14.–16. febrúar 201728 Menning H in goðsagnakennda hip- hopsveit De La Soul er ein fjölmargra sveita sem koma fram á tónlistarhá- tíðinni Sónar Reykjavík um helgina. Það hafa þó eflaust nokkrir væntanlegir hátíðargestir komist að því að það er ómögulegt að undir- búa sig fyrir tónleikana með því að hlusta á gamlar plötur sveitarinnar á Spotify eða öðrum löglegum tón- listarveitum á netinu. De La Soul sem var ein vin- sælasta rappsveit heims frá 1989 og fram eftir tíunda áratugnum get- ur ekki sett tónlist sína frá þessum árum inn á streymisveitur á netinu vegna mikils magns „sampla“ í tón- listinni. Taktarnir undir rappinu eru nánast eins og bútasaumur úr stutt- um brotum úr öðrum lögum, allt frá James Brown og Michael Jackson til Smokey Robinson, Steely Dan og Johnny Cash. Þegar plöturnar 3 Feet High and Rising (1989) og De La Soul is Dead (1991) komu út samdi hljómsveitin um leyfi til að nota flesta lagabútana til útgáfu á vínyl og segulbandi. Orðalagið var hins vegar ekki nægilega opið til að leyfið næði yfir útgáfu á öðrum og nýrri útgáfuformum. Til að geta gefið efnið út á netinu hefur því þurft að semja að nýju við alla höfundarrétthafa „sömpl- uðu“ tónlistarinnar – en það hef- ur tekið hátt í áratug og ekki enn borið árangur. Rapparinn Kelvin Mercer, sem er betur þekktur sem Posdonuos, hélt því fram í viðtali við BBC í fyrra að Times Warn- er, eigandi upp- runalegu upptaka De La Soul, telji ágóðann verða of lítinn miðað við vinnuna sem færi í verkefnið og því dregið lappirnar í málinu. Hann sagði það sérstaklega pirr- andi að ungt fólk sem hefði upp- götvað sveitina í seinni tíð gæti að- eins nálgast plöturnar ólöglega og ekki stutt við eða fjárfest í hljóm- sveitinni. Eins og staðan er núna er það því aðeins nýjasta plata De La Soul and the Anonymous Nobody sem kom út í fyrra sem hægt er að nálgast löglega á tónlistarveitum á netinu. n Ómögulegt að rifja upp gömlu plöturnar löglega á netinu De La Soul spila á Sónar um helgina Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is A dele hlaut flest verðlaun allra á 59. Grammy-tón- listarverðlaunahátíðinni sem fór fram í Los Ang- eles á sunnudagskvöld. Verðlaunin eru veitt í yfir 80 flokk- um en Adele var atkvæðamest og hlaut fimm verðlaun, með- al annars fyrir besta lag og bestu smáskífu ársins, Hello og bestu breiðskífuna, 25. Þegar Adele tók við verð- laununum sagði hún þó að stalla hennar, Beyoncé, ætti verð- launin frekar skilin fyrir plötuna Lemonade sem kom út fyrr á þessu ári. „Ég get ómögulega tekið við þessum verðlaunum,“ sagði Adele. „Ég er upp með mér og mjög þakklát, en Beyoncé er líf mitt,“ sagði hún. Beyoncé hlaut tvenn verð- laun, fyrir besta tónlistarmynd- bandið og bestu plötuna í flokkn- um borgartónlist samtímans (e. Urban contemporary music). Þrátt fyrir að vera ólétt að tvíburum kom hún einnig fram á hátíðinni og söng tveggja laga syrpu og var með atriði uppfullt af trúarlegu myndmáli og upphafningu á móðurhlutverkinu. Önnur atriði sem vöktu sérstaka athygli voru flutningur rappsveitar- innar A tribe called quest á laginu „We the people“ en lagið er bein- skeytt ádeila á stefnu Bandaríkj- anna í innflytjendamálum um þessa mundir, en málefnið stendur meðlimunum nærri enda eru þeir múslimar, og samstarf Lady Gaga og Metallica sem fluttu lagið „Moth of Flame“ af nýjustu plötu þungarokk- hljómsveitarinnar. Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því hljóðnemi söngvarans James Hetfeld nam ekki neitt hljóð og varð atriðið því allt hið vandræðalegasta. David Bowie hlaut fern verðlaun fyrir síðustu plötu sína Blackstar og Chance, the Rapper, hlaut þrenn verðlaun meðal annars sem besti nýliðinn og fyrir bestu rappplötuna. Djassgítarleikarinn John Scofield fékk tvenn verðlaun, eins og saxófónleik- arinn Ted Nash, rapparinn Drake, trúarsöngkonan Hillary Scott og fleiri. Einn Íslendingur á hlut í einum verðlaunagripnum í ár, en Kristinn Sigmundsson tók þátt í uppsetningu Los Angeles-óperunnar á Draug- unum í Versölum (e. The Ghosts of Versailles) eftir John Coigliano. Upp- taka af flutningnum var valin besta óperuupptaka ársins og hlaut enn fremur verðlaun fyrir bestu upp- tökustjórn á plötu í flokki sígildrar tónlistar. Einnig vakti athygli að poppsöng- konan Rihanna sem hafði fengið næstflestar tilnefningar á eftir Beyoncé, eða átta talsins, fór tómhent heim. Hún lét það hins vegar ekki á sig fá, sötraði reglulega úr demantaskreyttum áfeng- ispela í sæti sínu og virtist skemmta sér konunglega. n „Get ómögulega tekið við þessu“ Adele hlaut fimm Grammy-verðlaun en taldi Beyoncé frekar eiga þau skilin Fékk sér smá Rihanna fékk engin verðlaun en fékk sér nokkra sopa úr demantaskreyttum áfengispela meðan á hátíðinni stóð. Kristinn vann Kristinn Sigmundsson tók þátt í uppsetningu Los Angeles-óperunnar á Draugunum í Versölum, en upptaka af flutn- ingnum var valin sú besta í óperuflokkinum. Guðsmóðir Beyoncé kom fram á hátíðinni og var atriðið uppfullt af sjónrænum tilvitnun-um í myndmál ólíkra trúarbragða, meðal annars birtist poppsöngkonan sem afríska gyðjan Mama Wata, indverska gyðjan Kali og guðsmóðirin María mey. Fimm verðlaun Adele hlaut flest verð- laun allra á 59. Grammy- verðlauna- hátíðinni um helgina. MynD EPA Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is „Gerum íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustöðum” Aneta Matuszewska Skólastjóri og eigandi Retor Fræðslu Hafið samband í síma 519 4800 eða á retor@retor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.